Heima er bezt - 01.04.1958, Page 15

Heima er bezt - 01.04.1958, Page 15
Kom ekki nálægt Syðra-Hóli. Þar bjó þá Magnús Björnsson og Jóhanna Albertsdóttir. Að Njálsstöðum kom ég og fékk kaffi. Þaðan hélt ég svo áfram, eftir að ég var búinn að lofa húsbændunum að fara ekki nema í Þverá í Norðurárdal og gista þar. Syndandi ófærð var alla leiðina og iðulaus stórhríð, og nú orðið dimmt af nóttu. Stór steinn er beint á móti Þverárbæn- um. Á hann rakst ég í hríðinni, lagðist undir hann og blés mæðinni. Hugðist í fyrstu halda heim í Þverá, en varð því alveg afhuga eftir að hafa legið þarna um stund. Lagði norður yfir Þverárfjall. Ófærðin var af- skapleg upp Þverárbrekkurnar. Varð ég að skríða þær mest allar. Þegar upp á Fjallið kom, varð veðrið fyrst bandvitlaust og beint í fangið. Áfram paufaðist ég, en sóttist afar seint. Að lokum komst ég heim einhvern- tíma um nóttina. Ég var farinn að slæpast, orðinn hálf- svangur, en sérstaklega þyrstur. Ókalinn var ég. Ég var með sporthúfu á höfðinu, en María húsmóðir mín vafði um höfuð mér prjónasjali, sem hún átti, áður en ég skildi við hana á Læk. Ekkert varð mér meint af þessu volki. Allt var í bezta lagi heima. Um vorið 12., 13. og 14. maí var eftirminnilegur hríðargarður. Þá fórust mörg skip með allri áhöfn. Hvessingur úr Hnífs- dal, Samson af Siglufirði, Aldan af Akureyri og Marí- anna líka þaðan. Þá var að vísu hríð hér um fjöllin á milli Héraðsvatna og Blöndu, en alls eltki á við hörku vetrarhríðar, sem ekki var von, þar sem komið var fram á sumar. Ég var alla þessa daga fram í fjöllum að leita að fé, því margir voru þá búnir að sleppa. Fjárskaðar urðu ekki í þessu veðri, svo teljandi sé. Veturinn 1922 til 1923 var afbragðs vetur, stór- hríðalaus. Sama er að segja um veturinn 1923 til 1924. Samt kom þá ein stórhríð í febr., þann 28. og 29. Þá lá Guðmundur póstur Ólafsson úti á Stóra-Vatnsskarði, sem hann segir frá í „Söguþáttum landpóstanna“, II. bindi, bls. 109. Það kemur heim, sem Guðmundur segir þar, að þá voru sýslunefndarmenn úr Skagafirðinum á leið út á Sauðárkrók, og þótti fullillt. Daginn fyrir þetta veður fór ég heiman að, vestur á Skagaströnd. Aflauk mínum erindum þar og fór upp að Spákonu- felli um kvöldið, gisti þar um nóttina hjá Karli Bernd- sen. Um morguninn var austan stormrífandi. Ég var ekkert að flýta mér og lagði því ekki heimleiðis fyrr en eftir að hafa þegið mat og aðrar góðgerðir. Þau hjónin Karl og Steinunn voru afar gestrisin, og vildi hvorugt þeirra að ég héldi áfram norður, því alltaf syrti að, og sjáanleg blindhríð í aðsigi. Ég rölti þó af stað, og var ekki kominn nema suður á móts við Vind- hæli, þegar komin var iðulaus stórhríð, bandvitlaust rok, en fannkoma þá ekki ýkjamikil. Allt af jók fann- komuna, en um storminn var ekki úr illu að spilla. Hundur var með mér, er Júdas hét, ættaður frá Berg- stöðum í Hallárdal. Við Júdas paufuðumst þetta áfram, hægan mjög, því færið versnaði óðfluga, bæði af fann- komunni, og svo var verra færi fyrir uppi í Hallárdaln- um. Líka hef ég alltaf verið lassi til gangs. Einhvern tíma um daginn týndi ég Júdasi, og