Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 56

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 56
396 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt---------------------------- „Ég vil ekki, að farið sé þangað í njósnaleiðangur á bílum, Tom. Heyrir þú það?“ Hann sneri kortinu við. „Ég segi ekki, að þeir séu innan þessa hrings. Eg geri því ekki einu sinni skóna, að hyggilegt sé að búast við, að þeir séu það. Þetta er mjög svo þokkalegt hverfi og íbúarnir sómafólk. Og ef þessir náungar hafa drepið Patterson, væri ekkert heimskulegra fyrir þá en að bíða. Griffin er enginn skynskiptingur. Én þrjár mann- verur geta ekki horfið án þess að láta einhver merki eftir sig. Slíkt brýtur í bága við heilbrigða skynsemi.“ „Hvernig er það með bankamálið þarna í grennd við Perú?“ spurði Tom vingjarnlega. „Það er að skýrast. Ég hef einmitt nýlega fengið fregnir. Tveir náungar ræna banka í smábæ, Denver: Tvær manneskjur, annar gjaldkerinn, býðst að sverja, að hér hefðu þeir Griffinbræður verið að verki. Þeir voru reiðubúnir að sverja, að þeir hefðu þekkt þá báða. En áður en af svardaga verður, kemur ungur piltur frá bóndabæ einum inn í lögreglustöðina í Perú og játar ránið. Hann hafði slærria samvizku. En áður en lausnin kom, hafði öll þjóðin varpað öndinni léttar í þeirri góðu trú, að nú væri Griffinmálið að leysast.“ „Vertu þolinmóður, Jessi,“ sagði Tom Winston og athugaði kortið. „Já, ég reyni það, en vertu ekki að segja það.“ „Jæja, þá skal ég segja þér dálítið,“ sagði Tom Win- ston, „við skulum bregða okkur hérna út fyrir og slást. Að vísu hjálpar það okkur ekki til að staðsetja Glenn Griffin, en okkur liði ef til vill skár á eftir.“ Þá hló Jessi. Honum geðjaðist að, hvernig þetta vár sagt. Það var eitthvað svo hressandi við þetta. Hann tók aftur að rýna á kortið. „Við höfum fjóra bíla þarna efra, er það ekki? Segðu þeim að vera kýrrum. Láttu einn vera hérna, annan á þessum stað, þann þriðja þarna og þann fjórða hér. Þá eru aðalleiðir lokaðar. Mér finnst einhvern veginn, að þeir muni ekki hafa löngun til að aka gegnum bæinn til að komast undan.“ Hann rétti úr sér og dró djúpt andann. „Hvar er Katrín?“ „Hún fór í kvikmyndahús. Hún sagði, að það væri of heitt í skrifstofum okkar á daginn, en of kalt um nætur.“ Jessi hló. „Afsakið, ég trufla," var sagt við dyrnar, og Carson gekk inn. „Almenna lögreglan hefur af einhverjum lítt skiljanlegum ástæðum, nema ef það væri af andúð gegn yður, lumað á þessu síðan klukkan tólf í dag,“ sagði hann. Hann rétti Jessa pappírsblað, sem nokkur orð voru rituð á með bleki. Carson tók af sér gleraug- un og strauk móðuna af þeim. „Það var komið með þetta á stöðina um tólfleytið. Sendill frá einu gisti- húsinu kom með það, og hann gaf fjórar mismunandi lýsingar á manni þeim, er hafði greitt honum fimm dali fyrir að koma þessu. Og ég hafði ánægju af að fá fimmtu og sjöttu lýsinguna fyrir andartaki síðan.“ Meðan Jessi las, hljóðnaði hláturinn. Svo rétti hann Tom Winston blaðið. Um leið og Winston leit yfir það, blístraði hann lágt. Því næst störðu mennirnir þrír hver á annan þegj- andi. „Jæja, þá vitum við það,“ sagði Tom Winston loks- ins. „Asninn,“ tautaði Jessi Webb. „Hann á enga leið framundan, góðu vinir,“ sagði Carson. „Já, en hann ætti þá að gera sér það ljóst! Herra minn trúr, veit hann það kannski ekki?“ spurði Jessi án þess þó að beina spurningunni að þeim. „Og getur hann ekki séð í hendi sér, að það er ekki hægt að koma heiðarlega fram við þessi villidýr? “ „Vertu nú þolinmóður,“ sagði Tom Winston. „Hættu nú þessu, Winston! Ég er þolinmóður! Hugs- aðu um þcnnan aumingja mann, sem er fangi í eigin húsi og sennilega ásamt þessum------“ „Við skulum reyna að komast fyrir, hvar hann er, Jessi. Það er miklum mun mikilvægara en-------“ „Þegið þið! Ég ætla að gera það á minn hátt. Lög- reglan þæfir aðeins málið fyrir mér og liggur á sönn- unum eins og ormur á gulli-------“ Hann þagnaði, er hann sá, hve hissa Winston varð. Svo bætti hann við í flýti: „Ef þú minnir mig einu sinni enn á þolinmæði, Tom, þá er bezt, að við förum hérna út fyrir!“ „En hvað varðar sönnun,“ sagði Carson, „er hér um eitthvað slíkt ræða?“ Hann tók kortið. „Nei, hér er ekki um neitt sönnunargagn að ræða,“ sagði Webb og lét sig falla niður í stól sinn. „Þetta er eins konar krossgáta. Krossgáta, sem settur lögreglu- stjóri, Jessi Webb, hefur verið að dútla við. Heyrið þér, Carson, getum við ekki á einn eða annan hátt komið þeim fregnum til þessa manns, að ekki sé hægt að hlífast við, er Glenn Griffin á í hlut, og það sé ekki til nokkurs hlutar?“ „Hvernig ættum við að gera það?“ „Já, þér eigið að fræða mig á því,“ sagði Jessi skip- andi. „Það eruð þér, sem eigið að gera árás í myrkri, minn góði sambandslögreglumaður. Þeir tæta þennan mannaumingja sundur, áður en þeir halda af stað. Það er ekki hægt að semja við slíka þorpara." „Ekki?“ sagði Carson og kveikti sér í vindlingi. „Hvað munduð þér þá hafa gert, Webb? Setjið yður í spor hans. Mér sýnist vel til fallið, að hann skyldi skrifa á þennan hátt. Slíkt getur hindrað ungan lög- reglumann, sem ákafur er í leitinni, að skjóta barn eða konu.“ Dan Hilliard hafði kastað teningnum. Orvæntingin og úrræðaleysið hafði nú leitt hann svo langt, að venju- legar hugsanir, já, jafnvel sjálfur óttinn, sem einu sinni hafði heltekið hann, var eins og fjarlægur draumur. Líðandi stund og svo næstu klukkustundirnar skiptu meginmáli. Hann gerði sér fullljóst, að hann væri að aka bifreið, sem lögreglan væri á hnotskóg eftir. Nú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.