Heima er bezt - 01.11.1956, Page 39

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 39
Nr. 11-12 Heima 379 -----------------------------------------er bezt -------------------------------------- fé nú, en á það skal bent, að um síðustu aldamót svar- aði það til að vera 80 ærverð. En Jóhann lét ekki þar við sitja. Árið 1915 gaf hann Lýtingsstaðahreppi 10 þúsund krónur, og var það mikið fé á þeim tíma. Þessi gjöf heitir Framfarasjóður. Skipulagsskrá hans er langt mál, og þar eru margir fyrirvarar um stjórn og vörzlu og hvernig fénu skuli varið. Sjóðurinn átti að ávaxtast í 85 ár, án þess af honum væri tekið, en að þeim tíma liðnum skyldi heimilt að taka úr honum, sem svaraði noldtrum hluta vaxtanna og alla vextina nerna 100 kr., þegar hann væri orðinn milljón. Ákveðinn hluti vaxt- anna skyldi renna í sveitarsjóð til þess að létta útgjalda- byrðina, en hitt til alls konar framfara, svo sem jarð- ræktar, bygginga, síma, vega, brúa og járnbrautar. Fyrir utanað komandi áhrif féllst Jóhann á að stytta útborgunarfrestinn ofan í 10 ár, en var óánægður með það. Þess skal getið, að Elín Guðmundsdóttir undir- skrifaði þessar gjafir með manni sínum, en auk þess gaf hún ein Lýtingsstaðahreppi 4 þús. krónur, og heitir það Elínarsjóður. Vöxtum hans er varið til að greiða sjúkrahúsvist fátækra barna í hreppnum. Á síð- ustu áratugum hefur verðbólguvofan lagt sína eyð- andi hönd á sjóði þeirra Brúnastaðahjóna og alla aðra sjóði, en það breytir engu um stórhug þeirra og ræktar- semi við þá sveit, þar sem þau gerðu garðinn frægan meira en hálfa öld. Jóhann á Brúnastöðum var ekki aðeins höfðingi í sínu ríki, Lýtingsstaðahreppi, heldur kom hann við sögu ýmissa héraðsmála. Hann var til dæmis einn af 16 stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks árið 1886. Árið áður var hann erindreki Skagfirðinga við kaup á Drang- ey. Þegar Jóhann var orðinn gamall og var spurður um ferðina, þegar hann sótti hundana suður, fannst hon- um ekkert til um það. Tíðin hafði verið góð, og þetta gekk alt vel, en hann var dálítið hreykinn af ferð, sem hann gerði til Akureyrar til þess að kaupa Drangey. Um það segir svo í bréfi frá Jóni alþingismanni á Revnistað: „Varðandi kaupin á Drangey, þá var Jóhanni á Brúna- stöðum falið að kaupa eyjuna, líklega á sýslufundi, því ég hef heyrt, að kvis hafi komist hingað vestur, um að eigandi eyjarinnar, Jakob V. Havsteen, vísi- konsúll á Oddeyri, væri til með að selja og að útlend- ingar legðu fölur á hana. Brá Jóhann við og kevpti eyjuna. Kaupbréfið er dagsett 24. júní 1885, og er það beint tekið fram, að Jóhann sé erindreki Skagafjarðar- sýslu og kaupi Drangey fyrir sýsluna. Kaupverðið var 1800 kr. Þótti Skagfirðingum ferð hans góð og að Jóhann hefði rekið erindið með hyggindum og skör- ungsskap.“ Eg man nokkuð vel eftir Jóhanni á Brúnastöðum á síðustu árunt hans. Mér þótti hann sérkennilegur og um margt öðruvísi en annað fólk. Hann var að sjálf- sögðu merki síns tírna, og þessi kjarnakvistur nítjándu aldarinnar var orðinn einn eftir af samtímamönnum sínum, þeim er ég 'átti kost á að sjá. Málfar hans var þróttmikið, og hann sagði oft setningar, sem voru í minnum hafðar. Eftir að Sigurður Sigurðsson var orðinn skólastjóri á Hólum, gerðu bændur úr Lýtingsstaðahreppi hópferð þangað. Jóhann hreppsstjóri var sjálfkjörinn foringi þeirra, og kornu þeir heim á staðinn í miklu blíðskapar- veðri. Sigurður skólastjóri heilsaði Jóhanni og sagði við hann um leið: „Ég held, að þú hljótir að vera göldr- óttur, hreppstjóri, að koma með þetta góða veður.“ Þá svaraði Jóhann: „Nei, ekki er það, en það er nú svo með þá Lýtingsstaðahreppsmenn, að það gefur hverjum, sem hann er góður til.“ Enn er þess ógetið, að Jóhann á Brúnastöðum var sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar árið 1899 og síðar riddarakro.'i hinnar íslenzku Fálkaorðu. Svo kveðjum við þessi garpmenni fyrri tíma, stígum á klæðið græna og hverfum í skyndi til líðandi stundar. Auk þeirra heimilda, sem getið er um í þessum þætti, eru þessar helztar: Prestsþjónustubækur Mælifells, Bændatal Skagafjarð- arsýslu, Ættir Skagfirðinga, Búnaðarfélög Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa. Hátíðir Framhald af hls. 343. ■ ■ - — ■ yfirleitt að njóta mikils í lífinu, heldur en fyrri tíða menn. Aldrei hefur gæfan boðið upp á svo margt og mikið sem nú. Fortíðarmaðurinn varð að láta sér nægja að yrkjct það, sem nútíðarmaðurinn lifir. Fortíðarmaðurinn orti, að Hrafnistumenn hefðu byr í segl á fleyi sínu í hvaða átt, sem þeir kusu að sigla. Vélin knýr gnoð nútíðarmannsins hvert sem hann vill. Fortíðarmaðurinn komst ekki lengra en að búa til sögnina um Heimdall, er sat að Himinbjörgum og „sá jafnt nótt sem dag hundrað rasta frá sér“ og heyrði. Nútíðarmaðurinn nýtur útvarps, sjónvarps og fjar- sjár. Hann hefur öðlazt hina mikilsverðu aðstöðu Heim- dallar til að heyra og sjá. Fyrir hundruðum ára varð til þjóðsagan um kerlingu, sem galdraði hey í hlöðu með því að reka hrífuskaftið sitt undir sáturnar á túninu. Nú má segja, að margur bóndinn geri hið sama og kerlingin álíka auðveldlega með heyhirðingarvélum sínum. Fortíðarmaðurinn bjó til frásagnarævintýri um fólk, er steypti yfir sig fuglshömum og flaug landa milli. Á okkar dögum eru flugvélarnar slíkir hamir. íslendingar hugsuðu sér fyrrum, að álfar og dvergar ættu sér stórar hallir í klettum og hömrurn og héldu.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.