Heima er bezt - 01.11.1956, Side 7

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 7
Nr. 11-12 Heima ---er bezt 347 Sá ég, hvar frú Kristjana, móðir Hannesar Hafsteins, kom gangandi vestur Vonarstræti í fylgd með ungri stúlku. Frú Hafstein veifaði hendi til mín, og ég nam staðar. Hún kvaddi því næst ungu stúlkuna og sagðist geta orðið mér samferða. Unga stúlkan fór þá leiðar sinnar, en við frú Hafstein héldum suður Tjarnargöt- una. „Hver er þessi stúlka?“ spurði ég. „Æi, hvað ég get verið mikill klaufi að kynna ykkur ekki, ég hélt, að þið þekktust,“ svaraði frú Hafstein, „þetta er hún Dóra í Laufási, dóttir Þórhalls biskups Bjarnarsonar og hennar Valgerðar minnar.“ Svo héldum við áfram svolítinn spöl. Þá segir frú Hafstein: „Ef guð gefur þessari stúlku líf og heilsu, trúi ég ekki öðru en að hún verði einhvem tíma mikil kona. Guðsótti, samvizku- semi, tillitssemi við aðra, ásamt dugnaði, er gott vega- nesti ungri stúlku.“ Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá eða heyrði getið um Dóru Þórhallsdóttur. Dóra Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík 23. febrúar 1893, og eins og fyrr er sagt, vora foreldrar hennar Þórhallur Bjarnarson biskup og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Frú Valgerður missti föður sinn, áður en hún varð 2ja ára, og var tekin til fósturs af Tryggva Gunnarssyni, hinum þjóðkunna manni, og konu hans, Halldóru Þorsteinsdóttur. Þau Halldóra og Tryggvi gengu Valgerði í foreldra stað, enda kölluðu öll börn Þórhalls biskups og frú Valgerðar Tryggva afa sinn, og frú Kristjana Hafstein kallaði frú Valgerði alltaf Valgerði sína, þegar hún talaði um hana. Henni fannst áreiðanlega hún vera föðursystir hennar. A þessu yndislega og sérstæða heimili, biskupsheimil- inu, ólst Dóra upp. Heimilið var sérstætt vegna þess, að það var allt í senn, biskupssetur, kaupstaðar- og sveitaheimili, og er gaman að lesa, hvernig frú Dóra Þórhallsdóttir skrifar um æskuheimili sitt, í minningar- riti um föður sinn, sem kom út í des. 1955 í Kirkju- ritinu, í tilefni þess, að þá voru liðin 100 ár frá fæð- ingu Þórhalls biskups. Þórhallur biskup hafði gaman af búskap, og hann vandi börn sín snemma á að vinna alla algenga vinnu °g þykja vænt um vinnuna. En þótt hann ætlaðist til vinnu af börnum sínum, sá hann um, að þau fengju nægan tíma til leika og bóklestrar. Hann átti mikið og gott bókasafn og var ólatur við að leiðbeina börnum sínum með val lestrarefnis. En eins og gefur að sldlja, var mikið að gera á heimilinu, heimilisfólkið margt, búskapur í fullum gangi og gestkoma mikil. Meðan allir voru frískir, gekk allt vel, enda betra að fá fólk til hjálpar þá en nú gerist, en svo veiktist húsmóðirin. Eftir það urðu systurnar, Svava og Dóra, að hlaupa undir bagga. En þegar Svava giftist og fór að heiman 1911, lagðist bústjórnin á hinar ungu herðar Dóru. Ég er ekki frá því, að 17—18 ára stúlku nú á tímum þætti nóg á sig lagt að taka við bústjórn á svona umfangs- miklu heimili. En hafi bústjórnin verið baggi á Dóru, lét hún aldrei á því bera. Reyndar kom það fyrir, að ef Dóra var úti að skemmta sér með ungu fólki, þurfti hún allt í einu að hringja eða skreppa heim í Laufás, ekki eins og hún sagði sjálf, að það væri bein þörf á því, minnsta kosti ekki alltaf, en henni fannst ábyrgðin hvíla á sér og vildi fylgjast með öllu. 1913 andaðist frú Valgerður, og árið eftir fór Dóra utan og dvaldist eitt ár erlendis, aðallega í Svíþjóð. Þar sótti hún söfn, eink- um þjóðminjasöfn og bókasöfn, því um þetta leyti var hún orðin mjög bókhneigð, og á heimilisiðnaði hafði hún mikinn áhuga. í Svíþjóð lærði hún að vefa, keypti sænskan vefstól, sem hún notaði talsvert, eftir að heim kom, sér til gagns og gamans. Þetta er þá jarðvegurinn, sem forsetafrúin okkar er vaxin úr, en nú koma þáttaskipti í lífi hennar. 3. októ- ber 1917 giftist Dóra Þórhallsdóttir Ásgeiri Ásgeirs- Forsetafní Dóra Þórhallsdóttir ásamt dóttur sinni, frú Völu Thoroddsen.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.