Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 4

Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 4
DAVIÐ STEFANSSON FRÁ FAGRASKÓGI JÓLABRÉF frá dúfunum fjarverandi konu 10. desember 1956. Það er okkur sjálfum sumarauki að senda þér jólabréf, og til þín hugsa fátækir fuglar, ef finna þeir korn í nef. En bak við hús þitt er bezt að vera, er blása veður hörð. Þar eru spor þín gaddi grafin, en geymd — í frjálsri jörð. Þó falli skuggar dapurra daga á diifunnar perluglit, má ennþá heyra frelsinu fagnað í fuglsins vængjaþyt. En aðgát þarf til að eygja í snjónum hvert örlítið korn og fræ, og eins og fyrr eru friðlausar dúfur á flögri um allan bæ. 344 Heima er bczt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.