Heima er bezt - 01.11.1956, Side 29

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 29
Nr. 11-12 Heima ---er bezt Lundinn borinn frá veiðistað. „Sit eg þar á sumarkveldi, silfrar jörðu döggin tær. Vestrið líkt og upp af eldi aftanroða á fjöllin slær. Nóttin vefur dökka dúka, dularfull og rökkurhljóð. Berst mér gegnurn blæinn rnjúka barnahjal sem vögguljóð.“ Veiðiskapurinn lokkar mann fram á fremstu brún, tæp- ustu berghilluna, bröttustu grastær og tætlur, bergflár og snasir, þar sem dauðinn lúrir í hverju óvarlegu fótmáli. Eitt misspor eða lítilfjörleg mistök geta auð- veldlega orsakað hrap veiðimannsins. Tala hrapaðra rnanna í björgum Vestmannaeyja sýnir, að aldrei er of varlega farið, þar eð um 80 manns hafa hrapað síð- ustu 100 árin við fuglaveiðar og bjarggöngur, og all- flestir til dauðs. En þessi hætta gleymist, þegar kornið er á veiðistaðinn og veiðiæsingurinn hefur gripið rnann- inn, gleymist að öðru leyti en því, að hver bjargveiði- maður fylgir þeirri gullvægu reglu að fara sem var- legast. Uteyjalíf fyrri ára og nútímans er í engu líkt, hvað allar aðstæður og aðbúnað snertir. Fyrrum voru engir kofar í úteyjunum, en sofið í tjöldum og hellisskútum, sem hlaðið var af torfi og grjóti, í einni allsherjar-flat- sæng við teppi og poka. Viðhafður var skrínukostur, Limdinn borinn frá veiðistað. og skrínan höfð við höfðalagið. Fæðið var mestmegnis brauð og flatkökur, harðæti, soðinn og reyktur eða salt- aður fugl, en til viðbits bræðingur úr fýlafeiti eða þorskalýsi. Örfáir menn fengu smjörklípu og kjötbita, en aðeins frá efnuðustu heimilum og einungis fyrstu 3—5 dagana. Oft var fremur sóðalegt í flatsænginni. Menn fóru upp í hana til matar og hvíldar, ekki ávallt sem þokka- legastir. Hver öslaði yfir annars bæli, og báru teppin og undirbreiðslan þess glögg merki, sérstaklega í vætu- tíð. Ekki var olíu eða olíuvélum til að dreyfa, en hitað í hlóðum við spýtnarusl og tað. Gekk það misjafn- lega vel og stundum alls ekki, og voru rnenn þá kaffi- lausir. Þægindi voru yfirleitt engin, sem talizt geta, og Kvöldmynd.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.