Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 25

Heima er bezt - 01.11.1956, Síða 25
Nr. n-12 Hehna 365 --------------------------------er bezt---------------------------- Þannig segir gamla vísan. Eru í henni talin verstu og erfiðustu bjargsigin, sem til skamms tíma þótti sjálfsagt að síga til fanga, þótt það væri annars vegar að þreyta fangbrögð við dauðann. Slík stórsig hlotnast ferða- mönnum sjaldnast að sjá, en hinsvegar oft bjargsig, eins og myndin sýnir, sem er í Fiskhellanefi á Heimaey og gefur raunverulega litla hugmynd um stórhrikaleik nefndra stórsiga í úteyjum. Nú eru stórsigin að leggjast niður, þar eð súlan er lítt nytjuð, en til hennar var sigið í Hábrandinn og Hellis- ey, svartfuglasnaran bönnuð með lögum, og vart þykir borga sig að síga svo erfið bjargsig til svartfuglaeggja, t. d. í Háubæli. Hinsvegar fara menn nú til dags mest lausir á bandi til eggja og taka hin smærri sig víða um úteyjarnar. Mikið var af fugli hvarvetna í Vestmannaeyjum, og er tímar liðu, voru veidd nær óteljandi kynstur af hon- um, einkum lunda, svartfugli, fýl og súlu. Voru veið- arnar stundaðar af mesta kappi af ungum og gömlum, konum og körlum. í stærstu úteyjunum voru samtímis 8 til 32 menn til veiða, en Heimaeyjarveiðina önnuð- ust unglingar, konur og eldri menn, sem ekki þóttu liðtæk í úteyjarnar. Þær voru ávalt skipaðar frískleika- mönnum. Veiðitækin voru greflar, lang- og stuttgreflar. Það voru sköft með krók á öðrum endanum, sem lundinn var kræktur út úr holunum með, en á hinum enda þeirra var spaði til þess að grafa og róta með. Síðar voru upp teknar allskonar netjaveiðar, svo sem: fyrirsláttar-, uppistöðunet og net, sem lögð voru yfir holurnar. Var með þessum veiðiaðferðum drepið svo mjög af fugl- inum, að til hreinnar útrýmingar horfði, og voru þær þess vegna bannaðar 1869, en greflarnir aftur upp- teknir ásamt öðrum holuveiðum. Sum árin var gefin upp á hreppaskilaþingum 300 til 500 þúsund fugla veiði, og einstakir bændur uppgáfu um 1000 pund af fiðri eftir sumarið. Munu þá hafa fengizt nálægt 5 pund fiðurs af hverjum 100 lundum. Menn seldu fugl í tunnu- tali til meginlandsins, og margir stærri bændur áttu 2 til 3 stórkagga af saltfugli frá árinu áður, er nýmetið kom á vorin. Menn komu til Eyja úr nærsveitunum og allt austan úr Mýrdal til veiða, og öfluðu þeir oft allt að þrem stórköggum af fugli frá vori til sláttar- byrjunar, en hver stórkaggi rúmaði 1200 lundabringur. Af þessu er auðsætt, hve mjög hefur verið veitt á þess- um árum í fyrrnefnd veiðitæld. Þetta breyttist mjög, er lundaveiðiháfurinn kom til Eyja og var almennt tekinn í notkun. Þann fyrsta fékk Árni bóndi Diðriksson í Stakkagerði frá Færeyjum árið 1876, en hann var einn af slyngustu veiðimönnum Eyjanna um þann tíma. Sama ár fengu og Mýrdæl- ingar fyrsta háfinn frá Brydesverzlun hér, og var það Brynjúlfur Eiríksson á Götum, et fyrstur reið á vaðið. Mönnum gekk vitanlega mjög illa með háfinn fyrst í stað og vildu þá grípa til gömlu veiðiaðferðanna, sem bannfærðar voru við komu hans, en meðferð hans lærð- Veiðimenn tilbúnir til veiða. Farið laust um svartfuglabyggð. (Úr Bjamarey.)

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.