Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 13
Byrjaði þegar hí og hopp með harmoníku og glasi. Góðbúa-æskan gleðiþyrst gamnaði sér af hjartans lyst, húrraði þar og hringsnerist með hispursleysi í fasi. Hinn skinnsokka-klæddi vinur vor vildi þar einnig taka spor, og til þess að hressa hugarþor hafði hann gnægðir mjaðar. Þá gat hann fljóð eitt, boldangs breitt, með blíðumálum og smjaðri veitt, og brott úr annarra augsýn leitt til afviksins fundarstaðar. Þar lagði hann hönd á hjartastað, hikaði og fettist sitt á hvað, meyna um hönd og hjarta bað með hiksta og stunum sárum. Þá arkaði hún burt, með allt sitt ket, og eftir hinn þjáða biðil lét, — á hundaþúfu hann húkti og grét heitum brennivíns-tárum. V. Að eyða þar dögum við ær og við kýr ætlaði hann seintekinn frama. Skjótlega ferð sína brottu svo býr, baki við pálnum og orfinu snýr. Baslið og stritið var bara til ama, um búskapinn var honum sama. Þá var ein fáránleg endemisöld, óáran, verðfall og kreppa. Svellbláir vetur og sumrin köld, suddi um morgna og hráslagi um kvöld. Hann átti ekki af verðmætum urmul að sleppa, en alls konar gæði að hreppa. í kauptúni næsta var umferð og ys, þá akkerum póstskipið létti. Um bryggjuna þyrlaðist fólkið sem fis, — furða að það skyldi ekki hljótast af slys. — Þar voru ungir og aldnir á spretti, —aurleðju bifreiðin sletti. Á síðustu stundu þá seggur einn þaut, þótt svitinn af enni hans drypi, niður að höfninni beinustu braut, eins og blóðmannýgt, espað og tjóðurlaust — vinurinn ætlaði á þessu skipi, naut, ekki var býsn þótt hann hlypi. Á förum var skipið, samt fór hann ei ragt, en flaug út af bryggjunnar steinum. Skarphéðinn hefði ekki í langstökk það lagt, — það langtum var meira en tólf álnir sagt. — Hann skall niður á þilfar, til skelfingar sveinum, en skemmdi ekki hausinn á neinum. VI. Höfuðborg landsins, hrein og fín, heilsaði dalasyni. Þar var hlátur og þar var grín, þar voru leikir, brauð og vín. Þar var hann ör á efni sín og eignaðist marga vini. Þar hóf hann í skóla harðsótt nám og hugði á lærdóms framann. Með höfuðið fullt af fræðaskrám og forneskjusögum vofugrám, bullandi sveittur með bók á hnjám hann bograði tímum saman. Svo óð hann í gegnum ótal rit og orðræður strangar háði, aldrei „nervös“ og aldrei „bit“, með afburðaþjálfað kjaftavit, og fyrir sitt langa lærdómsstrit lögfræðiprófi náði. Þingmaður nokkur, elliær, andast, er þetta skeði. Vinur okkar er fús og fær í framboð — og mikið um sig slær. Atkvæðunum hann öllum nær. — Ósmá er þingmanns gleði. Loksins gafst honum langþráð hvíld, lítið að hugsa og vinna. Værðar notið og vömbin kýld, vinnugleðin að fullu mýld. — Hann gerði örlítið út á síld að áeggjan vina sinna. VTT. Hann eignaðist konu, bú og börn, bifreið og hús og garð með trjám, veiðiréttindi í veiðiám, veiðistengur og silungstjörn, — sál hans var allaf veiðigjörn. Lífið gaf honum gæði og hnoss, góða heilsu og matarlyst. Metorðagirnin gráðug, þyrst, gladdist við orðu, stjörnu og kross, og hvers konar gögn, er geðjast oss. Ævin er stundum endaslepp, — hann andaðist bæði fljótt og vel, og lausum úr jarðar lífsins skel ljómandi eilífð heilsar grepp, — eins og rúsína í bráðfeitum blóðmörskepp. Við eftirmæli og orgelspil útförin dýr og fjölmenn var, það báru hann nokkrir burgeisar í blómskrýddri kistu grafar til, — í húðarrigningu að hausti — og byl. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.