Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 19
MENNING OG LISTIR svipbrigðum og látæði sýnir hún vel sálarástand Gertrudar og þær tilfinningar sem búa undir yfirborðinu, bæði vonir hennar og trúarvissu og ekki síður sársaukann og von- brigðin sem fylgja höfnuninni. En þrátt fyrir allt er hún að lokum tilbúin til að fyrirgefa. Einlægnin, kærleikurinn og viljinn til að fyrirgefa vekur til umhugsunar á tímum alls konar sjálfselsku, kröfugerðar og skilyrða fyrir fyrirgefn- ingu. í þessu sambandi er Barbro einnig áhugaverð persóna. Henni hafði hlotnast það sem hún þráði, þ.e. óðalið og Ingmar, en sér jafnframt hverju hún hefur komið til leiðar með því að fótumtroða tilfinningar hans og Gertrudar. Líf hennar er þvi óbærilegt, ást hennar til Ingmars fjötrar einir og henni finnst hún vera ofurseld bölvun. Hún skilur þó að lokum mikilvægi þess að gera upp og vill jafnframt gera gott á ný það sem hún hafði eyðilagt, jafnvel þótt það kosti hana allt sem hún hafði þráð. Barbro er þannig sérstæð persóna sem dregur lærdóm af gjörðum sínum. Innst inni þráir hún það sem allir þrá, þ.e. sátt við sig og umhverfi sitt. Þegar þeirri sátt er náð er hún laus úr fjötrum óttans við bölvunina. Þriðja konan er Karin, eldri systir Ingmars. Hún hefur þurft að þola marga raun og virðist líða vegna óuppgerðs sársauka og sorgar og óheilinda við bróður sinn. Hún þráir frið og tekur því fegins hendi á móti boðskap Hellgums og litur á hann sem bjargvætt í lífi sínu. Hún væntir lausnar í Jerúsalem en verður fyrir enn meiri raunum og vonbrigðum þegar hún missir það sem henni er kærast, dóttur og eiginmann. Var vonin um frelsun og frið í Jerúsalem þá bara blekking? Karin finnur að lokum frið. í henni endurspeglast þrá fólks eftir að finna vilja Guðs sem oft reynist svo torskilinn, þrá eftir náð Guðs sem virðist svo fjarri í hörðum heimi, þrá eftir að finna þá ,Jerúsalem“ sem býr yfir lausn sem gefur frið við Guð og menn. Á leiðinni út Þegar stafirnir taka að renna yfir tjaldið í lok myndarinnar Jerúsalem hefur áhorfandinn um nóg að hugsa. Snert hefur verið við fjölda spurninga sem varða líf og samskipti fólks á öllum timum, trú þess, von og kærleika, örlög þess og hinstu rök tilverunnar. Undir lok myndarinnar er lítið barn sklrt. Þar er fólgið svar við mörgum spurningum myndarinnar. Ósjálfbjarga barn er borið til skírnar á grundvelli hjálpræðisverks Guðs I Jesú Kristi og getur ekki annað en þegið náð hans. Ósjálfbjarga menn í hörðum heimi finna sátt og frið við Guð, sjálfa sig og sfn á milli vegna skilyrðislausrar náðar Guðs I honum, hverjar svo sem ytri aðstæður þeirra og örlög eru. Mennska Ranald Macaulay ogjerram Barrs: Being human - the nature of spiritual experience Útgefandi: Solway, 1996 Verð 4 pund Þær eru ófáar, bækumar um vöxt í trúnni, endurnýjun og andlega reynslu. Þess vegna er þessi bók einstaklega kærkomin. Hún kom raunar fyrst út á amerísku árið 1978 en kemur nú á ensku. Hún höfðar til mín fyrst og fremst vegna þess, að hún setur kristindóminn inn í mannlegt samhengi. Ég þarf ekki að hafa upplifað neitt eða vera á einhvern illa skilgreindan hátt „andlega" innréttaður til að geta lesið þessa bók mér til gagns. Höfundar bókarinnar setja í byrjun fram svonefnda grund- vallarreglu (organizing principle) sem allt líf kristins manns hlýtur að taka mið af. Þessa grundvallarreglu sækja þeir á fyrstu síður Bibliunnar: Maðurinn er skapaður í Guðs mynd. Þessi sanna mennska er viðfangsefni bókarinnar. Höfundar leiða fram á sjónarsviðið tvær stefnur sem stangast á við þessa mynd og hafa á stundum áhrif á kristna menn. Annars vegar er efnis- hyggjan sem afneitar öllu sem ekki verður skýrt með náttúru- lögmálunum. Hins vegar - og sýnu lúmskari að mati höfunda - er platónskan. Hún gerir næsta lítið úr hinu efnislega en upp- hefur hið andlega. Hér hafa kristnir menn oft átt erfitt með að fóta sig. í framhaldi af þessari grundvallarreglu er niðurstaðan sú að sönn „andlegheit“ séu fólgin í því að vera mennsk. Það sé - með öðrum orðum - ekki andlegra að prédika eða tala tungum en að hita kaffi eða taka upp kartöflur. Bókin leggur áherslu á það að Jesús Kristur sé kjami kristinnar trúar. Refurinn getur ekki hlaupið lengra inn í skóginn en inn í hann miðjan. Eftir það fer hann að hlaupa út úr honum aftur. Á sama hátt getur enginn orðið „kristnari“ en það að koma til Krists. Höfundar vara þannig við mönnum sem gera trúbræður sína óömgga með því að segja að þá vanli „eitthvað meira“. Hér er þó ekki verið að segja að kristinn maður sé „stikk frí“. Þó að Biblían segi okkur að Guð sé almáttugur segir hún líka að / maðurinn sé ábyrgur. Þó að við getum ekki frelsað okkur sjálf, stjómað Guði með bænum okkar eða helgað okkur sjálf segir Biblían að okkur sé falin ábyrgð á öllum þessum sviðum. Þessi ábyrgð verður með jákvæðum formerkjum, við fáum að ganga inn í það samfélag sem Guð hefur fyrirbúið. Haraldur Jóhannsson 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.