Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 45
Nr. 11-12
Jökulsá lig'gur á sveita-mörkum milli Öræfa og Suð-
ursveitar, og eru 15 km. frá ánni til næstu bæja að
austan og vestan, en það eru bæirnir Kvísker í Öræf-
um og Reynivellir í Suðursveit.
Þegar ég var síðast á ferð í Öræfum, hafði aldrei
sézt þar mús. — Er talið, að þessi sveit hafi ætíð verið
músalaus. En fyrir um það bil 20 árum sást þó músa-
slóð í nýföllnum snjó á Breiðamerkursandi, vestan Jök-
ulsár, og þóttu undur mikil, en litlu síðar fannst dauð
hagamús á sandinum. — Þegar ég kom að Kvískerjum
í fyrsta sinni, sá ég þessa litlu hagamús vel „uppstopp-
aða“ inni í baðstofu.
Á Kvískerjum hafa búið síðustu áratugina hjónin
Björn Pálsson og Þrúður Aradóttir. — Björn er nú lát-
inn, en Þrúður Aradóttir býr þar enn með börnunum
sínum.
Skriðjöklar frá Vatnajöldi teygja sig þarna víða nið-
ur á sandinn, en fjallagróður teygir sig líka eins og
fært er inn undir jökulröndina og upp í kringum
klettabríkur og smáfell, sem standa upp úr jöklinum.
Kindurnar elta háfjallagróðurinn og lenda þannig oft
inn á sjálfan jökulinn.
Það var síðla hausts 1937, að sonur hjónanna í Kví-
skerjum, Sigurður að nafni, 18 ára gamall, lagði af stað
að heiman snemma morguns, ásamt öðrum ungum
manni frá Hofi í sömu sveit. — Fóru þeir í kindaleit. —
Veður var gott, en þó svalur andvari ofan af jöklinum.
Þegar Sigurður var kominn út í túnjaðarinn, sneri
hann aftur og sagði við mömmu sína, að sér fyndist
undarlega svalt úti, og klæddi hann sig til viðbótar í
þykka ullarpeysu og fékk sér ullartrefil um hálsinn. —
Frá því segir síðar, hve mikið lán þetta var. —
Segir nú ekki af ferðum þeirra félaga, fyrr en þeir
eru komnir alllangt austur og inn með jöklinum, en
þá koma þeir auga á nokkrar kindur í fjallarana uppi
í jöklinum.
Milli þeirra og kindanna gekk skriðjökulstangi niður '
í fjalllendið. Talsverður, nýfallinn snjór var á jöklin-
um, en yfir þessa jökulbreiðu þurftu þeir að fara til
þess að komast að kindunum.
Þeir leggja nú út á jökulinn, en allþykkur snjóskafl
er ofan á honum.
Þegar þeir hafa skammt farið, springur skaflinn í
sundur skammt fyrir ofan þá, og á svipstundu er snjó-
skriðan komin á flugferð. — Piltarnir lenda báðir í snjó-
skriðunni. — Sigurður þeyttist á fleygiferð, kafinn í
snjóskriðunni, niður flugbrattan jökulinn, en félagi
hans lendir út í rönd skriðunnar og fær stöðvað sig.
Snjóskriðan eykst fljótt og verður að feikna snjó-
flóði, er fleygist fram af hamrabelti og stöðvast ekki
fyrr en niður á jafnsléttu. — Skriðan hefur með þunga
sínum rifið allt lauslegt með sér í fjallinu, og snjó-
dyngjan við rætur fjallsins er geysilega mikil og breiðir
Að ofan: Foss i Bcejargilinu.
Að neðan: Sprunga i Skeiðarárjökli.