Heima er bezt - 01.12.1951, Page 5
Nr. 10
Heim'a er bbzt
293
draugatrú, og flestir voru
fjafskalega myrkfælnir.
— Af hverju heldurðu að það
hafi stafað?
— Eflaust af þessu hnaus-
þykka myrkri alls staðar. Ég
man vel eftir því, að myrkfæln-
in minnkaði stórum, þegar farið
var að nota olíulampa, og nú er
hún næstum horfin, síðan raf-
ljósin komu.
— Hefur þú aldrei orðið var
við neitt óhreint?
— Ég heyrði einu sinni þrjú
nautsöskur hvert á eftir öðru.
Þau færðust alltaf nær og nær,
og það síðasta kom beint undan
fótunum á mér. Daginn eftir
kom stúlka, sem sagt var að Þor-
geirsboli fylgdi. Annars hef ég
aldrei orðið var við neitt, nema
hvað mig dreymir oft djöfulinn
á næturnar. Ég var afskaplega
myrkhræddur fram eftir aldri
og er það reyndar enn.
— Hvernig hefurðu verið til
heilsu um dagana?
— Ég hef ekki verið frá verk-
um nema 5 vikur á ævinni, og
hafa þó brotnað í mér samtals
9 rif. Einu sinni var ég að reyna
hest. Allt í einu snarstanzar
hestskömmin, og ég leið ósköp
hægt fram af honum. En ég
fékk samt svo slæma byltu, að
þrjú rif hrukku í sundur. Ég gat
ekki slegið né bundið fyrst á eft-
ir, en ég gat alltaf snúið og rak-
að. Annars hef ég oft verið mjög
slæmur af gigt. Ég hef alltaf
verið gigtveikur síðan um tví-
tugt. Verstur er ég í hvössu
sunnanveðri, en miklu betri í
norðanátt, þótt hyasst sé. Þeir
geta ekki fundið upp meðul við
gigtinni, þó að þeir geti fundið
þessar voðalegu atómsprengjur
til að drepa fólk.
— En hvenær byrjaði heyrnin
að svíkja þig?
— Ég hef verið heyrnarlaus á
öðru eyra í fimmtíu ár. Hljóð-
himnan sprakk við skothvell
rétt við eyrað. Maðurinn, sem
var með byssuna, gerði þetta í
gáleysi — hann vissi ekki, að
skotið var svona sterkt.
— Hve margar skepnur átt-
irðu venjulega eftir að þú gerð-
ist lausamaður?
— Það var dálítið misjafnt. Ég
átti flest tæpar þrjátíu kindur
og tvo hesta. Ég heyjaði skækla
hingað og þangað og flutti oft
heim á einum. En síðustu árin
lét Jón heitinn hérna mig alltaf
fá slægjulönd í lónenginu sínu
og hjálpaði mér við að heyja
þau. Jón heitinn og Arnþrúður
hérna eru beztu manneskjur
sem ég hef kynnzt.
— Hvernig var afkoma manna
almennt hér í Öxarfirði á upp-
vaxtarárum þínum?
— Fátæktin var óskapleg,
blessaður vertu. Hreppaflutning-
arnir voru það ljótasta sem ég
get hugsað mér. Að börn og
gamalmenni skyldu vera flutt
heim á hrepp sinn og hrakin
sveit úr sveit aðeins af því að
vesalings fólkið var fátækt. Ég
var svo hræddur við hreppa-
flutningana lengi vel, að ég ætl-
aði aldrei að þora að trúa því,
að það væri búið að banna þá
með lögum. Vesturfarirnar voru
líka voðalegar. Það vita víst fá-
ir, hve margir dóu á leiðinm eða
hvað aumingja fólkið varð að
þola.
— Fékkstu ekki eitthvað við
veiðimennsku jafnhliða bú-
skapnum?
— Jú, jú, ég veiddi oft mikið
af silungi hérna í lónunum, og
svo var oft mikið seladráp í Jök-
ulsárósi áður fyrr. Þá var alltaf
farið í ósinn á hverju hausti, og
eitt haustið man ég, að þar
veiddust milli 70 og 80 selir. Þeg-
ar þeir höfðu gengið í ána var
vaðið út í hana og staðið fyrir
þeim, svo að þeir komust ekki
út. Stundum stóð maður upp
undir hendur í ísköldu vatninu
langtímum saman. Svo þegar
selirnir komu æðandi, varð mað-
ur að hamast og busla með
höndunum, því að þeir gátu ver-
ið grimmir, en hins vegar voru
þeir kjarklausir, greyin. Það var
nú meiri hamagangurinn, þegar
verið var að fanga þá.
— Þú hefur auðvitað farið í
göngur um fjöll og firnindi?
— Já, ég held nú það. Ég hef
til dæmis farið 20 sinnum i Búr-
fellsheiði, svo að ég hef haldið
til í heiðinni í samtals 40 sólar-
hringa.
— Hver heldurðu að sé þér
minnisstæðastur af þeim mönn-
um, sem þú hefur séð?
— Ég veit ekki — en líklega
Benedikt Sveinsson, sýslumaður.
Hann kom oft að Ærlækjarseli
þegar hann var á Héðinshöfða.
Hann var svo feiknarlegur ræðu
maður, að ég hef aldrei heyrt
önnur eins lifandi ósköp.
— En sástu aldrei son hans,
Einar skáld?
— Aðeins einu sinni. Hann
kom þá austur fyrir föður sinn
vegna málaferla, sem risu út af
því, að maður átti barn með
aumingja. Það var ósköp leiðin-
legt mál. Veslings maðurinn var
dæmdur i tugthús, en barnið
varð mesti myndarmaður.
Þannig röbbuðum við saman
aftur og fram, unz kunnuglegt
fótatak heyrðist í stiganum og
Arnþrúður húsfreyja kom nið-
ur til að hita kvöldkaffið. Þegar
menn höfðu hresst sig á snarp-
heitum sopa, haltraði gamli
maðurinn upp í herbergi sitt.
Yrði manni þá gengið inn í
búrið undir herbergi hans,
heyrði maður eins og óm af
hljóðskrafi ofan að. Einar gamli
var byrjaður að lesa bænirnar
sínar, tala við Guðinn á því máli,
sem mamma hans kenndi hon-
um heima á Þverá fyrir áttatíu
árum. Röddin smálækkaði og dó
út. Þá var hann sofnaður.
Sólbjartan sumarmorgun sit
ég í eldhúsinu og er að drekka
morgunkaffið. Ég heyri að eitt-
hvað fellur í póstkassann og
flýti mér til dyra. í kassanum
eru nokkur blöð og eitt bréf
heiman frá íslandi til konu
minnar. Við sjáum strax á rit-
höndinni, að það er norðan úr
Öxarfirði, og við flýtum okkur
að opna það. Að loknum venju-
legum inngangi stendur:
— Hér á heimilinu hefur orð-
ið breyting, síðan ég skrifaði þér
síðast. Einar okkur, blessaður, er
nú horfinn okkur. Hann dó 19.
febrúar, og var þá búinn að
liggja i hálfan mánuð — þó ekki
alveg, því að hann fór i föt
suma daga. Hann hrasaði hér í
stiganum, hefur vafalaust feng-
ið aðsvif. Við vorum í eldhúsi og
heyrðum, þegar hann datt, og
okkur varð voðalega illt við. Við
bárum hann svo upp í herberg-
ið sitt og háttuðum hann, og
hafði hann þá fengið fulla rænu.
Hann var alltaf rólegur, meðan
hann lá, og mundi aldrei eftir