Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 34
FYRIR HUNDRAÐ ARUM EFTIR BJÖRN EGILSSON Við skulum bregða okkur hundrað ár aftur í tímann, til ársins 1856. Þegar við erum komin svo langt frá okkar stund, getum við stigið á klæði, er má vera grænt, og svifið til fjarlægra staða. En hvorki munum við fara austur eða vestur yfir haf, heldur nema staðar sunnan heiða á íslandi, í upp- sveitum Ámessýslu. Við nemum staðar á bæ nokkrum að áliðnum vetri. Bóndi stendur úti og hugar að ýmsu. Hann rennir vökulum augum í átt til heiðalandsins og sér fjóra menn koma gangandi og stefna til bæjar. Bóndi hugsar ráð sitt og kann að hafa verið fljótur að hugsa. Rösklega klukkustundar gangur var til næsta bæjar, og hann einn fullorðinna karlmanna á bænum. Að sjálf- sögðu hefur hann lokað bænum, þar sem voru konur og börn, en síðan tók hann járnkarl, fór upp á bæinn og bjóst um í bæjarsundinu. Ekki liggur það ljóst fyrir nú, hvað hann hefur haft Iangan tíma til að átta sig á því, er var að gerast, og taka ákvörðun. Hafi hann séð þá bera við loft á Miðmorgunshæð í norðaustur frá bæn- um, var tíminn nokkur, en ef til vill hafa þeir komið eftir dalverpi, sem liggur norður með túninu að aust- an. En hafi þeir komið eftir holtinu, sem bærinn stóð sunnan í, hefur fyrirvarinn verið sáralítill. Þegar menn þessir komu heim að bænum, spurðist það, að þeir voru ekki útilegumenn og höfðu ekkert illt í huga. Þeir voru göngumóðir og þreyttir ferðamenn, sem komið höfðu Kjalveg norðan úr Skagafirði, og ekki er annars getið en þeir hafi fengið hinar beztu viðtökur. Bær þessi hét Hamarsholt og var í Hrunamanna- hreppi í nánd við Hvítá fyrir ofan Tungufell, skammt frá Gullfossi. Hamarsholt fór í eyði fyrir síðustu alda- mót, líklega nálægt 1890. Um Hamarsholt segir meðal annars í Jarðabók Árna Magnússonar: „Hamarsholt gömul hjáleiga frá Tungufelli. Eigandi að þrem pört- um vise-Iögmaður Oddur Sigurðsson. Landsskuld á parti vise-lögmanns áður Hekla gaus 60 álnir. Jörðin svo að segja engjalaus.“ Árið 1856 bjó í Hamarsholti Jón Sveinbjömsson. Guðrún hét kona hans, og áttu þau mörg börn. Sig- urður sonur þeirra bjó síðar á Jaðri í sömu sveit. En hverra erinda voru þessir menn, sem lögðu leið sína yfir hálendið á milli landsfjórðunga í marzmán- uði 1856? Þau tíðindi gerðust fyrir norðan, að sumarið og haustið 1855 gekk hundapest svo skæð, að hún lagði flest alla hunda að velli. Það er getið um tvo hunda vestan Vatna í Skagafirði, sem lifðu fárið. Annar þeirra var á Þorljótsstöðum í Vesturdal, gamall hundur, orð- mn heyrnarlaus, en hafði unnið sér það til frægðar að drepa tvær tófur. Fleiri hundar voru þar, en pestin grandaði hinum. Hinn hundurinn var á Húsabakka í Seyluhreppi og hét Kýron. Þar bjuggu þá Einar Magn- ússon prests í Glaumbæ og Efemía Gísladóttir Kon- ráðssonar. Ingibjörg dóttir þeirra var þar með þeim, og er þessi setning eftir henni höfð: „Alltaf geltir Kýron.“ Þessi orð fela það í sér, að búizt hafi verið við því þá og þegar, að Kýron andaði út eins og aðrir hundar. Þá má líka geta sér til um þann söknuð, sem af því leiddi, að hundgá hætti að heyrast um allar sveitir. Það urðu líka mikil vandræði við fjárgeymslu vegna hundleysis. Þá sögu hef ég heyrt, að Gísh Stef- ánsson, stórbóndi í Flatatungu, hafi látið allt kven- fólk á heimilinu hjálpa til að smala fénu um veturinn. Veturinn 1856 var mjög góður, þegar leið á. Um það segir svo í Annál nítjándu aldar: „Vetur var víð- 374 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.