Heima er bezt - 01.11.1956, Page 48

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 48
388 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt --------------------------- að beita meira viljaþreki til að láta eigi svefn eða ómegin síga á sig en eftir að hann heyrði raddir félaga sinna og vissi, að björgun væri örugg. — Var nú Sigurður dúðaður fötum og ekið sem hrað- ast á skíðasleðanum hina löngu leið heim að Kvískerj- um. — Þar urðu miklir fagnaðarfundir. — Foreldrar og systkini lofuðu Guð fyrir björgun Sigurðar, sem vel má telja kraftaverk. — Mamma hans hitaði í flýti mjólk, sem Sigurður drakk nokkuð af. — Hann hátt- aði síðan og sofnaði brátt. — Eftir 10 klukkustunda svefn vaknaði hann all-hress og varð lítið eftir sig eftir þessa miklu þrekraun.---- Saga Sigurðar Björnssonar frá Kvískerjum er undra- verð og mjög merkileg. — Hann er glæsilegur fulltrúi íslenzkra æskumanna, sem sýnir þolgæði og þrek og æðrast ekki, þótt móti blási. — Þrátt fyrir óhappið — slysið — virðist hamingja og handleiðsla guðs fylgja þessum unga pilti í baráttu hans við dauðann. — Það er ungmennum hollt að heyra sannar sögur af þori og hreysti ungra manna, sem geta verið fyrirmynd hraust- um piltum, sem oft fá sig fullreynda í lífsbaráttunni. Stefán Jónsson. Heilabrot eftir Zophonias Pétursson ÞORPIÐ í Ekvator er þorp í djúpu dalverpi, en þrátt fyrir það, er sólin 6000 kílómetrum nær íbúunum á hádegi, en þegar þeir sjá hana rísa eða setjast. Hvar í landinu er þessi bær? BRIDGE í bridgeþætti þessum munu verða birt spil, sem reyna á hæfni þeirra, er við þau vilja fást. Það er því ekki urp bridgeþrautir að ræða, heldur spil, þar sem góður spilamaður fær tækifæri til að at- huga getu sína. Með því að spila rétt, fæst rétt niður- staða. Ég vildi ráðleggja þeim, sem fást við dæmin, að lcggja spilin á borð fyrir framan sig, eins og dæmið sýnir, og hvolfa síðan eftir því, sem spilað er. Spilin, sem verða afgangs, er gott að Ieggja upp til hliðar, og hvem lit fyrir sig. Með því er betra að átta sig á spil- um varnarinnar. Hér kemur þá fyrsta spilið: S. A, 2 H. D, 8, 6, 5 T. 8, 4, 3, 2 L. 4, 3, 2 S. K, D, G, 4, 3, 2 H. A, K, 9, 3 T. A L. A, D Við erum búin að segja 7 hjörtu, og eram ánægð með okkur fyrir að segja svona góða sögn. Þá spillir austur henni me því að dobla. Hvernig eigum við að spila, til að reyna að vinna sögnina? ELDSPÝTUR Eldspýtur eru góðar til að tendra eld, en það má nota þær til margs annars. Eitt sinn voru þetta dýrmætir spilapeningar í „púkki“, og þótti mikil rausn, ef hægt var að hefja spilið með einn eldstokk hver. Voru eld- spýtur mikið notaðar sem spilapeningar, og er svo tölu- vert enn, þó ekki sé eins algengt og áður fyrr, þegar varla þekktust spilapeningar og fé var mjög af skornum skammti. Það má einnig nota eldspýtur til heilabrota, og er það mjög gamalt. Man ég, að það voru fyrstu heilabrot, sem ég fékkst við í æsku. Þegar dálítil leikni er fengin í þessum heilabrotaleik, þá er hægt að búa til gátur og láta svo aðra spreyta sig á því að ráða þær. Hvernig leggjum við svo eldspýtnaþrautir? Við skulum byrja á gömlum húsgangi, sem er þó ávallt nýr. Opnaðu eldspýtnastokk og hafðu jafn margar eld- spýtur í honum og kunningjar þínir eru, er þú ætlar að láta þreyta þrautina. Við skulum segja, að þeir séu sex. Nú eiga þeir að taka eina eldspýtu hver, en þó skal að lokum vera ein spýta eftir í stokknum. Hvernig á að fara að því? Hér kemur lausnin, og notaðu nú tækifærið strax, áður en hún berst út. Fyrst taka fimm sína spýtuna hver, en sá sjötti tekur eldspýtnastokkinn og eldspýt- una með. Þetta er þó ekki hin sígilda eldspýtnaþraut. Hún er byggð á því, að búa til alls konar myndir eða tákn úr eldspýtum og taka síðan spýtu eða spýtur úr eða bæta við og stundum aðeins flytja til, eins og í þrautinni síðast, en þá skal koma í ljós ný, fyrirfram ákveðin mynd eða tákn. Hér kemur dæmi:

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.