Heima er bezt - 01.11.1956, Side 32

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 32
Heima Nr. 11-12 ----er bezt--------------------------------------------- helzt í „bútung“. Eitt er alveg víst, að hjá mörgum þætti undarleg þjóðhátíð, ef ekki væri reyktur lundi á borðum. Þá er og mjög mikið selt af lunda til Reykjavíkur og Arnessýslu, og eykst sala þangað mikið. Heildarveiði lunda í Eyjum yfir sumarið mun vera ca. 50—55 þús. stk. í meðalveiðiári, eða sem svarar 1/8— 1/10 hluta árlegrar viðkomu einnar stærstu úteyjunn- ar, samkv. talningu og áætlun erlendra fuglafræðinga. Dagveiði eins manns fer að sjálfsögðu eftir því, hvort um góðan veiðimann er að ræða, hvort vindátt er hag- stæð og hvort fuglinn „er mikið við“. Gott þykir að veiða 2 til 4 hundruð, ágætt 5 til 6 hundr. og afbragðs- gott hvað meira er. Mjög sjaldan hefur einn maður veitt 1000 stk. af lunda á dag, en þó hafa 5—6 menn náð rúmlega þeirri tölu. Að það er ekki oftar eða al- mennara, veldur venjulegast vindáttin, sem lítið má breytast, svo veiðistaðurinn verði ekki ónothæfur. Hver staður hefur sína ákveðnu vindátt og þolir auk þess oftast ekki meira vindmagn en um 8 vindstig. Þá fer að verða erfitt að hafa fullkomið vald á háfnum. Verða menn þá óvissari á að hitta fuglinn, svo „feilskotin“ verða æði mörg, en þau þykja ávalt ljóður á hverjum veiðimanni, löstur, sem allir reyna að varast af fremsta megni. Það er líka svo, að góður veiðimaður slær helzt aldrei „feilskot“ við góðar veiðiaðstæður. Máltíð í Alsey. ins í klettaskútum niður við sjó, en þar er flugan sízt. Mjög mikið af lundaveiðinni fer til neyzlu í bæinn, sem einmitt á veiðitímabilinu er oftast að mestu kjöt- laus. Kemur lundinn sér þá mjög vel. Þykir hann herra- mannsmatur reyktur, steiktur eða soðinn nýr og þá Að sjálfsögðu koma fyrir dagar, sem ekki er hægt að vera að veiðum vegna illveðurs, þ. e. a. s. 9 til 10 vindstig og stórrigning, svonefndir „inniteppudagar“, sem eru hvíldardagar veiðimanna. Þá gera menn sér ýmislegt til gamans, syngja við raust og spjalla saman, spila á spil, t. d. „síðasta stikk“ um ungar og fallegar stúlkur, tefla manntafl, spila á harmoniku og guitara o. fl. Þá eru og fræðandi kvöldvökur haldnar með upp- lestrum og frásögnum. Einnig eru þessir dagar notaðir til að gera að háfunum, spækjur spengdar, riðin net, hagldir telgdar, uppsettir nýir háfar o. fl. Þessutan er svo sofið vel og hvílt sig eftir góðan mat og mikinn og ákafa kaffidrykkju. Gert að veiðitækjum t Alsey. Einn er það af veiðimönnunum, sem oftast hefur nóg áð starfa, hvíldardaga sem aðra daga. Það er kokkur- inn. Verður honum meira fyrir starfinu, þar eð ekki er um fagmann að ræða, enda þótt hinir reyni að létta undir með honum. Vill stundum verða lítið úr hvíld hans, þar eð auk matargerðarinnar, sem er raun- verulega aukastarf hans, verður hann að „veiða í hlut- inn sinnu, þó um sameiginlega veiði og jafna hlutar- skiptingu sé að ræða. Stundum kemur lundinn alls ekki upp af sjónum 2 til 3 daga í röð, þrátt fyrir góðar veiðiáttir og blíð- viðri. Gerast menn þá óþolinmóðir að bíða hans og kenna ýmsu þessar kenjar, t. d. ætisleysi, hrafnakom- um og fálka, en það eru lundans verstu fjendur, o. fl. eins og sést af eftirfarandi:

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.