Heima er bezt - 01.11.1956, Page 59

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 59
Nr. n-12 Hehna 399 --------------------------------er bezt----------------------------- þrýsti bensíngjafanum í botn, fór með fótinn af heml- inum, sá tóminu bregða fyrir og andlit Elenóru í því. Eyru hans fylltust af háværu braki brotnandi greina, vélardyn og þyti hjólanna, er þau skárust niður í blaut- an jarðveginn. Svo neytti hann allrar orku og varpaði sér til hliðar í þann mund, sem tómið var að gleypa hann, og fann stingandi sársauka í andlitinu og högg frá harðri jörð- inni á líkama sínum. Svo fylltist loftið æðislegum gný. Dan lá í hnipri úti í kjarrinu, er þetta háreysti endur- ómaði á hrollvekjandi hátt. Hann vissi, að bíllinn hafði oltið niður, en nú var eins og hann ætlaði aldrei að nema staðar. En svo heyrðist skvamp — fyrst mikill skellur og síðan sagandi og fyssandi vatnshljóð. Það var eins og einhver lifandi óskapnaður væri að berjast við dauðann undir vatnsskorpunni. Að lokum hljóðn- aði þetta slokhljóð alveg, svo að aftur ríkti grafar- kyrrð. Dan velti sér á bakið og varp öndinni. Var hann horfinn? Hann skreið fram á' brúnina. Tréð nötraði. Neðar var ekkert að sjá. Aðeins myrkur. Dan stóð upp og var reikull á fótum. Hann gat ekki vitað, hvort bíllinn væri sokkinn. Hann gat ekkert sagt um, hvað dagsljósið og athugull veiðimaður kynnu að leiða í ljós. Nú átti hann fyrir höndum margra klukkustunda gang heim til sín. Hann fann nú, að ekkert var honum nauðsynlegra en að forðast að hugsa. Honum reið lífið á að kómast sem fyrst á brott frá þessum stað, láta blýþunga fæturna bera sig þessa kílómetra. Og er hann lagði af stað, sóttu hugsanirnar að honum. Hvað átti hann að gera? Hvernig átti hann að hindra þá í að taka eitthvert þeirra með í bílinn? Hann mundi ef til vill fá svar við þessari spurningu, er heim kæmi. „Já, gerum ráð fyrir því, að þér hafið rétt fyrir yður,“ sagði Fredericks lögreglufulltrúi frá ríkislög- reglunni við Jessa Webb. „Gerum ráð fyrir, að þessi náungi sé í þeirri klípu, sem þér haldið, að hann sé L Ég get fallizt á það. En hvers vegna hanga þessir ná- ungar þarna? Og bætist nokkuð úr, þótt þeir séu al- búnir að fara á brott? Hann virðist einmitt játa það í bréfi sínu. Ef þessar skepnur taka konu hans til dæmis með sér, er þá betra, að við reynum að rannsaka öll þessi hús? Og í hamingjunnar bænum hættið þér að hrista höfuðið svona. Ég verð örvinglaður á að horfa á þetta.“ Jessi hafði ekki hugmynd um, að hann hristi höfuðið, en nú reyndi hann að hætta því. Þessi fulltrúi hafði þegar gert hann alveg ringlaðan. í fyrsta lagi, þá gat hann varla þolað að láta kalla sig til skrifstofu annars manns. Fredericks hafði ekkert yfir honum að segja, og þó leyfði hann sér að spyrja hann spjörunum úr, hvernig hann hefði hagað rannsókninni. Samvinna var sjálfsögð, en þetta mikillæti og þessir yfirvaldstilburðir áttu ekki upp á pallborðið hjá Jessa. Hann varð að játa, að á yfirborðinu leit svo út, sem hann hefði ekk- ert í þessu máli gert. Hann hafði svarað nokkrum spurningum kurteislega, meðan hann sat inni í skrif- stofu ríkislögreglunnar og reyndi hvað eftir annað að útskýra það fyrir hinum hressilega, gamla einkennis- búna manni, að hann hefði ekki gert tilraun til að um- kringja þá félaga, þar eð hann hafði ekki til þessa getað fundið húsið, sem umkringja skyldi. „Já, ef til vill er hann ekki öfundsverður,“ sagði Jessi dræmt. „En mér finnst, að maðurinn verði sjálfur að láta til skarar skríða.“ „Nei, auðvitað er hann ekki öfundsverður, en það er hlutverk lögreglunnar, sonur sæll, að láta til skarar skríða. Enginn hefur löngun til að láta saklausa líða fyrir hina seku, en við getum ekki til lengdar setið hér auðum höndum og beðið þess, að þeim þóknist að fara. Og þér hafið allténd listann yfir viðskiptavini þessa bílstjóra....“ „Herra Pattersons,“ skaut Jessi inn í. „Já, þessa skarnhreinsara. Það var líka yðar hug- mynd, að hann hefði séð bílinn, en ekki mín. En þér verðið að tengja atburðina saman. Dauði þessa skarn- hreinsara-------“ „Dauði herra Pattersons,“ skaut Jessi enn inn í. „Hvers vegna eruð þér alltaf að leiðrétta mig, Webb? Það er miður kurteislegt, sonur sæll! Við verðum að vinna saman í þessu máli. Gerið þér yður kannski ekki ljóst, hve auðvelt það er að aka grárri fólksbifreið á brottu héðan? Ef svo er, þá skal ég skýra málið. Sér- hver meðalgreindur náungi getur innt það verk af höndum, enda þótt hann skorti alla reynslu. Og nú er líka svo komið, eftir því sem við bezt vitum. Þessi símahugmynd yðar var einskisverð. Segi ég ekki satt? Og hin hugmyndin kann líka að reynast eins. En við fáum aldrei að vita neitt um það, nema við gerum eitthvað. Látum nokkra menn fara á stúfana. Látum þá kveðja dyra á nokkrum stöðum, hringja, spyrja eftir bifreið, — spyrja um þenna Patterson. Saldausar spurningar. Hvaða hættu má slíkt svo sem hafa í för með sér?“ „Þá, að við knýjum þá til að hafast eitthvað að,“ sagði Jessi, sem var nú alveg að missa þolinmæðina. „Bull og vitleysa!“ „Og þeim getur hvarflað í hug, að sá, sem skrifaði, hafi gefið okkur bendingu. Þeir myndu ef til vill skjóta hann, konu hans og barn eða böm.“ „Þér getið ekki látið tækifærið ganga yður úr greip- um.“ Jessi spratt á fætur. „Heyrið þér nú. Enginn bíður tækifærisins með meiri eftirvæntingu en ég. Hvorki þér né aðrir lögreglumenn í Indiana geta sagt það sama. En þar eð yfirmaður minn er ekki í borginni, tel ég, að ég eigi að sjá um þetta mál, — ef sambandslögreglan fellst á mína skoðun. En Carson er sama sinnis og ég, — við höfum rætt málið. Við myndum verða alla nótt-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.