Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 19
Vísnasamkeppnin Krakkar mínir! Núna fyrir jólin, þegar búið var að veita verðlaunin í vísnasamkeppn- inni, þá tók ég eftir því, að engir botnar voru frá Kolfinnu á Kirkju- bóli. Eg sendi henni lítinn pakka fyrir jóiin og nokkrar línur með, þar sem ég sagði, að ég hefði fastlega átt von á botnum frá henni, og einnig sagði ég henni frá fyrripartinum, er Björn Ofeigsson á Reykjaborg sendi henni, þessum: Kolfinna er kraftaskáld, kemst hún bráðum upp á tungl, og sem við álitum eiginlega óbotn- andi. En það er nú eitthvað annað en að svo sé, því að nú hafa þrír botnar komið. Ófeigur Helgason á Reykjaborg skrifar og segir, að þessi botn hafi fundizt í Skagafirði: Teigað hefur sónar sáld, segir hróðug ungl, ungl, ungl. En svo kom líka bréf frá Kolfinnu. Og nú er hún reyndar búin að botna alla sína fyrriparta. En þeir komu bara of seint til að koma til greina, þegar verðlaunin voru dæmd. I bréfi Kolfinnu eru tveir botnar við fyrripart Björns á Reykjaborg. En það er annars bezt að þið fáið hérna bréfið hennar Kolfinnu í heilu lagi: „Kirkjubóli, 16. jan. 1960. Komdu sæll og blessaður! Ég þakka’ þér kærlega fyrir bréfið og pakkann, sem ég var mjög hissa og hrifin af að fá. Ég held að mér hafi þótt vænzt um næluna af öllu sem ég fékk í jólagjöf, af því að það eru hestar. Amma sagði að ég hefði ekki átt að fá neitt, fyrst ég gat ekki botn- að. Ég gat ekki botnað nema eitt upphaf þangað til núna, og mér þótti heldur lítið að senda það. En þegar ég fékk bréfið frá þér, kom yfir mig andinn og ég fór að botna, og nú er ég búin að botna öll upphöfin. Amma sagði að ég ætti að senda þér botn- ana, svo að ég ætla að gera það, og hér koma þeir: Elskulegir eru þeir alltaf, hestagreyin, þar sem þeir koma tveir og tveir til að borða heyin. Ljósa-Pera, lagleg kind, labbar götu sína. Fer hún út að ljósri lind lítil strá að tína. Hérna koma kálfarnir með köst og læti. Heldur mikla hafa kæti. Labba, þú ert lagleg tík, ljós er stutta rófan þín. Aldrei hefur önnur slík átt hér léttu sporin sín. Fjöður gamla er fallegt hross, fjörug eins og vindur. Hún er mér hið mesta hnoss meðan ég elti kindur. Flekka litla er fráræk ær, frísk og létt í spori. Af mér hleyp ég allar tær ef hún ber að vori. Skjalda litla er kostakýr, kát er hún á vorin. LTr fjósinu hún fegin snýr, fim eru hennar sporin. Komdu hérna, Kraki minn, kjass og roð að þiggja. Brunaðu inn á básinn þinn og byrjaðu að tyggja. Ég gat botnað fyrir Björn á Reykjaborg, af því að þegar Halldór sá bréfið, hafði hann fyrir mig vísu, sem einhver Kolbeinn botnaði fyrir kölska. Hún er víst svona: Elorfðu í þessa egg, egg, undir þetta tungl, tungl. Hleypi ég þér með legg, legg, sem liðinn hrærir úln, úln. Amma sagði að ég gæti haft botn- inn um band um liðinn úln. Amma sagði mér, að eina orðið, sem rímar á móti skáld væri sáld, og svo spurði hún, hvort ég héldi, að ég sæi ekki engla á leiðinni til tunglsins, og ég botnaði svona: Englaskara ég sé með sáld og silfurbönd urn liði úln. Anrma var búin að botna, en ég fékk ekki að heyra hennar botn fyrr en ég var búin að botna. Hennar botn er svona: Fyrir lélegt fræðasáld féklt hún band um liðinn úln. Ég fékk ekki bréfið frá þér fyrr en 12. þ. m., en pakkann fékk ég fyrir jól, en ég opnaði hann ekki fyrr en á að fatigadags kvö 1 d. Vertu blessaður og sæll. Kolfinna.“ Eins og ég hef áður sagt, þá varð ég yfir mig hrifinn af öllum þeim botnum sem komu og yfir því, hvað mér fannst þeir yfirleitt góðir. Mig langar nú til að birta eitthvað af botn- unum í næstu blöðum og vona, að fullorðna fólkið sjái ekki eftir því plássi í Heima er bezt, sem fer í þessa skemmtun mína og krakkanna. Sigurður O. Björnsson. Fyrst koma hér upphöfin: 1) Elskulegir eru þeir alltaf, hestagreyin. 2) Ljósa-Pera, lagleg kind, labbar götu sína. 3) Hérna koma kálfarnir með köst og læti. 4) Labba, þú ert lagleg tík, Ijós er stutta rófan þín. 5) Ejöður gamla er fallegt hross, fjörug eins og vindur. 6) Flekka litla er fráræk ær, frísk og létt í spori. 7) Skjalda litla er kostakýr, kát er hún á vorin. 8) Komdu hérna, Kraki minn, kjass og roð að þiggja. Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.