Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 21
INNLIT þúsund manna bæ sem heitir Robe (eða rigning), sem er höfuðstaður Bale-héraðs, en Bale er í Suðaustur-Eþíópíu í áttina að Sómalíu. Frá april ‘95 til júní ‘96 vorum við í Ager Selam (landi friðarins), rúmlega 1000 manna bæ i Sidamo-héraði. í Robe hefur ekki verið áður starfað á vegum Mekane Yesus-kirkjunnar í Eþíópíu. Haraldur Ólafsson var þar kristniboði á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Einnig byrjaði hann að byggja á vegum Hjálparstofnunarinnar í Goba, 14 km frá Robe. Nú eru finnskir kristniboðar í Goba. í Vestur-Bale hefur Mekane Yesus-kirkjan starfað í 30 ár, í um 8 ár í Mið- og Austur-Bale. Robe er í Mið-Bale. Bale er miðstöð múslima í Eþíópíu og unnum við mest meðal þeirra. Aðbúnaður okkar var góður. 1 Bale bjuggum við i litlu en fínu og vatnsheldu húsi. í húsinu var eldhús, stofa og tvö svefnherbergi og rennandi vatn og rafmagn og ef rafmagnið fór af var rafall á stöðinni. Við urðum aldrei rafmagns- eða vatnslaus. Einnig höfðum við hitadunka með hituðu vatni. í Robe er drykkjarvatnið beint úr kran- anum. 1 Ager Selam bjuggum við í húsi sem var með viðar- klæddum moldarveggjum byggðum á sökklum. Þar höfð- um við líka rafmagn og rennandi vatn en ekki klósett heldur útikamar! Húsið þar var svo lítið að Ásta María átti eigin kofa úr bambus sem hún svaf í. Henni leið vel i sinu einbýlishúsi. Þið hajið þá ekki boðað kristni meðal dcemigerðra heiðingja? - Trú fólksins er blanda af islam og heiðindómi, svo kallað Afríkuislam, þar sem fólkið er ekki bókstafstrúar. Á þessu svæði er islam 400 ára gamalt. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt starf. - Já, flestir í Bale eru múhameðstrúar, eða um 80%. í kirkjunni okkar eru um 150 með „altarisréttindi“, en það eru þeir kallaðir sem hafa farið á skírnar- og fermingar- námskeið. Þar á meðal voru aðeins tveir fyrrverandi múslimar, hinir voru Amharar, Sidamofólk eða frá Addis- svæðinu. Fyrir múslimana er mjög erfitt að taka kristni. Ef múslimi gerðist kristinn var honum kastað út af heimili slnu og afneitað af fjölskyldu og vinum. Á flestum stöð- um þar sem heiðnin ríkir er fyrstu kynslóð kristinna útskúfað, en svo eru þeir aftur teknir í sátt. En hjá múslim- um er útilokun til æviloka. í Robe eru margir heimilis- lausir, einkum ungt fólk sem gerðist kristið og var kastað út af heimilunum. Margir af hinum eldri í kirkjunni opna heimili sín fyrir þeim og taka þá að sér, sumir hafa tekið að sér allt að fjóra. Það er mikið þolinmæðisverk að vinna meðal múslima. Á meðan söfnuðir vaxa stórum meðal heiðingja, sums staðar um mörg hundruð manns á ári, verða kannski 1-2 Það er míkið þolínmœðísverk að vi nna meðal múslíma. Á meðan söfnuðir vaxa stórum meðal heiðingja, sums staðar um mörg hundruð manns d dri, verða kannski 1-2 múslimar kristnir á dri. múslimar kristnir á ári. Þetta er sennilega vegna þess að múslimar trúa á einn guð en heiðingjar eru andahyggju- menn. Þetta er gjörólíkt. Múslimar læra markvisst hvernig veijast skal kristindómnum og að ráðast á kristna trú út frá biblíulegum röksemdum. Dæmi: - Sagði Jesús satt? -Já, alltaf. - Hann sagði að Jónasartáknið væri tákn um hann sjálfan. Hann laug ekki, var það? - Nei. - En dó Jónas í stórfisknum? - Nei, hann dó ekki. - Þá dó Jesús ekki heldur í gröfinni. Hvernig á ungur kristinn maður að svara þessu? Hvers vegnafóruð þiðfrá Bale? - Ástæðan var raunverulega sú að kirkjan í Eþíópíu er ekki laus við vandamál frekar en aðrar kirkjur. Eþíópskur leiðtogi starfsins í Bale var sjúkur á geði, hann var sið- blindur og mjög erfiður í umgengni. Hann bannaði okkur að fara út í hérað og ferðast þar um. Við fórum til Awasa á fundi, en kirkjan er þar með skrifstofur, og reyndum að leysa málin. Að lokum var ákveðið að við færum burt frá Bale. Skúli Svavarsson, formaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sem þá var staddur i Eþíópíu, studdi okkur í þeirri ákvörðun. Var einnig ákveðið að enginn skyldi fara og starfa í Bale fyrr en vandamál þetta væri leyst. Það gerðist ekki fyrr en núna i maí. Leiðtoginn sagði upp og hætti í kirkjunni. Þetta voru mjög erfiðir tímar. En þrátt fyrir erfiðleikana vorum við heppin. Haraldur Ólafsson Bale er miðstöö islam i Eþíópíu. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.