Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 37
Nr. 11-12 Heima 377 -----------------------------------------er bezt------------------- ar þessi kennimörk bæði voru fundin, hvarf ágrein- ingur um það, hvert halda skyldi. Þessi saga er merkileg fyrir það, að hún sýnir at- hygli og úrræði manna, áður en tæknileg hjálpartæki, éins og áttavitinn, komu til sögu og urðu almennings eign. Þessir menn vörðuðu veginn fyrir sig. Báðir munu þ'eir hafa þekkt stóra steininn, þegar þeir komu að hon- um, og báðir höfðu þeir sett þar upp áttavita, án þess að vita hvor um annan. Þorsteinn Magnússon heyrði Indriða afa sinn oft tala um það, þegar hann lenti í stórhríðinni með Birni. Þeir voru allan daginn að brjótast áfram á móti veðrinu, sem var ofsaveður og dimmviðri svo mikið, að ekki sá neitt frá sér. Indriði rómaði mjög ratvísi Björns og kvaðst ekki hafa vitað, hvar þeir voru, fyrr en allt í einu að Björn steypti sér fram af dalbrúninni, beint fyrir ofan Kóngsgarð. Þeir Björn og Indriði urðu báðir gamlir menn. Björn andaðist á Breið hjá Rósu dóttur sinni 8. febrúar 1902, en Indriði andaðist í Gilhaga 1. marz 1910. Hann flutti jiangað til dóttur sinnar og tengdasonar, er hann hætti búskap á Ýrafelli, og var þar síðustu 20 ár ævi sinnar. 'Frá þeim er komið margt manna, sem nú eru búsettir í Lýtingsstaðahreppi. Ég geri ráð fyrir að lesendur þcssarar frásögu, ef einhverjir verða, vilji gjarnan vita eitthvað meira um Jóhann Pétur Pétursson frá Reykjum í Tungusveit, sem hafði forustu í hinum fyrra leiðangri yfir Kjöl og kvaddi dyra á engjalausu býli í Arnessýslu. Hann lét sér ekki bregða, þó syrti að í upphafi ferðarinnar og einn félaganna missti kjarkinn. Hér var þó ekki um hfsreyndan mann að ræða, því hann var aðeins 22 ára gamall. Vetrarferð yfir Kjöl var mikið hættuspil, þó tíðin væri góð, því á skammri stund skipast veður í lofti, þó útmánuðir séu. Það er sagt, að ferðum hafi fækkað um Kjöl, eftir að Reynistaðarbræður urðu úti, og svo var líka óttinn við útilegumenn til staðar fram eftir 19. öldinni. Það er ekki ólíklegt, að þetta allt saman hafi rifjazt upp, þegar bein Reynistaðarbræðra fundust á Kili árið 1846, tíu árum áður en Norðlend- ingar sóttu hundana suður yfir fjöllin. Kjalvegur er talinn 6 þingmannaleiðir. I þætti Grafar-Jóns og Staðar- manna er sagt frá því, er Grafar-Jón var sendur suður Kjöl á jólaföstu 1780 með unglinginn Björn Illugason til fylgdar, 18 eða 19 ára gamlan. Jón vildi fara Kjal- veg, og þótti það „afar-fáheyrt um hávetur“. Þeir Jón höfðu tvo hesta hvor til reiðar og báru hey á þeim fimmta. Veður var stillt og hjarnað. Þeir voru átta dægur á leiðinni suður, en norður riðu þeir aftur í fyrstu viku þorra og voru þá tvo sólarhringa, en sofn- uðu ekki á leiðinni. Sagt var, að Jón Bjarnason væri kominn á áttræðisaldur, þegar þetta var, og marga Ár- nesinga furðaði þrek hans og vogun, en Skagfirðingum, sem þekktu Grafar-Jón, kom það ekki á óvart, þó hann kæmist leiðar sinnar slysalaust, því hann vissi lengra en nef hans náði og beitti dulfræðinni, þegar honum lá á. Ekki mun Jóhann Pétur hafa verið dulfróðari en almennt gerist, en hann hafði annað, sem ekki kom síður að haldi. Hann trúði á handleiðslu æðri máttar- valda. Á gamals aldri sagði hann stundum þessa setn- ingu: „Mín gæfa er byggð á Guðs náð.