Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 2
„1 lundi nýrra skóga gæti orðið um arðvænlegan atvinnuveg að ræða. Og enn vill sumum gleymast, að reynslan hefur þegar sýnt oss annað. Erlendar trjátegundir vestan frá Alaska og austan frá Rússlandi hafa reynzt dafna vel í íslenzkri mold, og fullreynt má kalla, að þær muni leysa af hólmi birkið íslenzka í skógum framtíðarinnar. Þessi innfluttu tré vaxa örar og þola betur ýmis veðraáföll en innlenda birkið, sem enginn efast um að getur vaxið hér, enda rótgróinn borgari í gróðurríki landsins. Það hefur að maklegleikum þótt merkur viðburður í atvinnusögu lands vors, er sr. Björn í Sauðlauksdal flutti kartöfluna til landsins. En eigi verða það síðar meir talin ómerkari tímamót, þegar fyrst var tekið að rækta hér erlenda barrviði og skapa nýjan gróður í landinu. Og það eru þessi nýju tré, sem skapað hafa trúna á möguleika skógræktarinnar til þess að verða mikilvægur þáttur í þjóðarbúskapnum. Gróðurríki Islands er snautt að tegundum vegna aldalangrar einangrunar landsins. Það er því fullkomið hagsmunamál að auðga flóru landsins með innflutningi bæði trjáa og annarra plantna. En vitanlega verður að fara þar að með gát, flytja inn einungis þær tegundir, sem okkur er eftirsókn í sakir nytja þeirra, og sækja þær aðeins til þeirra staða, sem líkastir eru landi voru að veðráttu og lífsskilyrðum. Þetta hefur Skógrækt ríkisins gert með góðum árangri. En mörgum spurn- ingum er þó ósvarað enn um meðferð þessara nýju borgara, en þeim verður ekki svarað nema með víð- tækum tilraunum, sem hljóta að verða eitt meginvið- fangsefni skógræktarinnar í framtíðinni. En um leið og sú staðreynd liggur fyrir, að skógur fái vaxið hér og að hann sé ekki síðsprottnari en títt er erlendis í skógarhöggslöndum, þá er hitt jafnljóst, að hér eru fólgnir möguleikar mikils atvinnuvegar í skóg- arhöggi og hvers konar iðnaði, sem í sambandi við það er, að því ógleymdu, sem sparast í erlendum gjaldeyri, svo að vér stöndum enn fastar en áður á eigin fótum. Eitt höfuðmein vort nú er, hversu fábreyttar atvinnu- greinar vorar eru, og svo má kalla, að öll vor utanlands- viðskipti séu háð einu einasta háspili á hendinni, sjávar- útveginum. Það er ekki einungis, að skógræktin geti orðið ný at- vinnugrein, heldur má einnig minnast þess, að hún er sú atvinnugrein, sem í framtíðinni verður vænlegust til að halda jafnvægi í byggðum landsins til móts við sjávarsíðuna. En jafnframt þessu verðum vér að hafa hugfast, að alllangt er að bíða launanna af skógræktinni. Skóginum er að því leyti líkt farið og okkur mannanna börnum, að það er langur á honum ómagahálsinn. En hvergi munu dæmi þess, að það hafði staðið fólksfjölgun fyrir þrifum, þótt langur tími líði frá fæðingu barnsins og þangað til það fer að vinna fyrir sér. Og ekkert þjóð- félag telur eftir sér það fé og fyrirhöfn, sem það kostar að ala upp nýja kynslóð þjóðfélagsþegna. Fólkið er dýrasti auðurinn, en það þarf að hafa næg verkefni, til að geta lifað og starfað. í nýútkomnu Ársriti Skógræktarfélags íslands ræðir skógræktarstjóri Hákon Bjarnason nokkuð um skóg- rækt í sambandi við fólksfjölgun í landinu. Þar er farið orðum um svo mikið vandamál, að mér þykir hlýða að ræða það nokkuð hér. Ekki þarf að skyggnast lengi um í landi voru til þess að við oss blasi hin gífurlega hraða fólksfjölgun. Ef engin óhöpp henda, geta landsmenn verið orðnir ein 350 þúsund um næstu aldamót, og þó sennilega allmiklu fleiri. Að sönnu er slíkt fagnaðarefni, því að lengstum hefur fólksfæðin háð okkur, en mikils mun þó búið við þurfa að sjá öllu því fólki fyrir fæði, klæðum og hús- næði, án þess að lífskjör versni eða þó öllu heldur að láta þau fara batnandi, eins og krafa tímans er. I áður- nefndri grein bendir skógræktarstjóri á það, að aukin skógrækt í landinu sé ein leiðin, og það ein hin vænleg- asta, til að tryggja framtíð þessa fólks. En þá mun vissulega mörgum verða að spyrja, hvort slíkt sé nokkuð annað en bjartsýni áhugamanns um æskilegan en ófram- kvæmanlegan hlut. íslenzk skógrækt er nú rúmlega hálfrar aldar gömul. Þótt margt hafi gengið seinna en æskilegt hefði verið, er þó svo langt komið, að nú er hægt að segja með fullri vissu: að hér er unnt að rækta nytjaskóga, og að skóg- ræktin, ef rétt er á haldið, á fyrir sér að verða atvinnu- végur við hlið annarra atvinnuvega í landinu. Þetta eru tvær staðreyndir, sem menn virðast ekki hafa áttað sig á enn til fullnustu, og það jafnvel sumir þeirra, sem fullir eru áhuga og góðvildar til þessara mála. Það var engan veginn glæsilegt að ráðast í að klæða hið íslenzka berangur skógi, þegarfyrst var hafizt handa um skógrækt hér upp úr aldamótunum. Og grunur minn er, að flestir hafi þá gengið að því verki meira af ást á hugsjóninni en að þeim hafi tlottið í hug, að hér 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.