Heima er bezt - 01.11.1956, Side 15
Heima
---er hezt
355
Nr. 11-12
vér ekki ennþá frekar en aðrar þjóðir. En um það
verður ekki deilt, að víkingseðlið mátti við því að
mildast af boðskap kærleikans.
.... Það eru lögin og kristnin, sem hafa einkennt
vora Norðurlandamenningu, og á þeim byggist fram-
tíðarvonin á þessum ótryggu tímum.
Málamiðlun betri en ehrræði og bardagi.
Úr ræðu á Laugum.
Þegar í odda skerst í þjóðmálum, þá er ekki ætíð
víst, að háleitar hugsjónir, sem ekki megi víkja hárs-
breidd frá, standi að baki hverjum flokki. Vald, auður
og metnaður eru þættir í því reiptogi — og slungnir
saman við hinn vígða þátt hugsjónarinnar. Þjóðfélag-
inu er oftast betri málamiðlun en einræði, og í þrosk-
uðu þjóðfélagi alltaf betri en bardagi. Við kristnitök-
una var fjallað um hin viðkvæmustu mál, en vísast
stóðu þó höfðingjarnir meir hver gegn öðrum en al-
þýða manna.
.... Frá landnámstíð bjuggu kristnir menn í land-
inu, og heiðnir menn höfðu samneyti við þá og aðra
kristna menn á ferðum sínum erlendis. Guðirnir voru
margir að beggja áliti, en Kristur mestur og beztur að
kristinna manna trú. Jarðvegurinn fyrir kristnitöku,
hygg ég, að hafi verið betur undirbúinn en margir
ætla.
Landvættir og guðspjallamenn.
Úr ræðu í Skálholti 1956.
Guð gefi, að stjórnvísi og kristnihald megi haldast í
hendur með þjóð vorri á líkan hátt og landvættirnar,
sem jafnframt eru frá fornu fari tákn hinna fjögurra
guðspjallamanna, bera uppi þrílitan krossfánann í skjald-
armerki vors unga, endurreista lýðveldis.
4. ÍSLAND OG NORÐURLÖND.
Frá unga aldri hefur Ásgeir Ásgeirsson verið ein-
lægur forvígismaður norrænnar samvinnu og unnið
þar mikið starf. í viðurkenningarskyni fyrir það hefur
Norræna félagið kjörið hann heiðursfélaga sinn. Hér
fara á eftir nokkrir ræðustúfar, fluttir í Norðurlanda-
ferðum forsetans og í veizlu fyrir Friðriki Danakon-
ungi í Reykjavík.
í veizlu Danakonungs 1954.
Það er gömul og ný reynsla, að fullkomið sjálfstæði
allra norrænna þjóða er traustasti hornsteinn samstarfs
og vináttu, sem stöðugt hefur þróazt milli þessara ná-
skyldu þjóða, og sem vér viljum allir halda áfram að
efla og treysta. Vér minnumst með þakklæti margra
ágætra Dana, sem hafa sýnt á liðnum tímum ríkan
skilning á stöðu íslands og þörfum þess.
En fyrst og fremst minnumst vér heillaóskaskeytis
Hans Hátignar Kristjáns konungs X., sem barst oss
á stofndegi lýðveldisins 17. júní 1944. Þegar kveðja
konungs barst, þann kalda rigningardag, var eins og
hlýr straumur bærist um vorn fornhelga sögustað,
Þingvelli. Enn einu sinni lutum vér höfði í þakklæti
og virðingu fyrir hinum ágæta konungi, sem af hetju-
lund barðist baráttu bræðraþjóðar vorrar í svartnætti
kúgunarinnar.
í veizlu forseta fyrir Danakonung 1956.
Á hinum dökka bakgrunni nútímans í alþjóðamálum
þarf vinátta og bróðurhugur Norðurlandaþjóðanna að
lýsa eins og logandi viti friðarins og menningarinnar.
Það eru sömu hætturnar, sem steðja að oss, sömu
vonirnar, sem lýsa oss fram á veginn, og hin sama trú,
sem veitir oss styrk í baráttu lífsins. Það er kominn
tími til að láta ekki gamlar væringar liðins tíma villa
oss sýn. Ný viðhorf gera það nauðsynlegt, að þær
deilur, sem þegar eru útkljáðar, séu ekki látnar ráða
tilfinningum vorum og ákvörðunum.
.... Gagnvart viðfangsefnum nútíðar og framtíðar
stöndum vér Danir og íslendingar á sama sjónarhól
eins og bræður. Látum hug vorn og hjarta og öll sam-
skipti mótast af því.
1 Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn 1954.
Um meir en þriggja alda skeið var Kaupmannahafnar-
háskóli einnig háskóli Islands.
.... Hér var stofnað til kynna með íslendingum og
Dönum, og hér öðluðust margir beztu menn þjóðanna
beggja gagnkvæman skilning á högum hinna. Slíkan
skilning ættum vér að efla af megni, og hann mun,
þegar tímar líða, leiða deilumál vor farsællega til lykta.
Megi samskipti vor markast af drengskap og menn-
ingu.
í veizlu Svíakonungs 1954.
Allir óskum vér friðar, en vér virðum þó þær þjóðir,
sem verja menningu sína og þjóðleg sérkenni. Ég
hygg, að hafi nokkrar þjóðir komizt nærri því að leysa
vandamál nútímans, þá séu það Norðurlandaþjóðirnar.
.... I augum heimsins njóta Norðurlöndin virðingar
fyrir að þræða inn á við hinn gullna meðalveg, en leita
út á við til hins gullna friðar.
í veizlu Finnlandsforseta 1954.
Lífsbaráttan hefur verið hörð með báðum þjóðum
(Finnum og Islendingum), og að vissu leyti er sumt
líkt um andstæðurnar, skóg og haf. Skógurinn skapar
Finnum útflutningsverðmæti, hafið oss íslendingum.