“ Jóhann var fæddur að Geirmundarstöðum í Sæmund- arhlíð 11. okt. 1833. Foreldrar hans voru: Pétur bóndi þar, Arngrímsson bónda á Gili, Einarssonar bónda á Sauðá, og kona hans, Björg Árnadóttir bónda á Dúki. Móðir Bjargar var Guðrún dóttir Jóns á Skeggsstöð- um, sem Skeggsstaðaætt er kennd við. Hann var hjá foreldrum sínum fyrstu árin, eða til 5 ára aldurs. Þá missti hann foreldra sína báða. Þau önduðust seint á árinu 1 833. í Óðni 1908 er sagt, að foreldrar Jóhanns hafi búið góðu búi, og hann hafi verið yngstur 12 barná, sem úr æsku komust. Þar segir einnig, að Jóhanni hafi verið fengið fóstur og fjárhlutur hans lagður með honurn. Vorið 1839 mun hann hafa flutzt að Reykjum á Reykjaströnd til Guðrúnar systur sinnar, er þá var gift Pétri Bjarnasyni, en þau hófu búskap á Reykjum það ár. Pétur Bjarnason var bróðir Jóns Bjarnasonar bónda í Eyhildarholti, er síðar var bóndi í Ólafsdal og þingmaður Dalamanna. Jóhann ólst síðan upp hjá systur sinni og mági á Reykjum. Fáar sagnir munu nú vera til af honurn frá þeim tíma. Þó vil ég segja hér eina sögu, er sagt hefur Pétur Jónasson frá Syðri-Brekkum, en hann hafði eftir Markúsi Arasyni bónda á Ríp. Markús var fæddur 1836, og eftir fermingu réðst hann til Péturs Bjarna- sonar og var hjá honum í þrjú ár. Fyrir utan Reyki, norðast í Tindastól, heita Löngu- skorur eða Reykjaskorur uppi í fjallinu. Þar eru gras- geirar nokkrir, en ófært er þangað á vetrum, þegar frosið er og svellað. Það var eitt haust um eða laust fyrir 1850, að 12 ær vantaði frá Reykjum. Þegar kom fram á vetur, sáust þær í Lönguskorum. Þær höfðu runnið þangað án þess vitað væri og því ekki hægt að sækja þær, meðan fært var. Þær urðu því að vera þarna og gengu af, því vetur var góður. Á sumardag- inn fyrsta var farið að sækja ærnar, en þá voru þær allar bornar. Svo stóð á því, að í nóvember um vetur- inn höfðu tapazt tveir hrútar út úr húsi í Hvammi á Laxárdal og komizt til ánna. Jóhann fór að sækja ærnar, og með honum Þorkell Þorsteinsson frá Spáná, síðar bóndi á Barkarstöðum í Svartárdal. Þeir ráku ærnar úr Skorunum, og runnu þær suður í Illagil, þar skammt sunnar. Þeir ætluðu að reka þær upp gilið, en þær kærðu sig ekki um það og runnu á skeið, sem liggur suður í svonefnda Stuttuskoruhausa. Þessi skeið er tæp, og fara kindur sjaldan á hana. Klettanef skagar fram yfir skeiðina, og er hún þar hættulegust. Jóhann fór skeiðina á eftir kindunum, en Þorkell sneri frá, fór upp gilið og aðra leið heim. Þessu var á lofti haldið og þótti dirfskuför, því fáir menn hafa gengið þessa skeið, svo vitað sé.. Árið 1851 fluttist Jóhann að Reykjum í Tungusveit..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.