Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 44
Nr. 11-12 ínni í jökulkróknum, skammt þar frá, er Skeiðará kemur undan skriðjöklinum, er einn fegursti skógur íslands, Bæjarstaðaskógur. Þarna eru beinvaxin og fögur birkitré, 6—8 metra há. — Fyrir tveimur áratugum leit svo út, sem upp- blástur myndi granda þessu fagra skóglendi, en þá hófst Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri ríkisins, handa og tókst með fjárframlögum einstaklinga og stuðningi ríkisins að bjarga skóginum. — Er skógurinn nú girtur vandaðri girðingu og uppblástur heftur með sand- græðslu. Rétt hjá skóginum í heiðarbrekku er heit laug. — Við þann jarðhita mætti byggja sumar-gistiskála og sund- laug, og gæti þá orðið þarna yndislegur dvalarstaður fyrir sumargesti. Syðst á Skeiðarársandi, fram undan Fagurhólsmýri í Öræfum, er Ingólfshöfði, þar sem Ingólfur Arnarson lenti skipi sínu. — Engin skipaleið er nú inn að höfð- anum, en vafalaust hefur fjörður eða lón verið þarna á landnámsöld, en framburður úr Skeiðará hefur fyllt það upp, og eru nú vaðlar og fjörusandar frá landi út að höfðanum. Ef segja ætti rækilega frá þessari afskekktu, fögru byggð, þyrfti að rita heila bók, en ég ætla að bæta hér við einni, sannri hetjusögu, sem gerðist í þessari sveit fyrir nær því tveimur áratugum. Þrúður Aradóttir, húsfreyja á Kvískerjum, sagði mér söguna, er ég var þar á ferð fyrir 12 árum, og segi ég söguna hér, eftir minni mínu. En Þrúður er móðir piltsins, sem sagan er af. Breiðamerkursandur er, eins og fyrr segir, geysilang- ur með sjó fram, en fremur stutt sums staðar milli fjalls og fjöru. — Þar sem Jökulsá fellur undan jökl- inum til sjávar, er stytzt milli fjalls og fjöru. Jökulsá á Breiðamerkursandi er venjulega vatnsmikil. Hún renn- ur í tveimur kvíslum, þar sem farið er yfir hana, og er hún yfirleitt farin á ferju. Áður fyrr var hún farin á hestum, en þótti ætíð erfitt vatnsfall. — Ég hef einu sinni farið yfir austari kvíslina á hesti. — Vatnið lá þá miklu rneira í vestur-kvíslinni. — Jökulsá er straum- þung og stórgrýtt, möl og hnullungsgrjót í botni. — Þegar ég fór yfir austur-kvíslina, var hún tæplega á miðjar síður, en lá þó þungt á hestinum. Ég var á sex vetra hryssu, sem var viljug, en fremur grannvaxin. Þegar kom í miðja kvíslina, hraut hryssan á bæði hné, og jökulvatnið fossaði yfir hausinn á henni. Ég náði góðu taki í faxið og sat sem fastast. — Fylgdar- maðurinn, Þorsteinn bóndi á Reynivöllum, sneri sín- um hesti strax við og ætlaði að koma mér til hjálpar, en þá reis litla Jörp upp og fetaði sig öruggt yfir straumvatnið. Að ofan: Séð úr Bcejarstaðaskóg inn Morsárdal. Að neðan: Oddur í Skaftafelli og gildasta björkin i Bœjar- staðaskógi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.