Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 26
— Hvaðan er hann? Ég kannast ekkert við nafnið. Séra Astmar horfir í spyrjandi undrun á konu sína. — Ég fann hann niðri í bæ. Hann á hvergi þak yfir höfuðið og ætlaði að halda jólin úti, svo að ég bauð honum að dveljast hjá okkur yfir hátíðina. Við munum bæði orð Meistarans: — Það, sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Mátti ég ekki bjóða honum heim? Séra Ástmar horfir innilega á konu sína: — Jú, vina mín, sannarlega máttir þú 1 iað. Yið minn- umst bæði orða Adeistarans um minnstu bræðurna, og þú hefur sýnt það í verki. En þannig er hin lifandi trú. Ég býð þennan ókunna jólagest velkominn á heimili okkar. Séra Ástmar rís á fætur og vefur konu sína örmum með innilegri lotningu fyrir hjartagöfgi hennar. Síðan ganga þau saman fram í eldhúsið. Grímur hefur lokið snæðingi, er prestshjónin koma fram í eldhúsið. Séra Ástmar heilsar gestinum alúðlega. Hann kynnir sig fyrir honum og býður hann velkom- inn. Prestinum er þegar ljóst, að hér er raunverulega einn af hinum minnstu bræðrum í merkingu þeirra orða Meistarans, og hann gleðst enn heitar en áður yfir þessu tiltæki konu sinnar. Én séra Ástmar hefur ekki tíma til að ræða neitt við gestinn að þessu sinni, því að starfið kallar hann. Frú Eygló er Ijóst, að gestur hennar þarfnast fleira en húsaskjóls, matar og drykkjar. Hann þarf einnig annan fatnað til að klæðast í. En úr því getur hún ekki bætt í kvöld á annan hátt en að ldæða hann í föt af manni sínum. Það ætti líka að geta tekizt. Maðurinn hennar á nóg föt, og þeir eru nokkuð svipaðir að stærð, báðir fremur stórir menn á vöxt. Frú Eygló nær í ný- legan alfatnað af manni sínuin, fær Grími hann og segir um leið hlýtt og móðurlega: — Nú vil ég mælast til að þú farir í bað og skiptir um föt áður en hátíðin byrjar. Hér er fatnaður, sem þú átt að ciga. Grímur tekur undrandi við fötunum af frú Eygló og réttir henni svo hönd sína í orðvana þakklæti. Er þá kærleikur þessarar konu alveg takmarkalaus? Og enn finnst honum þetta allt líkara draumi en veruleika. En þó er hann vissulega vakandi. Hin heilaga jólahátíð er að hefjast. Séra Ástmar er ferðbúinn til kirkju sinnar. Þaðan ætlar hann að flytja fagnaðarboðskapinn æðsta til innstu dala og yztu stranda á öldum Ijósvakans. Frvi Eygló ætlar ekki að fara með manni sínum til kirkjunnar að þessu sinni, heldur hlýða á orð hans gegnum útvarpið heima ásamt gesti sínum og Grétu. Séra Ástmar kveður konu sína ástúðlega og hraðar sér af stað til kirkjunnar. Kyrrð og tign vetrqrkvöldsins varpar dýrðlegum helgiblæ jólanna á himin og jörð. Grímur gengur hreinn og endurnærður og klæddur góðum fötum inn í ljósum skrýdda stofuna í fylgd með frú Eygló og Grétu. Frúin vísar honum til sætis í djúp- um hægindastól. Síðan opnar hún útvarpið í stofunni og tekur sér því næst sæti ásamt Grétu. Hátíðlegur klukknahljómurinn berst til þeirra frá helgidómi Drott- ins og fyllir hugi þeirra hljóðri kennd og lotningu. Guðsþjónustan er nú hafin. Þýð rödd séra Ástmars hljómar um stofuna hans heima. Hann les fallegustu söguna, sem nokkru sinni hefur gerzt, og flytur fegursta boðskapinn á þessari jörð: — Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs. Síðan hljómar margraddaður söngur: I dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól, í niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Grímur lýtur höfði, og boðskapur jólanna streymir um sál hans. Nú eru mörg ár liðin, síðan hann hefur hlýtt á þann boðskap. En áhrif hans nú kalla fram end- urminningar löngu liðinna ára, þegar Grímur var lítill drengur heima í foreldrahúsum. Þá átti hann sakleysi og hreinleika barnssálarinnar, hlustaði hugfanginn á fallegu söguna um Jesúbarnið í jötunni af vörum góðr- ar móður og geymdi hana í hjarta sínu, horfði í sælum fögnuði á jólaljósin, sem móðir hans tendraði í litlu stofunni heima, gladdist innilega yfir fátæklegu gjöf- unum hennar, og jólaljósin spegluðust í Ijúfri gleði barnsaugna hans. Allar þessar mörgu unaðssemdir voru Jesúbarninu góða að þakka, allt kom þetta vegna fæð- ingar hans. Hve honum þótti þá vænt um Jesúbarnið og þráði að líkjast því. Ádóðir hans sagði honum, að Jesús Kristur væri frelsari allra manna og Ijósið eilífa, og hún bað drenginn sinn að missa aldrei sjónar á því leiðarljósi, heldur ganga á vegum þess alla ævi, þá yrði líf hans auðugt af sannri gleði og hamingju. Og vissu- lega ætlaði hann að gera eins og mamma hans bað hann og kenndi honum. En svo------ Hann varð fulltíða maður. Leið hans lá að heiman út í hinn stóra heim. Hann fór að vinna fyrir sér, aðallega við sjómennsku. í fyrstu gekk allt vel, og lífið brosti við honum. En svo kom ógæfan. Hið góða veganesti móðurinnar féll í gleymskunnar djúp, og leiðarljósið eilífa bliknaði og hvarf honum að lokum. Hann villtist af réttri leið, hlaut stór og sár vonbrigði og varð að lokum þræll ofdrykkjunnar. Móðir hans var löngu dáin, og hann átti hvergi athvarf. Þegar hann kom að landi, fann hann hvergi kærleika. Hann eyddi öllum arði iðju sinnar á knæpum í vondum félagsskap og sökk stöðugt dýpra og dýpra í eymd og spillingu. Að lokum var hann ekki lengur starfi sínu vaxinn sökum óreglu og hætti þá að vinna á sjónum. Þar með fannst honum hann vera algerlega glataður maður og gaf upp alla vörn. En í djúpi hjartans þráði hann alltaf samúð og hlýju, þráði að eignast vin, sem skildi hans aumu kjör. En nú vildu fáir eiga vinskap við hann, og enginn sem var honum nokkurs virði. Honum fannst flestir fyrirlíta sig, og það kvaldi hann sárt. Hann sótti því fastar og fastar í eiturveigar áfengisins til þess að leitast við að deyfa kvöl sína, en það varaði aðeins um stundarsakir. Kvöl hans reis jafnharðan upp á ný og enn sáari en 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.