Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 51

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 51
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri s/\i\jy SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI ANNAR HLUTI OG VIN STÚLKUR HENNAR Þegar stúlkumar voru að fara í kápurnar, tók Jenný eftir því, að Andrés var í dökkgrænum frakka. Hún gekk í kringum hann og skoðaði hann eins og furðu- verk, frá öllum hliðum. „En hvað þú ert yndislegur. I dökkgrænum frakka. Þetta er víst nýjasta tízka. En segðu mér eitt: Hvenær ætlarðu að fara að greiða þér öðravísi? Við ræddum einmitt um það, er við sáumst síðast.“ Andrés tautaði eitthvað um „kjaftæði“, en Jenný stakk upp í hann með því að fleygja kápunni sinni framan í hann, um leið og hún sagði í skipandi rómi: „Færðu mig í kápuna! — Já, þakka þér fyrir.“ „Góða nótt, Jóhanna. — Við sjáumst aftur á morg- un.“ Nanna og Lilja kvöddu báðar Jóhönnu með inni- legu handabandi. „Ég vona, að þig dreymi ekki um dæmið,“ sagði Nanna glaðlega,- þegar hún var komin fram á ganginn, en Jóhönnu fannst sem kalt vatn rynni niður bakið á sér. „Vertu sæl, elsku góða Kredit. Þú ert hreinn eng- ill,“ sagði Jenný og faðmaði Jóhönnu svo fast að sér,. að hún gat varla náð andanum. „Ungi vinur! Viltu leiða mig?“ sagði Jenný hátíð- lega og tók hendinni undir handlegginn á Andrési, sem stokkroðnaði, en þorði þó ekki annað en hlýða. Þau stikuðu síðan á undan og leiddust eins og nývígð hjón, — Jenný með kápuna flakandi frá sér og hattinn lafandi í öðrum vanganum, og Andrés blóðfeiminn og hátíðlegur. Jenný masaði án afláts um nýju stúlkuna, sem kæmi í skólann á morgun. Nanna og Lilja gengu rétt á eftir, Nanna skellihlæj- andi að tilburðunum í Jennýju og Andrési, en Lilja hálf reið, því að hún tók alltaf upp hanzkann fyrir bróður sinn, þegar Jenný dró dár að honum. Síðust gekk vinnukonan, sem komið hafði að sækja Jennýju. Hún var í versta skapi út af biðinni. — Göturnar voru nærri mannlausar og tunglið fullt. Jenný Ieit hlæjandi aftur og kallaði til hinna: „Hvern- ig finnst ykkur útsýnið? — Fagurgrænn frakkinn, — flaskandi kápan og glampandi tunglsskinið.... “ Nanna fnæsti. — „Gættu að þér, vinnukonan er þarna,“ áminnti Lilja. Jenný sneri sér að vinnukonunni. „Verst, að þú skyldir þurfa að bíða,“ sagði hún hlýlega. „En eftir sólarlag kemur hin svartasta nótt, strax og við kom- um heim,“ bætti hún við angurvær. „Því býst ég við,“ tautaði vinnukonan. Hún vissi vel, hvaða kröfu frænka og frændi — einkum frændi — gerðu um hlýðnina. í þessu missti Jenný rósrauða handavinnupokann sinn á götuna. Pokinn opnaðist og alls konar dót dreifðist í allar áttir. — Andrés, Nanna og vinnukonan tíndu dótið upp í pokann aftur, en Lilja andvarpaði mæðulega: „Alltaf þarf eitthvað nýtt að koma fyrir.“ En Jenný, eigandi rósrauða pokans, hló léttum hlátri og sagði: „Heyrðu þarna, fagurgrænn! Berðu pokann minn, annars missi ég hann aftur í götuna.“ Aumingja Andrés þorði ekki að neita, og því var það, að virðulegur nemandi úr 5. bekk menntaskól- ans skálmaði um götur borgarinnar með rósrauðan handavinnupoka í hendinni. Á meðan vinnukonan leitaði að forstofu-Iyklinum, héldu stúlkurnar áfram að masa saman. „Jenný! Er ekki landafræðin létt undir morgun- daginn?“ spurði Nanna. „Landafræði,“ hváði Jenný og leit upp í himininn. „Eigum við að hafa landafræði á morgun? Það vissi ég ekki. Ég veit heldur ekki, hvar bókin mín er.“ Nanna, sem alltaf var svo ráðagóð, stakk nú upp á því, að Andrés hlypi eftir sinni landafræði, svo að Jenný gæti lesið undir morgundaginn, en Jennýju fannst það óþarfi. „Heyrið þið, krakkar,“ sagði Jenný. „Á nú Andrés að hlaupa tvisvar Ianga leið eftir einni vesalli landa- fræði, og svo ætti ég að fara á fætur löngu fyrir dag, eins og þetta væri eitthvert sáluhjálparatriði fyrir mig. Nei, vertu sæl, Lilja, og vertu sæl Nanna, og sofið þið nú vel. Góða nótt, vinur minn! Og heyrðu, græningi! Þakka þér fyrir í kvöld.“ Og Jenný veifaði með hægri hendi, um leið og hún hvarf inn um forstofudyrnar raulandi dægurlög. Vinnukonan gekk inn í eldhúsið, en Jenný hengdi kápu og hatt upp á snaga í forstof- unni. Hún blístraði inn ganginn, en þó var eins og Heima er bezt 391
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.