Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 15
BROTIÐ TIL MERGJAR Á þessum tlma mótast sterkar í lífi mínu köllunin að fara út í kristilegt starf. Ég hafði verið skiptinemi í Banda- ríkjunum í eitt ár og haft þar tengsl við Assemblies of God kirkjurnar, sem ég kunni mjög vel við. Það er stærsta hvítasunnuhreyfingin í Bandaríkjunum. Ég ákvað að skrifa þeim og biðja um upplýsingar um biblíuskóla þeirra. Siðan sótti ég um í fjórum þeirra og endaði í skóla í Spring- field, þar sem höfuðstöðvar Assemblies of God eru. Ég þekkti þetta svæði, því ég hafði verið í þessu sama ríki sem skiptinemi. Við fórum 1981, þá með tvö börn, og vorum þar í þrjú ár. Þar kláraði ég BA- og síðan MA-nám, fór frekar hratt yfir og las allt árið. Ég kom heim sumarið 1984 og byrjaði þá að starfa uppi í Völvufelli í Breiðholti, en við höfðum verið beðin um það síðasta árið, sem við vorum úti. Næstu þrjú árin er ég með hálft starf í banka og hálft starf þarna uppi í Völvufelli. Þetta var bara venju- legt safnaðarstarf, sem við byrjuðum frá grunni með barnastarfi og öllu, sem þvi fylgdi. Árið 1987 veikist síðan Einar J. Gíslason, forstöðumaður okkar, en þá var ég beðinn um að koma í fullt starf á vegum kirkjunnar, helminginn þá hérna niður frá og hinn helminginn í Völvufelli. Mitt hlutverk var m.a. að sjá um allar athafnir, giftingar og fleira, svo ég var orðinn mjög virkur í starfinu. Frá 1987 er ég kominn í fullt starf og sinnti ásamt öðrum forstöðu í Filadelfíu. Árið 1990 er ég síðan beðinn að taka við sem aðalforstöðumaður safnaðarins.“ Voru pað mikil umskipti? ,Já, það var stór ákvörðun. Þetta er svo umfangsmikið starf, mjög frábrugðið starfinu upp í Völvufelli. Hópurinn, sem við höfðum byggt upp þar, var miklu minni, um 70- 80 manns, og andrúmsloftið var mjög indælt. Héma var allt hins vegar miklu stærra og mun fleiri þættir til að hugsa um. Ég sakna þess alltaf, hve lítið ég hafði starfað náið með Einari, en veikindi hans komu upp mjög snögg- lega. Það hefði verið mjög gagnlegt að fá meiri tíma til að starfa við hlið hans. Einar var þó alltaf mjög hjálplegur, og eftir því sem heilsan leyfði var hann fús að veita ráð og hjálpa. En þetta voru mikil umskipti og það tók mig langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að starfið passaði fyrir mig og ég passaði inn í starfið. Guð hefur þó verið með og þetta hefur blessast.“ Hvar eru söjnuðir hvítasunnumanna hér á landi? „í Stykkishólmi, á ísafirði, Siglufirði, Ólafsfirði, Akur- eyri, Vopnafirði, í Kirkjulækjarkoti, Vestmannaeyjum, á Selfossi, í Keflavík og Reykjavík. Þar er formlegt starf." Eru einhverjir íslenshir knstniboðar starjandi erlendis á vegumykkar? „í augnablikinu er enginn íslendingur kristniboði. Lilja Óskarsdóttir var í Eþíópíu, en hún kom heim á síðasta ári. En við tökum þátt í að styðja við kristniboð og kristni- boða á þónokkram stöðum. Til dæmis höfum við styrkt og byggt upp skóla í Svasílandi áratugum saman.“ samband? „Við höfum haft mikil samskipti við hvítasunnu- hreyfinguna á Norðurlöndum, í Svíþjóð og Noregi þó meira. Við höfum einnig haft samband við Bretland en helst þó við Assemblies of God í Bandaríkjunum, en ég hef tengsl þangað. Á 60 ára afmæli safnaðarins hér í vor kom Thomas Trask og predikaði, en hann er æðsti yfirmaður Assemblies of God, stærstu hvítasunnukirkjunnar í heim- inum. Við erum hluti af Pentecostal European Fellowship og Pentecostal World Conference, sem er alheimsmót hvitasunnumanna, haldið á þriggja ára fresti. Það er hins vegar engin alheimshreyfing hvitasunnumanna til. Þetta er ekki ein hreyfing. Hins vegar teljast rúmar 200 milljónir til hinna klassísku hvítasunnusafnaða, sem sækja þetta mót, en þá tel ég hvorki með náðargjafavakninguna né þriðju bylgjuna. Vöxtur hvitasunnuhreyfingarinnar á þessari öld hefur því verið geysimikill, en hún er ekki orðin 100 ára gömul.“ Hver er ajstaðaykkar til peirra hvítasunnumanna, sem kallast „onenessistar“? „Við höfum mjög lítið af þeim að segja og þekkjum lítið til þeirra. Þær kirkjur eru ekkert með í þessu almenna samstarfi hvítasunnuhreyfingarinnar, enda hafa þær sjálfar 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.