Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 11

Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 11
Heima ---er bezt 351 Nr. 11-12 í Reykjavík. Um það farast t. d. sænska blaðinu Dagens nyheter svo orð: Öll þau ár, sem Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ás- geirsson bjuggu í Reykjavík, var lieimili þeirra alkunn- ugt fyrir ósvikna, íslenzka gestrisni, þar sem öllum var tekið með sömu ástúð og hlýju. Allt árlð kom fólk úr kjördæminu til að heimsækja þingmann sinn. Út- lendingar, ekki sízt ungir stúdentar, voru tíðir gestir hjá hinum hjálpsama fræðslumálastjóra og síðar banka- stjóra. Auk þess að annast heimili með þremur börn- um og öllum gestaganginum gat frú Dóra Þórhalls- dóttir þó gefið sér tíma til virkrar þátttöku í menn- ingarmálum kvenna, hún átti sæti í skólanefnd og tók þátt í fjölmörgum opinberum störfum á þeim vett- vangi. Hefir það sýnt sig í hvívetna í hinni vandasömu húsfreyjustöðu á Bessastöðum, að þar er kona, vanda sínum vaxin; reynir þar þó mjög á við komu hinna mörgu gesta, innlendra og erlendra. Frú Dóra Þórhallsdóttir er glæsileg kona, gáfuð og vel menntuð. Vekur hún athygli, hvar sem hún fer, sakir fágaðrar framkomu og glæsilegs yfirbragðs, sam- fara hlýju og Ijúfu viðmóti. Mjög þótti til hennar Frú Dóra Þórhallsdóttir og Svíadrottning aka til konungs- hallarinnar í Stokkhólmi. koma í hinni opinberu heimsókn forsetahjónanna til Norðurlanda, eins og sjá má af eftirfarandi greinarkafla úr „Verdens :Gang“: í fyrsta sinni í sögu Þjóðleikhússins varð ævintýra- maðurinn Peer Gynt ekki höfuðpersóna sýningarinn- ar, jafnvel þótt Ibsen fengi hinn sílifandi, glæsilega Maurstað til að túlka leikhetju sína. En Henrik Ibsen hefir heldur aldrei haft konu sem Dóru Þórhallsdóttur í fremstu sætaröð í konungsstúkunni. Frá því að hún gekk til sætis síns, átti hún allan salinn, og leikhúsgest- irnir allir sem einn voru lotningarfullir aðdáendur hennar. Hún var hrífandi. Hún var klædd íslenzka þjóðbúningnum úr svörtu silki, saumuðu með gullleggingum, og í skauti, — norska skautið er fátæklegt við hliðina á binu íslenzka, —. Þar sem hún stóð við hlið krónprinsins og hlýddi íslenzka þjoðsöngnum minnti hún í reisn sinni á víkingadrottn- ingu, frú Inger til Östrot eða Ragnhildi drottningu. Við hlið hennar fölnuðu bæði hinir skrautlegu ein- kennisbúningar, blaðnir heiðursmerkjum, og hinar nöktu herðar og gimsteinaskraut ungu kvennanna, ásamt hinum glæsilegu, nýtízku herrum. Fegurri og svipmeiri sjón hefir aldrei sézt í Þjóðleikhúsi voru. Vafalaust kunna íslendingar því vel, að lesa þessi umrnæli um fremstu húsfreyju landsins, en kærari verð- ur frú Dóra Þórhallsdóttir þeim samt fyrir hlýjuna og umhyggjuna, sem aldrei bregzt, st. std.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.