Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 6
/ dagstofunni á Bessastöðum.
DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTiR
Forsetafrú Islands
Oft hefur mig langað til að vera skáld, náttúr-
lega ekki skáld eins og Jónas, Matthías eða
H. C. Andersen, minna hefði ég getað sætt
mig við, og enn minna hefur fallið 1 mitt
skaut af þeim, gæðum.
Þegar Steindór Steindórsson, náttúrufræðingur, bað
mig fyrir skömmu um að skrifa eitthvað um forseta-
frúna, tók ég því heldur dauflega, ekki sökum .þess að
mig skorti vilja, heldur efaðist eg um getu mina
til að leysa þetta sómasamlega af hendi, en svo fór að
ég samþykkti. En þá skaut upp gömlu óskinni, hugsa
sér, ef ég væri skáld og gæti skrifað fallegt æfintýr
um litlu biskupsdótturina, sem hafði mesta anægju af
að trítla um í fjósi og hlöðu föður síns innan um
hesta, kýr og hænsni, og fékk svo sinn prins að lokum
og varð drottning. En nú er ég ekkert skáld því miður,
verð því að lækka flugið og reyna að lenda, kannske
nauðlenda.
Það var seint á hausti 1910 að ég, nýkominn til
Reykjavíkur í fyrsta sinn, gekk suður Tjarnargötu.
346 Heima er bezt