Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 8
296
Heima ER BEIZT
Nr. 10
Hallgrímur frá Ljárskógum:
FÖRUMENN
komin fram í bæjargöng, en þau
fylltust brátt vatni. Fékk Guðjón
náð taki á henni og dró upp á
þekjuna til þeirra, er þar voru
fyrir. Georg og aðkomukonan
urðu viðskila við Ólaf og fólk
hans; þau komust á hlöðumæni
og fengu borgið sér þar unz flóð-
ið sjatnaði.
Eins og geta má nærri var líð-
an fólksins hin versta; það var
fáklætt, ekki þurr þráður á því,
og kona Ólafs sárveik. Fór Ólaf-
ur úr jakka, er hann hafði
hramsað með sér, og færði kon-
una í hann. Hélst enn illviðrið
sleitulaust.
Allt í einu minnist Ólafur þess,
að peningaveski hans, með
nokkru skotsilfri, muni liggja
eftir í baðstofu. Hann brýst þeg-
ar inn í baðstofuna, næstum
fulla af vatni og fær náð vesk-
inu. Þá sér Ólafur, að hundurinn
stendur uppi á kofforti í baðstof-
unni og ber sig aumlega. Tókst
Ólafi við illan leik að bjarga
seppa upp á þakið. —
Fólkið hafðist við á þökum
bæjarhúsanna þeirra, er uppi
stóðu þessa ömurlegu óveðurs-
nótt til kl. 7 um morgunin. Þá
fyrst lægði flóðið austan bæjar-
ins, en að vestan hélst sami
flaumurinn allan daginn.
Af Birni og dóttur hans er það
að segja, að þau komust heim
um morgunin er flóðið tók að
lægja.
Það var óhugnanleg sjón er
blasti við Steinafólkinu, þegar
birti af degi. Allir kálgarðar voru
gersamlega eyðilagðir; þar var
urð ein. Matvæli og húsmunir
lágu eins og hráviði út um alla
mýri, raftar úr sumum útihúsun-
um og máttarviðir höfðu jafnvel
borist alla leið fram á fjöru eða
út á sjó. Obbinn af engjunum
var eyðilagður af grjót- og mal-
arburði; annar veggurinn af
lambhúsinu horfinn; fjárhúsið
hékk enn uppi. Fjósið var hálf-
fullt af sandi og vatni og kýrnar
hörmulega leiknar. Tvær hey-
hlöður voru eyðilagðar og allt
hey flotið burt, um 600 hestar.
Tjónið allt var metið á 3500 kr.,
og þótt það væri allmikið fé í þá
daga, fór því fjarri að tjónið
væri að fullu bætt. Var hafist
handa um samskot handa fjöl-
Förumaður — förukona,
fornar — beiskar sorgarmyndir,
líf, sem nam ei vegferð vona,
vömmum tærðar þjóðarsyndir,
líf án stefnu, ljóss og klæða,
líf í smán og þrenging nauða.
— Sérðu hversu sárin blæða?
Sérðu þennan kalda dauða?
Utangarðs um alla daga, —
elting spotts og hnífilyrða,
— kaunum hlaðin sorgarsaga!
Sálræn högg, sem tæra — myrða,
nísta í kviku kal og undir!
— Kuldinn næðir — stormar
þjaka!
— Eyðibruni allar stundir!
Útigangsins hungurvaka!
Hrakningur frá sveit til sveitar,
— svikavonir hníga og rísa, —
mæðuspor til matarleitar.
— Mökkurskuggar dapurt lýsa!
Flækingurinn forsmán alinn
fyrirlitning bergir löngum,
hæðnisglotti og hraksmán val-
inn„
— hrindingar á vegi ströngum!
skyldunum í Steinum og safnað-
ist talsvert fé, einkum í Reykja-
vík.
Atburður þessi olli því, að
Ólafur Símonarson, er átti heim-
ili að Steinum um hálfrar aldar
skeið og vildi ógjarna hverfa
þaðan lifandi, fluttist til Vest-
mannaeyja næsta vor eftir flóð-
ið. Þar býr hann nú í góðri elli,
glaður og gunnreifur, gengur að
verkamannavinnu þegar færi
gefst. Hann unir vel vel hag sín-
um þótt ýmislegt hafi á annan
veg skipast en ætlað var. — En
stundum hvarflar hugurinn heim
til sveitarinnar, þar sem bærinn
hans stóð í faðmi fagurra fjalla.
Þar, sem bærinn hans var, er
nú djúpt gil, sem varð til af
völdum ægilegra náttúruafla
hina eftirminnilegu jólanót fyr-
ir 24 árum.
Har. Guðnason skráði eftir
frásögn Ólafs Símonarsonar frá
Steinum.
Lognir vinir — enginn árinn,
örbirgð — sultur — nakin þján-
ing,
von um skjólgarð feig og farin!
— Förumannsins eina tjáning:
kvalastunur — kjökur — bænir,
— kvein um það að mega lifa!
Lífsins þrá til landa mænir.
— Lokaráðum engir bifa!
Útigangan móðann mæðir,
margt er sporið þungt að stíga.
Kuldablástur napurt næðir,
— nepjan frystir — tárin hníga.
Drepin von í döprum augum,
— drjúpir hugur eilíftrega!
Lífið staulast stjörfum
taugum
stýrislaust til harmsins vega!
. . . Vopnin falla — verður rokkið,
vökulokin næsta sporið,
— leiðin enduð — lífið slokkið!
Loksins hefir dauðinn borið
hvíld og fró að förubyrði.
— Förumannsins sögu lýkur.
Eftirmæli: Einkis virði!
Eyðitóm í sporin fýkur.
Eplið og Eva