Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 26
TIL UMRÆÐU Ragnar Gunnarsson Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Anýlega afstöðnu kirkjuþingi var lögð fram greinar- gerð nefndar um samkynhneigð og kirkju, sem skipuð var af kirkjuráði og biskupi íslands. Nefnd- in, þ.e. tveir af þrem nefndarmönnum (séra Ólafur Oddur Jónsson og Jónína E. Þorsteinsdóttir), lögðu fram greinargerð og kirkjuráð lagði fram tillögu til þingsálykt- unar um málið. Þriðji maður nefndarinnar (séra Ólafur Jóhannsson) sagði sig úr nefndinni 3. október s.l. sam- kvæmt greinargerð nefndarinnar. Nefndinni var falið að fjalla m.a. um guðfræðileg, siðfræðileg og lagaleg rök og álitamál er varða stöðu samkynhneigðra. Málefnið er viðkvæmt og erfitt og því þarf lítið til að kraumi. Þegar kraumar geta menn brennt sig, allt soðið upp úr og innihaldið skemmst. í greinargerðinni er hvatt til opinnar umræðu, en ekki hefur mikið verið gert til að fá almenna umræðu innan kirkjunnar í gang þó það standi til bóta. Umræðan hefur einkum farið fram 1 þessari fá- mennu nefnd með ráðgjöf. Lítið hefur verið leitað eftir viðræðum við þá sem stigið hafa fram og viljað halda á lofti íhaldssamari viðhorfum en tveggja manna nefndin setti fram. Fulltrúar samkynhneigðra hafa þrýst á að eitt- hvað sé gert í málinu og óskað eftir að þjóðkirkjan komi á vígslu, samsvarandi hjónavigslu, fyrir samkynhneigð pör er stofna til staðfestrar samvistar. Hvorki er ástæða né rými til að fjalla almennt um sam- kynheigð enda liggur fyrir ýtarleg grein undirritaðs og séra Guðmundar Karls Brynjarssonar um málið i 2. tbl. Bjarma í ár. Hér verður aðeins brugðist við guðfræðilegum rökum í umræddri greinagerð og spurningunni hvort það sé í verkahring kristinnar kirkju að blessa staðfesta samvist samkynhneigðra. 1) Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim guðfræðilegu forsendum sem menn nálgast málið á. Þar skiptir afstaðan til kennivalds Biblíunnar mestu máli og er í rauninni sjálfur kjaminn í umræðunni. Með öðmm orðum: Hvaða vald hefur Biblían til úrskurðar í þessu efni og öðrum er fjalla um „hverju ég á að trúa, hvernig ég á að breyta"? Hvaða grundvallarsjónarmið liggja að baki? Niðurstaðan ræðst af afstöðunni til kennivalds Biblíunnar. Tveggja manna nefndin gengur fram á forsendu afstæðishyggju og telur Biblíuna hafa lítið um málið að segja. í staðinn er vísað til mannsins og mennsku Jesú, ekki til guðdóms hans. Allt mögulegt er tínt til og sett ofar valdi Biblíunnar til að skera úr málum. Tiðum er vitnað i bókina Embodiment eftir J. B. Nelson. í henni er mjög ráðandi afstæðishyggja (sjá umfjöllun Jóns Ármanns Gíslasonar í síðasta tbl. Bjarma). Bók þessi hefur verið ein af aðalkennslubókum i siðfræði fjölskyldunnar og hjónabandsins í guðfræðideild Háskólans s.l. tvo áratugi. 2) Mikil áhersla er lögð á kærleikann og að við verðum að taka mið af Jesú Kristi, kærleika hans og réttlæti. Allir samþykkja það svo langt sem það nær. Ekki er fjallað um spd og fallvaltleika mannsins og vanhæfni hans til að skera úr um hvað sé kærleikur og réttlæti. Án leiðsagnar Guðs orðs er hætt við afbökun og undan- slætti frá þeim kærleika sem Guð birtir m.a. í boð- orðunum. Lúther lagði áherslu á það í útskýringum sinum á boðorðunum í Fræðunum minni að við ættum umfram allt að óttast og elska Guð. í samtíð 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.