Heima er bezt - 01.11.1956, Page 31
Nr. 11-12
Heima
---er hezt
371
Afgreiðsla sókningsbáts: Fuglinum kastað á bát í pokum.
og þokkaleg rúmföt, hvít lök, sængur og koddaver. Eru
sumir jafnvel svo „fínir með sig“ að hafa náttfötin sín
með sér í útey.
Að sjálfsögðu er útvarpsviðtæki í hverri útey, og tal-
sendir til öryggis og hægðarauka og viðskipta við Vest-
mannaeyja Radio. Skrínukosturinn er horfinn, en upp-
tekið sameiginlegt mötuneyti, sem gefst prýðilega.
Matreiðsluna annast hver sá, sem er færastur að malla
og brasa í pottum og pönnum, og gera þeir margir
hverjir hinni raunverulegu matsveinastétt sóma með
kunnáttu sinni. Er fæðið í sumum úteyjum engu lak-
ara en á góðu matsöluhúsi.
Vélbátur annast um flutninga til og frá úteyjunum
tvisvar í viku. Nefnist sá bátur „sókningsbátur“, en
„ein sókn“ milli ferða. Tíðar milliferðir eru nauðsyn-
legar með tilliti til maðkaflugunnar, sem er mjög ásæk-
in í fuglinn, og ærinn vandi að verja hann fyrir þeim
vágesti. Þetta tekst þó oftast með stuttri geymslu fugls-
^ .
Svartfuglabteli í Alsey. í baksýn er Suðurey.
Afgreiðsla sókningsbáts: Farangur o. fl. dregið upp á brún.
Afgreiðsla sókningsbáts: Farangur o. fl. dregið upp á brún.