Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 23
INNLIT þó að hún er í Afríku. Enda eru sumar spurningar, sem við fáum, hreint fáránlegar! Kalli var spurður í Vatna- skógi: Getur þú talað afríkönsku? Hann svaraði: Já, ef þú talar evrópsku! Hvað hafið pið að segja, eftirfjögurra ára dvöl í Afriku, um Samband íslenskra kristniboðsfélaga, samtökin sem sendu ykkur út? - Úti stjómar eþíópska kirkjan og ákveður hvert kristni- boðarnir fara. Það eina sem kristniboðið sér um er skóli barnanna og skrifstofan. Allt annað er rekið af eþíópsku kirkjunni. SÍK þekkjum við því bara af starfi okkar hér heima. Að okkar mati er starf SÍK, sem og KFUK/M og Skóla- hreyfingarinnar, á tímamótum. Ætlum við að kljúfa niður hreyfingamar eða vera sem ein heild? Við þurfum að gera þetta upp við okkur því að það skiptir máli. Þegar starfið heima gengur vel gengur starfið úti vel. Eins hefur það áhrif ef starfið heima gengur illa. Við trúum því að í náinni framtíð mun endurnýjun eiga sér stað innan félaganna í heild sinni. Okkur finnst við ekki endilega tilheyra SÍK, við erum líka KFUM-fólk og KSS-ingar. Okkur finnst leiðinlegt hvað SÍK er neikvætt í hugum margra. Þar verðum við, sem störfum innan kristni- boðsins, að taka okkur á til þess að reyna að breyta því. En það versta er að þeir, sem hugsa hvað neikvæðast um SÍK, eru þeir sem láta heyrast mest í sér. Ljóst er að kristniboðið verður að hugsa sinn gang ef það ætlar að vera hreyfing sem starfar úti. SÍK þarfnast fleira fólks og þarf á endurnýjun að halda. Hvernig ætti gott trúarsamfélag að veral - Bæna- og lofgjörðarsamfélag þar sem hver og einn, með kosti sína og galla, fá að njóta sín og allir em velkomnir. Við viljum samfélag sem hefur reglur, boð og bönn, en á sama tíma frelsi innan þeirra marka sem trúin gefur. Við viljum að náðargjafirnar, sem eru hluti af kristinni trú og af kenningum Biblíunnar, fái að njóta sín. Við viljum, ef okkur langar til, fá að biðja á samkomu með upplyftum höndum án þess að það skapi nokkra umræðu. Við vildum gjarnan að fólkið í salnum á samkomum sýndi meiri viðbrögð. Við getum setið fyrir framan sjón- varpið og horft á fótboltaleik og öskrað og gargað, svo för- um við á samkomu og hlustum á frábæran ræðumann og segjum ekki bofs! Þurfum við ekki að breyta svolítið hugsunarhætti okkar? Okkur fannst svo gaman í Eþíópíu hvað fólkið er lifandi og tekur svo hressilega undir á samkomunum! Hvað eruð pið að sýsla núl Raggý: - Ég er nemandi á 1. ári í Kennó. Kalli: - Ég vinn hjá SÍK í heimastarfinu. Ég fer tvær ferðir í haust út á land, til Hafnar í Hornafirði og til Skagafjarðar. Einnig verð ég í Vatnaskógi að kenna á fermingarbarnanámskeiðum. Ég vona að ég fái að vinna meðal unglinga og í tengslum við skólahreyfinguna. Að lokum? - Við viljum skila þakklæti til allra kristniboðsvina fyrir fyrirbænir, við fundum fyrir þeim. í gegnum alla erfið- leikana fundum við hlýhug ykkar, þið báruð okkur á bænaörmum. Við fórum út til Afríku vegna þess að fólk bað um kristniboða. Fólk er enn á bæn að biðja um nýtt fólk til þess að fara með fagnaðarerindið. En er þetta sama unga fólk, sem beðið er fyrir, tilbúið að verða að bænasvari? Erum við tilbúin að taka afleiðingum af fyrirbænum ann- arra? Rúna Þráinsdóttir 0 ISM3JSM3MSMM3MSMSM3I3M50J3M3MSMSMSMM3M0SISMM5MISlE!ISM3ISI3ISM3ISISISISI3ISM3I3MMSMMSISr3J 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 I 1 1 1 Kristilegt stúdentafélag 60 ára Kristilegt stúdentafélag boðar til fagnaðarfundar þann 15. nóvember n.k. kl. 20:30 í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, í tilefni af 60 ára afmœli sínu. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á þessa afmcelissamveru, einkum gamlirfélagar og aðrir velunnarar. Vonuinst til þess að sjá semflesta. Stjóni Kristilegs stúdentafélags. 1 1 1 1 1 i i i 1 1 i 1 0 JSJSJSJSISJSJSJSJSISJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSÍSJSJSJSÍSJSJSJSJSJSM 0 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.