Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 45

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 45
Nr. 11-12 Jökulsá lig'gur á sveita-mörkum milli Öræfa og Suð- ursveitar, og eru 15 km. frá ánni til næstu bæja að austan og vestan, en það eru bæirnir Kvísker í Öræf- um og Reynivellir í Suðursveit. Þegar ég var síðast á ferð í Öræfum, hafði aldrei sézt þar mús. — Er talið, að þessi sveit hafi ætíð verið músalaus. En fyrir um það bil 20 árum sást þó músa- slóð í nýföllnum snjó á Breiðamerkursandi, vestan Jök- ulsár, og þóttu undur mikil, en litlu síðar fannst dauð hagamús á sandinum. — Þegar ég kom að Kvískerjum í fyrsta sinni, sá ég þessa litlu hagamús vel „uppstopp- aða“ inni í baðstofu. Á Kvískerjum hafa búið síðustu áratugina hjónin Björn Pálsson og Þrúður Aradóttir. — Björn er nú lát- inn, en Þrúður Aradóttir býr þar enn með börnunum sínum. Skriðjöklar frá Vatnajöldi teygja sig þarna víða nið- ur á sandinn, en fjallagróður teygir sig líka eins og fært er inn undir jökulröndina og upp í kringum klettabríkur og smáfell, sem standa upp úr jöklinum. Kindurnar elta háfjallagróðurinn og lenda þannig oft inn á sjálfan jökulinn. Það var síðla hausts 1937, að sonur hjónanna í Kví- skerjum, Sigurður að nafni, 18 ára gamall, lagði af stað að heiman snemma morguns, ásamt öðrum ungum manni frá Hofi í sömu sveit. — Fóru þeir í kindaleit. — Veður var gott, en þó svalur andvari ofan af jöklinum. Þegar Sigurður var kominn út í túnjaðarinn, sneri hann aftur og sagði við mömmu sína, að sér fyndist undarlega svalt úti, og klæddi hann sig til viðbótar í þykka ullarpeysu og fékk sér ullartrefil um hálsinn. — Frá því segir síðar, hve mikið lán þetta var. — Segir nú ekki af ferðum þeirra félaga, fyrr en þeir eru komnir alllangt austur og inn með jöklinum, en þá koma þeir auga á nokkrar kindur í fjallarana uppi í jöklinum. Milli þeirra og kindanna gekk skriðjökulstangi niður ' í fjalllendið. Talsverður, nýfallinn snjór var á jöklin- um, en yfir þessa jökulbreiðu þurftu þeir að fara til þess að komast að kindunum. Þeir leggja nú út á jökulinn, en allþykkur snjóskafl er ofan á honum. Þegar þeir hafa skammt farið, springur skaflinn í sundur skammt fyrir ofan þá, og á svipstundu er snjó- skriðan komin á flugferð. — Piltarnir lenda báðir í snjó- skriðunni. — Sigurður þeyttist á fleygiferð, kafinn í snjóskriðunni, niður flugbrattan jökulinn, en félagi hans lendir út í rönd skriðunnar og fær stöðvað sig. Snjóskriðan eykst fljótt og verður að feikna snjó- flóði, er fleygist fram af hamrabelti og stöðvast ekki fyrr en niður á jafnsléttu. — Skriðan hefur með þunga sínum rifið allt lauslegt með sér í fjallinu, og snjó- dyngjan við rætur fjallsins er geysilega mikil og breiðir Að ofan: Foss i Bcejargilinu. Að neðan: Sprunga i Skeiðarárjökli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.