Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 23
í VESTMANNAEYJUM F^rá upphafi íslandsbvrggðar og allt til þessa dags J hefur Vestmannaeyja verið getið í sambandi við fisk- og fuglaveiðar. Voru það og til skamrns tíma undirstöðurnar að tveim aðalatvinnugrein- um eyjabúa. Auðugustu fiskimið landsins voru í ná- munda við eyjarnar, og þar var og er stærsta fuglaveiði- héraðið, er nytjað var til hins ýtrasta. Ekki er lengur hægt að segja, að fuglaveiðarnar séu annar aðalatvinnu- vegur eyverja, en hins vegar eru þær stundaðar enn mjög rnikið, eða af um 70 manns, yfir veiðitímabilið, sem varir frá því 11 til 16 vikur af sumri hverju. Frarn yfir síðustu aldamót voru Vestmannaeyjar forðabúr sveitanna á meginlandinu, er þröng og matar- skortur var þar fyrir margra dyrum. Jafnvel fóru Norðlendingar skreiðarferðir til Eyja, og segir, „að engir fóru erindisleysu, en hlutu alúðlega fyrirgreiðslu og gnægð matar í fugli og fiski“. Þá segir og í gömlum ritum, að í Eyjum var frá upphafi Islandsbyggðar legið við til fisk- og fuglaveiða, en föst bvggð engin fyrr en 930, að talið er, að Elerjólfur Bárðarson Bárekssonar hafi fest sér byggð í dalnum fagra, sem enn ber nafn hins fyrsta landnámsmanns Eyjanna og nefnist Herj- ólfsdalur. Þar hefur þjóðhátíð Vestmannaeyja verið haldin frá því fyrst árið 1874 til þessa dags. Er það einhver sérstæðasta hátíð, sem haldin er á landi hér fyrir margra hluta sakir, ekki sízt fyrir það, að þá flytja allir bæjarbúar, sem vettlingi valda, inn í Herjólfsdal og búa þar í tjöldum 3 daga, en bærinn sefur einskonar Þyrnirósusvefni, þareð öll störf og dagsins erjar er lagt til hliðar og víkur fyrir alsherjar vináttu og bræðra- lagi. Á fyrri öldum hefur oft verið margt unr manninn í Eyjum, ofan af meginlandinu, til hverskonar veiða, og þær stundaðar af hinu mesta kappi. Varði hver maður eða samfangamenn feng sinn með oddi og egg, en oft virðist hafa verið eftirsótt af festu og ágangi. Þannig lenti þeim saman í bardaga Eystfellingum og Landeyjingum uni veiðifeng, hvar frá Þorgeir skorar- geir fékk auknefni sitt af að drepa Landeyingana í skorunni. Er líklegt talið, að skora sú sé upp úr svo- nefndri Sauðatorfu í Dalfjalli, og hafi Landeyingar verið að Blátind og Miðdagstó til eggja. Skálholtsstóll sótti matarbirgðir til Eyja, til að halda uppi rausn og risnu staðarins, og voru þá, sent fyrr og síðar, fluttir stórskipafarmar af fiski, fugli og eggj- um til meginlandsins. Það var þess vegna eðlilegt, að út til Eyja hvarflaði hugur og augu ungra og gamalla, út til þessarar tignarháu hamraborgar, er öllum gat miðlað af örlæti sínu. Helzta verzlunarvara eyjabúa, önnur en fiskurinn, var fuglinn og fiðrið. \Tar fiður ávalt í góðu verði í verzluninni, en fuglinn seldur til meginlandsins í stór- um stíl í skiptum fyrir aðrar landsafurðir, sem lítið var um hjá eyverjum, svo sem kjöt, smjör, skyr, land- torf o. m. fl. Aðstæður eyjabúa til kvikfjárræktar voru s'æmar, beitilönd og ræktun lítil vegna mjög takmark- aðs landrýmis, og búpeningur þess vegna í mjög smá- EFTIR * ÁRNA ÁRNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.