Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 19
Nr. 11-12 Heima 359 ----------------------------------------er bezt-------------------------------------- herðarnar og hægri öxl, svo að glumdi við og glamr- aði í glösum og flöskum. Við urðum fyrst smeykir um, að ef til vill hefði hann slasað sig. En von bráðar var hann setztur upp á gólfinu og nuddaði handleggina á víxl kröftuglega. Síðan leit hann upp á kringluna og þar næst á okkur félaga skelfdum augum með algerlega ólýsanlegu svip- rnóti. Grettur, viprur og skeglubeglur þreyttu kapp- hlaup um allt smettið á Mostra, svo að nær engin manns- mynd var þar á. — Og svipnum þeim gleymi ég aldrei, meðan ég lifi! Allt var þar einn sambreyskingur af hræðslublandinni skelfingu og forvitinni furðu. — Síðan sagði hann aumkunarlega yfirlætislega, en þó rogginn: — Ég held sannarlega, að djöfullinn sjálfur hafi farið í handleggina á mér! Og Mostri hristi sig eins og hund- ur. — Já, það er að segja, það var einmitt einn þeirra, sagði hrekkjalómurinn. — En þetta var nú sá allra minnsti. Aðeins ofurlítill penný-púki: — Elvað held- urðu þá, að þú fengir fyrir heilan skilling. Mostri skreiddist á fætur, þreif stafinn karls og gaf raflostkringlunni illt hornauga. — Nei, fari hann nú í sjóðbullandi hafsauga! sagði Mostri og stefndi til dyra. En þá kallaði félagi okkar á hann og dreypti á hann 2—3 glösum af góðu öli. Og er því var rennt niður og öllu lokið, hafði Mostri tekið aftur gleði sína, og er við gengum saman ofaneftir Leith Walk, veifaði hann krókstaf sínum borginmannlega og var svo hávær, að götudrósirnar sneru sér við og litu hann hýru auga. Tveimur dögum síðar var ég ferðbúinn út í bláinn. Ætlaði ég með Flying Scotsman suður til Newcastle kl. 9 um kvöldið. Ég hafði farið niður á „Atlas“ til að kveðja félagana, og nú fylgdu yngri piltarnir mér upp í bæinn, en síðan ætlaði ég með strætisvagninum upp í Edínborg. Mostri var með okkur, vopnaður stafnum góða, og hugðist eflaust bjóða öllum djöflum byrginn, hvort sem væru aðeins penný-púkar eða þrælmagnaðir skillings-drísild jöflar! Niðri við höfnina var jafnan allmikið slangur af götu- drósum, helzt þó er leið að kvöldi dags. Þetta kvöld var þar hópur af kornungum stúlkum, sumurn aðeins á fermingaraldri, er fylgdu okkur eftir. Einu sinni reyndu þær að þvergirða götuna og stöðva okkur. En er við hlógum aðeins að þeim og köstuðum til þeirra meinlausum gamanyrðum, var götuþroski þeirra ekki stæltari en svo, að þær hörfuðu flestar undan. Og sum- ar þeirra urðu jafnvel undirleitar. Óefað hefðu margar þeirra getað orðið prýðilegar stúlkur og eiginkonur. — En nú voru þær á hraðri ferð í svaðið. Rétt í þessu kom ein askvaðandi, fullreynd og frek, og sú var sveimér ekki undirleit! Þetta var allt að því miðaldra kona, svæsin og subbuleg og ótrúlega upplits- frek. Hún rásaði á milli okkar og gleypti okkur yngstu piltana með óhugnanlega gráðugu augnaráði og athug- aði markaðshorfurnar sérfræðilega. En að lokum réðst hún á Larsen vélstjóra, sem var okkar elztur, læsti sig í hann og dró hann með sér og bauð, hávær og við- skiptavön, öll sín beztu kostakjör, en sló þó brátt af, er hann virtist ekkert ginnkeyptur fyrir þessari götusölu. Mostri hafði valsað spölkorn á undan okkur og barst mikið á með stafinn góða á lofti. Og er Larsen hafði loks afráðið að standast freistinguna og hafna öllurn kaupum við þá áleitnu, var sem hún allt í einu ræki augun í Mostra og virtist hann allgirnilegur til áhlaups. Og áður en varði, var hún komin á harða sprett á eftir honum! Varð hann hennar ekki var, fyrr en hún þreif í handlegg hans og hóf ræðu sína og gerðist harðla nær- göngul. Við félagar sáum greinilega, að Mostra varð illa hverft við og virtist verða heldur en ekki skelkaður! Hóf hann staf sinn hátt á loft, baðaði út báðum hönd- um og tók sprettinn þvert yfir Leith Walk og inn í næstu þvergötu, því að kvenflagðið hékk í honum og varnaði honurn undankomu í áttina til okkar, enda var hún fullteins spretthörð og Mostri sjálfur. Var sem drægi hann heljarmikla dræsu, er hún bókstaflega hékk í honum öðru hvoru. Og svo var kapphlaup þetta fá- ránlega skringilegt til að sjá, að við félagar ætluðum alveg að springa af hlátri. — En Mostra hefur eflaust ekki verið hlátur í hug þessa stundina! Nú vorum við komnir að skiptistöð sporvagna Leith og Edínborgar. Ég kvaddi félaga mína og sendi Mostra kveðju mína og bað piltana að bjarga honum úr trölla- höndum, skilaði hann sér ekki aftur bráðlega! — Síðan hef ég hvorki séð Mostra né neitt af honum frétt. Vonandi hefur hann komizt heill á húfi með krókstafinn góða heim til karls föður síns á Mostur- ey. — Býst ég helzt við, að nú sitji hann á síðkvöldum og segi börnum sínum — eða jafnvel barnabörnum — sögurnar frægu með svofelldum orðum: — Það var þegar ég lenti í tvöföldum lífsháska á Lcith Walk forðum! Trausti Reykdal: SIGLING Sigling búa brátt ég má, þó bátur fúinn leki. Ferðalúinn landi frá legg ég, rúinn þreki. Hugur blandast æðru ei, eyðast vandamálin, ef að landi flýtur fley fyrir handan álinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.