Heima er bezt - 01.12.1951, Side 34

Heima er bezt - 01.12.1951, Side 34
Heim'a er bezt Nr. 10 322 lag. Attilla bjó á friðartímum í timburhöll mikilli í Ungverja- landi, en var oftast í hernaði. Fjandmenn hans sögðu, að aldrei sprytti gras þar sem hestur hans snerti jörðu. Attilla er þannig lýst, að hann hafi verið lítill vexti, þétt vaxinn og herðabreið- ur, gulur í andliti, skáeygur og flatnefjaður. Hárið var strítt og svart, ennið hátt og gáfulegt og limaburðurinn höfðinglegur. — Rómurinn mikill og snjall, og var sem hann ávallt talaði með skipandi röddu. Foringjahæfi- leikarnir voru frábærir. Attilla virðist að ýmsu leyti hafa verið víðsýnn og gáfaður þjóðhöfðingi. Hann reyndi að koma Húnum niður sem akur- yrkjumönnum, bæði á Ungverja- sléttu, Rúmeníu og Suður-Rúss- landi. Er engin efi á því, að Hún- ar, sem upprunalega hafa vafa- laust verið mongólsk þjóð, og hafa verið farnir að blandast mjög hvítum mönnum, og semja sig að siðum þeirra og atvinnu- háttum. Það er því vafasamt, að menningunni hafi staðið slíkur háski af Húnum, sem grískir og rómverskir rithöfundar halda fram. Attilla hafði mikla ágirnd á hinum auðugu menningarlönd- um Vestur-Evrópu. Og árið 451 fór hann með herskara sína yfir ána Rín. Hann hafði þá dregið að sér lið úr öllum ríkjum sínum. Ridd- arar og boðmenn Húna, allt frá Altai-fjöllum til Rínarbyggða, mynduðu þá kjarnann í liði hans, en gotneskir og þýzkir málaliðar, finnskir bogmenn og slavneskir hermenn, vopnaðir kylfum, voru einnig í liði hans. Her hans var liðlega y2 milljón. Rómverjar, Vest-Gotar og Frankar, sem réðu ríkjum í Vestur-Evrópu, söfnuðu miklum her á móti honum. Taldi sá her einnig liðlega l/2 milljón. Þar voru rómverskir legionerar frá Ítalíu, berbírskir spjótkast- arar frá Norður-Afríku. Gotar og íberar frá Spáni mættu þar við hlið gallverskra og frankískra málaliðsmanna frá Frakklandi og keltneskra þungvopnaðra hervopnaðra hermanna frá ströndum Bretlandseyja. Lið þetta var af yfirgæfnandi meiri hluta fótgöngulið. Æðsti herfor- ingi þess var Aetíus hinn róm- verski, sem sumir nefna hinn síðasta Rómverja. Á Katalons- völlum við Marne-elfi hittust herirnir. Rómverjar og banda- menn þeirra fylktu liði sínu á smá hæðum á Katalonsvöllum og mynduðu þar nokkurs konar skeifu. Voru fylkingar þeirra skjöldum skaraðar. Margt af liði þeirra hafði brynjur, og flestir voru vopnaðir spjótum og sverð- um. Hinir ríðandi sigursælu bog- menn Attilla geystust inn í skeif- una, og ætluðu að brjóta sér braut gegnum hana miðja. En örvar þeirra unnu tiltölulega lít- ið á hinum skjöldum skaraða og brynjuklædda fótgönguliði. -— Hestar þeirra voru höggnir niður með sverðum og skutlaðir með spjótum, og riddararnir brytjað- ir um leið og þeir komu niður á jörðina. Húnar gerðu eitt á- hlaupið af öðru, en skjaldborg Rómverja bifaðist ekki. Jafnvel eftir að þar fór að verða mikið mannfall. Stöðugt var nýtt og ó- þreytt lið sent fram í fremstu fylkingaraðir Rómverja, en þreytta liðið fór í aftari raðir til þess að taka sér hvíld. Heilar hersveitir hinna austrænu ridd- ara voru umkringdar í skeifunni, og brytjaðar niður. Var mann- fallið svo ógurlegt, að í dældum og lægðum mynduðust tjarnir og lækir af blóði manna og hesta. Áhlaup Húna voru svo gagnslaus, og mannfall þeirra svo mikið, að á öðrum degi orustunnar lét Att- illa blása til burtfarar. En fjand- menn Attilla voru þá svo ör- magna, að þeir gátu ekki elt flóttann. Orustan á Katalons- völlum er stærsta orusta í mann- kynssögunni fyrir 1914. Tvö hundruð þúsund manns féllu þar, en meir en ein milljón tók þátt í orustunni. Þetta var árið 451. 1914 stóð þar endanleg or- usta, sem var stórkostlegri bæði að mannfjölda og mannfalli. Attilla fór aftur með herskara sína austur fyrir Rín. Hann fór síðan hershöndum yfir Norður- Ítalíu, en þá kom drepsótt upp í liði hans, og hann varð að halda heimleiðis. Hann dó í Ung- verjalandi 453. Synir hans og eft- irmenn gátu ekki haldið saman ríki hans. Hinar undirokuðu þjóðir losuðu sig undan yfirráð- um Húnahiifðingjanna, og Hún- ar sem bjuggu dreift meðal margra þjóða glötuðu máli sínu, þjóðerni og sérkennum, blöriduðust íbúum Mið-Evrópu og Austur-Evrópu, en sumir hurfu aftur til átthaga sinna í Asíu. Nú eru þeir fyrir löngu horfnir úr tölu þjóðanna. Ný bók eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp: Samskipti manns og hests Segir á hugstæðan hátt frá sam- lífi merkra hestamanna við hesta sína. Hinn leikandi stíll höfundar- ins, frásagnargleði hans, samúð og hlýhugur til íslenzka hestsins, hrífur lesandann á leikvelli horf- inna atburða. - Þetta er bók, sem alllir Islendingar ættu að eignast. - Heft kr. 25.00, innb. kr. 35.00. Sendum gegn póstkröfu BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI PÓSTHÓLF 101 - REYKJAVÍK V_____________________________J

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.