Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 26
314
Heiiía er beejt
Nr. 10
unni, að allsstaðar umhverfis
okkur væri fjöldi fólks — og rétt
eins og ég þyrfti að gæta þess
áð reka mig ekki á einhvern eða
stíga ofan á tær. Ég tók þó á
þolinmæðinni, en sannarlega var
ég allshugar feginn, þegar við
komum út úr rústahrúgu þessari
og þangað sem engir draugar
voru fyrir.
Það, að staðurinn er þétt-
byggður draugum, sést bezt á því,
hversu hann er sniðgenginn af
Swahiliunum, en það eru inn-
fæddir íbúar héraðsins, fremur
lítt þroskaðir andlega. Þarna
ganga breytilegustu sögusagnir
um ýmislegt dularfullt, sem hef-
ur gerzt þar. Ein af þessum sög-
um, sögð af hræðslufullum
negra-matsveini úr héraðinu,
sem fór með hana þegar í hús-
bónda sinn og húsbóndinn strax
í yfirvöldin, var á þessa leið:
Matsveinn þessi, sem hét Ali,
bjó í tveimur hringlaga moldar-
kofum í lítilli kofaþyrpingú, sem
húsbóndi hans átti skammt frá
Gedi-rústunum. Kvöld nokkurt
sat Ali í dyrum annars kofans og
afhýddi kartöflur, en var öðr-
um þræði að gera gælur voð
tveggja ára gamlan son sinn, er
lá nakinn skammt frá honum. í
dyrum hins kofans, á að gizka
fimmtán fetum álengdar, sat
Fatima, kona hans, og var einn-
ig að afhýða kartöflur; en dyrn-
ar vissu þannig, að maður henn-
ar sá hana ekki. Allt í einu kall-
ar konan til hans: „Ali, láttu
litla hnokkann koma til mín til
þess að drekka kibuyu af geitar-
mjólk, svo að hann verði stór og
sterkur". Og þar eð Ali var ætíð
hlýðinn hinni fögru rödd síns
betra helmings, gaf hann krakk-
anum léttan pústur í bossann,
og skipti engum togum að
drengurinn tók að skríða þessa
fimmtán feta vegalengd milli
kofanna, og grunaði föður barns-
ins ekki annað en það hefði lent
hjá móðurinni hinum megin við
hinn kofann.
Það var nokkurra sekúndna
þögn, þar sem Ali hélt áfram við
störf sín, en þá heyrðist aftur
rödd Fatímu:
„Hvers vegna hlýðirðu ekki,
þegar ég segi þér að láta krakk-
ann koma til mín?“
„Fatíma mín, hann er kominn
til þin,“ anzaði Ali, en rauk þó
samstundis á fætur.
En barnið var horfið — algjör-
lega horfið á þessari stuttu leið
millum kofanna. Þetta var und-
arlegt — gjörsamlega ótrúlegt.
Frá því barnið var að leika sér
við hlið Alis og þar til það hvarf
fyrir hornið á kofanum á móti,
var það sífellt í augsýn manns-
ins, og þá hefði það átt að kom-
ast strax til móður sinnar. En nú
var það horfið ,engu líkara en
það hefði verið uppnumið. Leitað
var dyrum og dyngjum, hátt og
lágt, en á þrjúhundruð fermílna
svæði fannst barnið hvergi, og
hvergi var sá staður, þar sem
barnið hefði getað verið falið, né
heldur nokkurt dýr getað tekið
það og farið með það, án þess
ummerki sæust. Hvergi voru
spor eftir dýr. Ennfremur var
óhugsandi, að á þessu andar-
taki, frá því að barnið yfirgaf
föður sinn og hefði átt að vera
komið til móðurinnar, hefði það
getað komizt yfir þetta svæði og
inn í skóg. Á því var enginn vafi,
að barnið var með öllu horfið;
það hafði horfið millum kofanna
á hinni skömmu leið milli föð-
urins og móðurinnar. Hinn ná-
kvæmi staður hvarfsins hlýtur
að hafa verið um það bil þrem
fetum frá móðurinni. Og síðan
hefur ekkert til barnsins sézt.
Einnig er í vestur frá Gedi
skógur nokkur, sem kallaður er
Hjátrúarskógur. Mér var sögð
saga, sem átt hafði sér stað í
þeim dularfulla skógi, og sögu-
maðurinn var embættismaður
stjórnarinnar, sem dvaldist
þarna um tíma og æskir þess að
vera ekki nefndur á nafn í þessu
sambandi. Saga hans var eitt-
hvað á þessa lund:
„Jafnan frá því ég kom hingað
fyrst, hef ég verið að heyra
sögusagnir um þennan skóg —
sögur frá hinum innfæddu, skilj-
anlega. Þeir sögðu, að trén væru
ekki raunveruleg, heldur kæmu
og færu eins og skuggar, þau
væru hreinar ofsjónir, ósjaldan
væru ferðamenn leiddir í villur
af þessum sökum og kæmust
jafnvel aldrei á rétta leið aftur.
Ég lagði ekki þessum sögum eyru
fyrst í stað; mér datt ekki ann-
að í hug en að þetta væru eins
og hverjar aðrar heimskulegar
þj óðsögur. En dag nokkurn leiddi
Miss R. sannleikann i ljós. Miss
R. var hvít stúlka, sem dvaldist
í Austurafríku og hafði verið
þar síðan hún var smábarn, sér-
staklega vel kunnug öllu þar um
slóðir, einkum öllu, er við kom
þjóðlegum siðum þar. Dag nokk-
urn var hún stödd allnærri hin-
um dularfulla skógi, og þar sem
henni var kunnug sögusögnin
um trén, ákvað hún að prófa
sjálf, hvort nokkuð væri hæft í
þessu. Með veiðihníf merkti hún
í einn trjábolinn stórt greinilegt
mark og skar börkinn burtu. Að
því loknu gekk hún um það bil
hundrað yards frá trénu, snéri
síðan aftur við. Þá var tréð með
markinu hvergi sjáanlegt. Hún
gat ekki einu sinni séð, að leið-
in, sem hún fór aftur, væri sú
sama og hún hafði gengið burtu
frá trénu.
Slík var sagan, sem Miss R.
sagði mér, og það fynsta, sem ég
gerði, var að áætla, að hún hefði
gert einhver mistök; hefði á ein-
hvern hátt snúið í aðra átt en
tréð var staðsett. Ég ákvað því
að gera samskonar tilraun sjálf-
ur, og gekk út í skóginn einn
góðan veðurdag í þeim tilgangi.
Ég hlýt að viðurkenna, að fljótt
á litið virtist skógurinn ekkert
vera frábrugðinn öðrum skógi, og
ég var frekar vondaufur um það,
að tilraun mín bæri nokkurn
dularfullan og sannfærandi ár-
angur. Með geysimikilli tor-
tryggni reif ég pappír úr stórri
vasabók, festi hann á stærðar
baobab-tré, sem stóð nokkuð
einangrað og var ólíkt öðrum
trjám á þessu svæði. Þegar ég
hafði gengið úr skugga um það,
að pappírsblaðið væri vel fest á
tréð, svo að vindurinn gæti ekki
feykt því, sneri ég mér frá og
gekk um það bil hundrað yards
frá trénu, rétt eins og Miss R.
hafði gert. Þá sneri ég enn við og
gekk aftur í átt til ttrésins.
Nú legg ég áherzlu á það, að ég
hafði fyllilega gert mér grein
fyrir því, hvar tréð var staðsett.
Ég gekk rakleitt þangað, sem
það átti að vera. Um þann hlut
er ég jafn viss og ég get verið
um nokkurn hlut.