Heima er bezt - 01.11.1956, Page 60

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 60
400 Heima Nr. 11—12 ----------------------------er bezt----------------------------- ina og frameftir morgundeginum að rannsaka allt hverfið og hringja fólk app. Nei, þökk. Ég vil gjarna, að þeir verði fundnir, en ef Jíkur eru til, að þeir skjóti saklaust fólk, ef mig brestur þolinmæði, þá kýs ég heldur að bíða átekta.“ „Meðan þér bíðið,“ sagði Fredericks, „senda þeir gömlum manni þrjár kúlur í bakið. Ekkert getur komið í veg fyrir, að sú saga endurtaki sig, að því er ég hygg.“ Jessi nam staðar í dyrum skrifstofunnar. Hann hristi aftur höfuðið. „Við biðum ekki, þegar svo fór, herra iögreglufulltrúi. Þér hljótið að muna, að við vissum ekkert þá.“ „Webb, má ég segja yður dálítið. Lofið mér að gefa yður gott ráð. Hve langt er síðan þér hafið fest blund?“ Þegar Jessi bandaði frá sér með hendinni, kinkaði hann kolli. „Gott. Vera má, að þetta sé til einskis, en eitt- hvað kann málið að skýrast. Ég skal lána yður eins marga menn og þér teljið yður þurfa, Webb. Látið þá fara í göturnar í smáhópum. En það læt ég yður vita, Webb, að þessi náungi, sem skrifaði bréfið, hefur ekki meiri möguleika til að komast óskaddaður út úr þessu, en snjókúla úr helvíti. Og ég tel líka, að hann þarfnist hjálpar, mikillar og brýnnar hjálpar. Þér megið ekki taka þessi orð mín sem persónulega árás á yður, Webb. Ég er aldinn að árum og margreyndur, og ég get ekki horft upp á það, að þið unglingarnir verðið til athlægis. Ef þessir náungar sleppa, verðið þér atvinnulaus, sonur sæll.“ „Ég tek áhættuna,“ sagði Jessi, sárreiður og móðg- aður. „En ég kann að þurfa á nokkrum mönnum að halda. Þakka yður fyrir.“ Fredericks stóð kyrr og starði á eftir þessum unga, grannvaxna lögregluforingja. Hann spýtti í bakkann við skrifborðið. — Allan daginn hafði hann iðað í skinninu eftir að hefjast handa, hugsaði hann, en nú voru allar leiðir lokaðar. Hann hafði sjálfur verið að berja á lokaðar dyr allan morguninn. Jessi nam staðar á þrepunum. Það var dimmt þetta kvöld, himininn þungskýjaður og ömurlegt um að lit- ast. Hann var miður sín. Of lítill matur, of miklar kaffi- drykkjur og of mörg blindstræti, hugsaði hann. Og svo varð honum hugsað til Katrínar. Enn var hún í kvikmyndahúsi. í þriðja skiptið í dag. Svo átti einn lögreglumaðurinn að fylgja henni heim til móður henn- ar, sem bjó í suðurhluta bæjarins, en þar átti hún að sofa um nóttina. Er ótti hans um Katrínu gerði vart við sig, var honum enn á ný hugsað um bréfmiðann frá manninum óþekkta. Er hann nam aftur staðar andar- tak og horfði á fólkið á götunni, sem gekk þarna um áhyggju- og óttalaust, án þess að minnast þeirra Griff- insbræðra og Robish, lá við sjálft, að hann öfundaði það, og honum hvarflaði í hug, að ef til vill væri nokkurt vit í því að leita sér annarrar stöðu. En þegar hann var aftur kominn inn í bifreið sína og ók norður eftir í áttina að hverfi því, sem hann hafði slegið rauð- um hring um á kortinu, fann hann, að þessi sama eftir- væntingarblandna æsing greip hann aftur. Griffin var í bænum. Grunur Jessa, það varðandi, hafði reynzt á rökum reistur. Það þorði hann að sverja. Og þessi getgáta, að þá væri einmitt að finna í þessu hverfi, var heldur ekki ósennileg. En þegar öllu var á botninn hvolft, var það næsta ótrúlegt, hve mik- ill rígur var innan lögreglunnar. Víst höfðu þeir kom- izt yfir bendingar og upplýsingar. Bílnúmer skrifað með gamalmannshendi, nafnlaust bréf, þar sem hver setning var íhuguð og hnitmiðuð. Bréf frá sárþjökuð- um föður. En þegar reynt var að tengja þessa þræði saman, varð árangurinn næsta h'till. Sára lítill. En önnur gögn voru ekki til, og árangurinn varð því sá, að enn ein vökunótt fór í hönd. Vonbrigði þau, sem hann hafði orðið fyrir, er síma- númerin báru engan árangur, höfðu smám saman eitrað skapið, og nú var bikarinn fullur. Hann var þreyttur, en það gerði ekkert til. Hið eina, sem máli skipti, var að nú hafði hann svolitla möguleika til að hafa hendur í hári Glenns Griffins, áður en aftur dagaði, en að vísu voru líkurnar þá litlar. Á einhvern hátt hlaut svo að fara. Hatrið gaus í hvert sinn upp í huga hans, er hann minntist Franks frænda síns og svipsins á líki Pattersons gamla. Og nú, er hann var með nafnlausa bréfið í vasa sínum, fann hann enn betur en nokkru sinni fyrr til þessa innibyrgða ofsa, sem gat jafnvel leikið hann svo grátt, að hann tók andköf. Allt annað skipti engu máli. Það eitt skipti máli, að finna Glenn Griffin, bróður hans og þriðja manninn, sem Robish hét, og losa veröldina við þessa þorpara, Það eitt gat komið að fullum notum. Þessi sama Iöngun, sem nú líktist fremur lamandi hungri en æðisgenginni heift, sótti nú aftur að Dan Hilliard, er hann hélt af stað heimleiðis. Hann gat ekki bægt þessari áleitnu hugsun frá sér, og gat hann því ekki íhugað sem hann vildi, hvaða ákvörðun skyldi taka fyrir morgunsárið, — hvernig hann ætti að koma í veg fyrir, að þessi ungi þorpari tæki eitthvert þeirra með sér á flóttann. Dan gekk nú yfir brúna og fór sömu leið og hann hafði ekið á bílnum fyrir klukku- stund. Hann hafði ákveðið að gera enga tilraun til að reikna hve marga kílómetra hann hefði þegar gengið og hve marga hann ætti eftir að ganga. Hann var ekki viss um, að honum tækist að komast í áfanga. Griffin hafði verið nógu grimmur til að segja: „Engan bíl, gamli minn. Þér gangið þetta og hafið aðeins gott af því.“ Dan hafði verið þess fullviss, síðan Glenn barði hann með byssuskeftinu, að þessi ungi glæpamaður væri sadisti. Þessi viðbjóðslega hneigð var svo rík í eðli hans, að hún mátti sín meir en dómgreind hans og löngunin til flótta. Hann vildi hefnd. Hann ætlaði meðal annars að nota peninga þá, sem senda átti til skrif- stofu vöruhússins, til að borga manni fyrir að fremja

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.