Heima er bezt - 01.04.1958, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1958, Qupperneq 6
Efri myiid: „Ungafóstrurnar", sem ungarnir eru aldir upp í. Neðri myiid: Helga og Kristján fóðra æðarfuglinn. vcl skáldmæltur. Hcfur Landsbókasafnið eignazt mörg handrit frá hans hendi, og mörgum fróðleik hefur hann bjargað frá glötun. Öll bera handrit hans vitni um smekkvísi og fagurt handbragð, enda fór orð af, hví- líkur listaskrifari hann væri. Lítið eitt fékkst hann við bókaútgáfu, safnaði og þýddi t. d. smásögur handa börnum og gaf út, og eitthvað skrifaði hann í Akur- eyrarblöðin. Geir Vigfússon lé'zt árið 1880, en niðjar hans hafa stöðugt búið í sama húsinu, en hann var langafi Krist- jáns Geirmundssonar, og hafa nú fimrn ættliðir fæðzt þar í húsum á söntu lóðinni. Mun slíkt vera fágætt um hús í kaupstöðum hérlendis. Lítill varfi þykir mér leika á því, að fræðimennskuhneigð og listfengi Geirs Vig- fússonar hafi gengið í erfðir til niðja hans, Kristjáns og systkina hans. Systir hans, Elísabet, er víða kunn fyrir teikningar sínar og myndamótun, og hefur hún numið þær Iistir af sjálfri sér, en Geir bróðir Kristjáns hefur aflað sér óvanalegrar menntunar og málakunnáttu með sjálfsnámi einu. Má það einstakt og furðulegt heita á vorum tímum, hversu langt þau systkini hafa náð með sjálfsnámi, og gerir slíkt enginn, nema gáfur séu í blóð bornar. Síðan Náttúrugripasafn Akureyrar var stofnað, hefur Kristján annazt það og í raun réttri komið því upp, sem síðar segir. Fyrir nokkru heimsótti ég hann í Náttúru- gripasafnið og spurðist fyrir um störf hans, til þess að kynna lesendum „Heima er bezt“ þennan sérstæða mann, sem svo hljótt hefur verið um. En þótt Kristján sé fjarri því að vera nokkur auglýsingamaður, þá lét hann að orðum mínum og skýrði mér frá ýmsu því, er mér lék hugur á að vita. Kristján er nú rúmlega fimmtugur, fæddur 1907. Hefur hann dvalizt alla ævi á Akureyri og ekki notið nokkurrar skólagöngu annarrar en barnaskólanáms. Ekki hefur hann farið utan, nema eina ferð til Græn- lands, sem síðar getur. Hann er því svo fullkomlega sjálfmenntaður í grein sinni, sem framast má verða. Hvernig stóð á því, Kristján, að þú fórst að setja upp fugla? Frá því fyrst ég man eftir mér, hafði ég ánægju af fuglum. Eg fylgdist með háttum þeirra og öllu atferli, og einhvern veginn fór mig að langa til að eiga þá stoppaða, syo að ég gæti haft þá hjá mér. Ég fór svo að bjástra við að troða þá upp, en vissi raunar ekkert um, hvernig að því skyldi farið, og hafði þá naumast séð uppsettan fugi. En einhvern veginn tókst þetta, og ég hafði komið upp nokkrum fuglum, einkum svartfugl- um. En þetta gekk allt ósköp erfiðlega. Og hver kom þér svo á sporið? Steingrhmir Matthíasson héraðslæknir hafði einhvern veginn komizt að þessu föndri mínu, en eins og þú kannske manst, þá var hann áhugamaður um flesta góða hluti. Honum þótti gaman að sjá fugiana mína og hvatti mig til að halda áfram. Sumarið 1930 var danskur prófessor, Fridricia að nafni, í heimsókn hjá Steingrími. Kom hann með hann heim til mín, til að sýna honum fuglana. Prófessornum þótti þetta vonum merkilegra, og þar sem honunt leizt svo vel á fuglahami mína, gaf ég honum tvo svartfugia, og þótti honum vænt um. Síðan sendi prófessor Fridricia mér ágæta bók, sem þá var nýkomin á dönsku, um uppsetningu dýra. Varð hún rninn fyrsti og mér liggur við að segja eini leiðar- vísir um langt skeið, en síðar hef ég raunar aflað mér fleiri bóka um þetta efni. Þegar bókin var fengin, fór ég að leggja meira kapp á söfnun fugia mér til gamans, eftir því sem tími minn leyfði, en öðru þurfti að sinna. Ég safnaði ekki sízt þeim fuglum, sem sjaldséðir voru. Þeir, sem sáu þetta safn mitt, luku lofsorði á það og hvöttu mig til að halda þessu áfram. Einn sá maður, sem fylgdi starfi mínu með mest- um áhuga, var Jakob Karlsson, kaupmaður. Hann hafði sjálfur hug á að eignast fuglasafn, og tók ég nú að safna fuglum og setja þá upp fyrir hann. Loks varð það úr, að Jakob keypti allt fuglasafn mitt, ásamt nokkrum spendýrum, sem ég hafði einnig sett upp mér til gam- I 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.