Heima er bezt - 01.04.1958, Page 16

Heima er bezt - 01.04.1958, Page 16
SOGUR MAGNUSAR A SYÐRA HOLI SÝNIR JÓNS SÖÐLA Nokkru fyrir miðja 19. öld fluttist ungur Eyfirðing- ur vestur á Skagaströnd. Hann hét Jón og var sonur Guðmundar Þorsteinssonar í Lönguhlíð í Hörgárdal. Jón bjó lengi á Neðstabæ í Norðurárdal, síðan á Holta- stöðum í Langadal en síðan á Kagaðarhóli á Ásum, og þar dó hann 2. sept. 1877 um sextugt. Jón var smiður góður og kappsfullur, að hverju sem hann gekk. Hann lagði einkum fyrir sig söðlasmíði, og af því kölluðu margir hann Jón „söðla“. Það var mál manna, að Jón væri skyggn, en lítið lét hann upp um það sjálfur. Víst er það, að stundum bar fyrir hann annarlegar sýnir, og verður hér lítið eitt frá því sagt. Uppljómuð Höskuldsstaðakirkja Er Jón var nýkominn vestur, ungur maður, var hann við smíðar hjá séra Birni Þorlákssyni á Höskuldsstöðum. Það var á útmánuðum veturinn 1845—46, að hann stóð að smíðum síðla dags í framhýsi þar á staðnum. Honum varð litið út um glugga, og blasti þá við kirkjan. Honum þótti kynlega við bregða, því að hann sá ekki betur, en hún væri uppljómuð af ljósum en átti þar engar manna- vonir. Vissi hann ekki, hverju slíkt sætti, því fólk var allt inni, og enginn umgangur var hafður um kirkjuna að nauðsynjalausu. Jón vatt sér út, gekk að glugga á suð- urhlið kirkjunnar og skyggndist inn. Hann sá ljósadýrð mikla um alla ldrkjuna og að hún var full af fólki, hver bekkur setinn. Engan mann þekkti hann þarna nema prestkonuna, Oddbjörgu Jónsdóttur. Hún sat við alt- arishorn með ungbarn í kjöltu sér. Sýn þessi stóð nokkra stund en smá-fölskvaðist og hvarf, en kirkjan varð myrk og mannlaus. Ekki hafði Jón orð á þessum fyrirburði. Um vorið lézt Oddbjörg prestkona af barnsförum upp úr mislingum. Barn það, er hún ól, kom andvana, og fóru bæði í sömu gröf. Líkfylgd í Skarðsskarði Eftir að Jón var fluttur frá Neðstabæ að Holtastöð- um var það eitt haust réttardagsmorgun, að hann fór að heiman snemma og ætlaði í Skapatungurétt. — Tvær stúlkur voru í för með honum, Guðrún dóttir hans og vinnukona, er Þorbjörg hét. Þau riðu upp Skarðsskarð til Laxárdals og síðan út dal að Skrapatungu. Er komið var um miðja vegu upp í skarðið, víkur Jón hesti sínum út af götunni og segir samferðakonum sínum alvarlegur að koma á eftir sér. Hann stanzaði við stundarkorn, fór ekki af baki og horfði upp götuna. Hélt síðan leiðar sinnar þegjandi. Dóttir hans innti hann eftir því, hverju það sætti, að hann vék út af götunni. „Það fór líkfylgd fram hjá,“ svaraði Jón. Ekki vissu menn að neinn væri dáinn þar efra. En seinna um haustið andaðist maður á Laxárdal, og var lík hans flutt ofan Skarð til kirkju að Holtastöðum. Óánægð með ónæðið Það var eitt sinn, meðan Jón bjó á Holtastöðum, að gröf var tekin í kirkjugarðinum. Grafarmenn komu ofan á kistu, er svo var lítið fúin, að þeir tóku hana upp á grafarbakkann, meðan þeir luku við gröfina. Nóttina eftir bar svo til, að vinnukona á staðnum lá andvaka og náði ekki svefnró, þótt hún bældi sig niður. Fannst henni einhver óhugnan í nánd, og var í henni geigur. Hún varð þess brátt vör, að einhver var á kreiki í bænum, og sér, að baðstofuhurðin opnast og inn kem- ur kona fasmikil og æst að sjá. Hún gengur að rúmi Jóns bónda og lýtur yfir hann. Jón lá í svefni, og sér vinnu- konan, að hann hrekkur upp snögglega. Hann steig fram úr rúmi sínu, og sá vinnukonan ekki betur, en að hann ýtti gestinufn undan sér fram baðstofugólfið og út að dyrum. Þau hurfu bæði fram, og lét Jón hurðina aftur á eftir sér. Hann var góða stund frammi. Síðan kom hann aftur, gekk hægt að rúmi sínu og lagðist fyrir. Engum sagði hann, hvað fyrir sig hefði komið um nótt- ina, en ekki bar hann á móti sögu vinnukonunnar. Það hugðu menn, að kona sú, er inn kom, hefði byggt kistuna, er upp var tekin, líkað illa umbúnaðurinn, er hún var sett niður aftur, og krafið Jón lagfæringar. Sögn dóttursonar Jóns, Jónatans J. Lindals, hreppstjóra á Holtastöðum. FARIÐ Á TÆPU VAÐI Sæmundur hét maður og var Halldórsson, borgfirzk- ur að ætterni. Hann átti konu þá, er Ingiríður hét Jó- hannesdóttir frá Búrfelli, Þorleifssonar. Þau bjuggu á Hryggjum í Gönguskörðum fjögur ár og voru bláfá- tæk. Sæmundur dó í byrjun túnasláttar, 7. júli 1860. Ingiríður var eftir með þrjú börn kornung og sá eng- in ráð til að lafa á kotinu eða komast af stvrklaust. Hún átti sveitarfarmfæri að Svínavatnshreppi. Guðmundur Árnljótsson á Guðlaugsstöðum var þá hreppstjóri. Hann sendi Hannes son sinn fljótlega að sækja konuna og börnin. Hannes reiddi tvö eldri börnin, annað í bak en hitt í fyrir og teymdi kú, en Igiríður kom á eftir með kornbarn í kjöltu sér. Segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þau komu að Blöndu á Finnstunguvaði. Mikill vöxtur var á ánni, en Hannes hafði engar sveiflur á en reið hiklaust á ána, án þess að stanza við eða líta aftur, og dró á eftir sér kúna. Ingiríði þótti nóg um en átti ekki annars kost en dylja óttann og fylgja á eftir. Svo var áin djúp, að gæruskinn- ið blotnaði í hnakk Hannesar. Allt gekk slysalaust. Þau Framhald á bls. 130. J 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.