Bjarmi - 01.02.1997, Síða 17
Sr. Kjartan Jónsson
Kyrrðar
stundir
Sífellt fleiri kirkjur hafa þær í boöi
Qjúfir tónar berast úr hljóm-
flutningstækjunum. Mörg
kertaljós loga á altarinu og
í námunda við það. Það er
dauf birta í kirkjunni. Fólk drífur að úr
ýmsum áttum og finnur sér sæti. Allir
eru hljóðir. Þeir sem koma reyna að ijúfa
ekki kyrrðina. I bekkjunum situr fólk í
þögn og hlustar á tónlistina. Hún
hjálpar til við að róa hugann og stilla
hann til íhugunar og bænar. Þamnig líða
10-15 mínútur. Þá hefst skipulögð helgi-
stund þar sem fast form er notað. Allir
hafa fengið sálmabók og skrá með
bænum og helstu liðum helgistundar-
innar. Presturinn stjórnar stundinni.
Hún hefst með signingu og bæn. Þá er
sunginn sálmur. Síðan er víxllestur.
Djákni les ritningarorð. Að því búnu
biðja allir bænar frá blaðinu. Nú
stendur presturinn upp og auglýsir að
þeir sem vilji geti komið með fyrir-
bænarefni. Allmargir notfæra sér það.
Hann gengur á milli bekkjanna og fólk
hvíslar bænarefnum að honum sem
hann skráir hjá sér. Fyrir stundina hafa
einnig borist bænarefni. Þegar búið er
að skrá bænarefnin fer presturinn fyrir
altarið og leiðir viðstadda í bæn þar sem
m.a. öll bænarefnin eru nefnd. Stund-
inni lýkur með þvi að beðið er Faðir vor,
lýst blessun og sálmur sunginn. Eftir
stundina er öllum boðið til léttra veitinga
þar sem færi gefst til að spjalla saman.
Þessi kyrrðarstund var haldin í Vída-
línskirkju í Garðabæ fyrir skömmu.
Slíkar stundir eru haldnar í kirkjunni á
hverju fimmtudagskvöldi kl. 22. Ýmis
starfsemi fer fram í kirkjunni og
safnaðarheimilinu þetta kvöld. Biblíu-
og samfélagshópur, AA-menn og íleiri
eru með sína fundi sem lýkur um kl.
22. Þá gefst þeim kostur, sem vilja, að
taka þátt í kyrrðarstundinni. Margir gera
það auk fólks sem kemur að heiman. Sr.
Bragi Friðriksson, sóknarprestur í Garða-
bæ, segir þátttökuna hafa verið mjög
góða í þessum kyrrðarstundum í vetur.
Að jafnaði koma 20 til 40 manns í hvert
skipti. Hann segir að mjög mörg bænar-
efni berist. „Fólk veit að það er beðið fyrir
þvi á þessum stundum og er mjög þakk-
látt iýrir það. Margir hafa samband við
okkur prestana og þakka fyrir. Það er
greinilegt að kyrrðarstundirnar mæta
ákveðinni þörf sem er fyrir hendi hjá
fólki.“
Vaxtarbroddur
Sífellt fleiri kirkjur bjóða upp á kyrrðar-
stundir. Tíminn er breytilegur en algeng-
ast er að hafa þær í hádeginu. Margar
kirkjur í Reykjavík og nágrenni hafa
slíkar stundir en einnig kirkjur um allt
land. Kyrrðarstundir hafa verið í Hall-
grimskirkju um langt skeið. Þegar ég fór
þangað um daginn leiddi presturinn
þátttakendur i íhuguninni og sagði hvað
ætti að íhuga. Þama var íhugunin aðal-
atriðið en í Vídalínskirkju er það bænin.
Þess má geta að sérstakar fyrirbæna-
guðsþjónustur eru einnig í Hallgríms-
kirkju. Eftir kyrrðarstundina í Hallgrims-
kirkju var boðið upp á léttan hádegis-
verð á vægu verði. Þar gafst fólki tæki-
færi til að kynnast og spjalla saman.
Það kom fram í samræðum við fólk að
margir fóm á milli kirknanna í vikunni
og sóttu kyrrðarstundir í hádeginu en
kirkjurnar hafa þær á mismunandi dög-
um. Þessar stundir vom fólkinu mikil-
vægar í amstri hversdagslifsins. Form
kyrrðastunda er nokkuð breytilegt milli
kirkna en víðast hvar er altaris-
sakramentið haft um hönd. Bæn, í hvaða
mynd sem er, er andardráttur trúar-
innar. Hún er lífssambandið við Guð.
Það er þvi mjög gleðilegt að fólki gefist
kostur á að sækja samvemr þar sem því
er hjálpað til að vera hljótt frammi fyrir
Guði og biðja. Allir vilja láta biðja fyrir
sér. Kyrrðarstundir stuðla að þvi að fólk
finni að það tilheyri kristnum söfnuði
sem kemur saman í kirkjunum. Án
bænar vex kirkjan ekki en fyrir bæn
lifnar hún og eflist. Bænheyrslur sfyrkja
trúna umfram allt annað. íslenska kirkj-
an og þjóðin öll þarfnast einskis fremur
en fyrirbænar þeirra sem vilja kenna sig
við Jesú Krist.
Við megum vænta endumýjunar í söfn-
uðunum fyrir trúfastar bænir trúaðra
manna.