hafði hann ekki aftur, hvernig sem ég kallaði. Áfram hélt ég og stefndi suður og upp á svo kallaðar Þverárbungur, sem er stytzta leið yfir fjallið til Illugastaða. Einmitt á móti Þverárbænum í þessari stefnu eru beitarhús frá Þverá. Þar stanzaði ég, og var þá orðið myrkt af nóttu og ausandi fannkoma með hríðinni. Mér fannst þó húsin ekki eins frágengin og þau hefðu átt að vera í svona veðri, því að húsbóndinn var mesti hirðumaður. Eftir að hafa snúizt þarna í kringum húsin nokkra stund og gáð inn í þau, hélt ég yfir að Þverá. Þar var nú svona meðal góð aðkoma. Féð átti, að vísu, að vera allt í húsunum, en ekki að fullu gefið né brynnt. Vinnu- mann Steingríms bónda, Pétur Jóhannsson, vantaði, hafði ekki sézt síðan um miðdegi. Hugðist hann þá vitja hrossa Steingríms og hýsa þau, því að út var þeim hleypt um morguninn vestur fyrir og upp með Þverárgilinu að vestan. Pétur þessi var framan úr Skagafjarðardöl- um. Hann var klaufi að rata og kölluðu gárungamir hann Afdala-Pétur. Húsbændurnir á Þverá voru þá Steingrímur Guð- mundsson og Sigurlaug Magnúsdóttir kona hans. Þau voru nágrannar mínir og prýðilegar manneskjur. Þótti mér vænt um bæði og vildi allt fyrir þau gera. Hætti ég nú við heimferðina, en fór að leita að Pétri, og Steingrímur með mér. Hann hafði verið lasinn um dag- inn og ekkert farið út, því var nú aðkoman svona. Gráan dráttarhest hafði hann inni, og fór hann með hann með sér til að hvíla sig á, þar sem tiltök vom að sitja á hesti. — Við Steingrímur leituðum lengi og fór- um víða, en fundum ekki Pétur. Þegar við loks komum heim, var Pétur þar fyrir, og var þá fyrir stuttu heimt- ur, kominn í þurr för og var hinn pattaralegasti, en hrossin voru ófundin. Ekki hafði Pétur hugmynd um ferð sína, ekkert fundið og engan séð. Það kom nú upp við þetta samtal, að bóndinn á Bergstöðum, sem þá var Magnús Steingrímsson, hefði átt hross stuttu frá Þverár- hrossunum, þegar skall saman. Magnús var greinar- góður maður og athugull, og vildi ég endilega leggja enn af stað og niður í Bergstaði og fá fréttir af iMagn- úsi. Líka bjóst ég við hundi mínum Júdasi þar. Hvað sem var nú meira um þetta talað, þá leggjum við Pétur enn út. Það undarlega fyrirbrigði skeði, að Bergstaði fundum við eftir stutta leit. Það skal tekið fram, að þetta var tilviljun en engin fytirhyggja, og alls ekki ratvísi okkar Péturs að þakka. Magnús vísaði okkur nákvæmlega á hrossin, og þarna var Júdas minn í bezta yfirlæti. Var hann mjög vinalegur og iðraðist sjáanlega eftir því að hafa svikið meistara sinn og herra. Vildi ég nú halda til fjalls og leita að hrossunum og koma þeim í hús, en út í þá vitleysu var Pétur ófáan- legur. Héldum við kumpánar þrír nú heim í Þverá, og gekk ágætlega eftir atvikum. Ekkert lát var á hríðinni. Ég gisti nú það sem eftir var nætur á Þverá, enda far- inn að slæpast. Svangur var ég ekki, því að ég hafði drukkið mjólk í bæði skiptin, er ég kom að Þverá, en ekki farið þar inn. Svona vel dugðu mér góðgerðir Steinunnar húsfreyju á Spákonufelli frá því um morg- uninn. Framhald. Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.