Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 10
búið. Altítt var, á þeim tímum, að „bústýrurnar“ urðu brátt að eiginkonum húsbændanna. Og einmitt þannig byrjaði hin farsæla sambúð þeirra Háagerðishjóna, Jóns og Guðríðar Olafsdóttur. Mátti hún því vel vera minnug þess, er hún nú réði dóttur sína fyrir bústýru Davíðs Davíðssonar. Það virðist því mega telja víst að hér hafi allt farið að ráðum og fyrir atbeina Jóns á Saurum, föðurbróður Davíðs, því engar líkur benda til þess, að hann hafi nokkuð þekkt til manna eða mál- efna vestur á Skagaströnd. Að vísu hafði séra Magnús Jónsson, föðurbróðir Davíðs Davíðssonar, verið þjón- andi prestur á Hofi á Skagaströnd í nokkur ár eftir 1860. En ekki þykir mér trúlegra að hann hafi hér að unnið, enda þá orðinn prestur austur á Skorrastað í Norðfirði, er þetta gerðist. Með kornu Davíðs Davíðssonar að Háagerði á Skaga- strönd, hefst fyrsti þátturinn í öðrum kafla ævi hans. Engar frásagnir eru til af búskap Davíðs í Háagerði fvrsta sumarið hans þar. En þess er getið í Annál 19. aldar að grasvöxtur norðanlands hafi verið mjög rýr þetta sumar og heyfengur lítill. Enn fremur segir þar: „Um miðjan október gerði rnikið áfelli nyrðra og urðu af því rniklir skaðar á búfé og eignum. Var ár- ferði yfirleitt óhagstætt og bjargræðisskortur víða um sveitir, einkurn norðanlands og austan.“ Um haustið var veður óhagstætt til sjósóknar á Húnaflóa og afli rýr. Má því nærri geta að þröngt hef- ur verið í búi frumbýlingsins í Háagerði. Þó hefur hann að sjálfsögðu tekið þátt í sjóróðrum þeirra Háa- gerðismanna og nágranna þeirra, þótt hann væri með öllu óvanur þeim atvinnuvegi. Með ársbyrjun 1870 brá til betra tíðarfars, sem hélzt nær óslitið fram um marzbyrjun. En þá gerðist tíð um- hleypingasöm með vestan rosa. Er þá brimasamt mjög á Skagaströnd. Þegar kom fram á síðari hluta vetrar hafa matföng fátæklinganna á Ströndinni verið mjög til þurrðar gengin, sem ráða má af undangengnu harð- æri sumarið áður og haustið. Þegar svo var komið taka sig til, upp úr miðjum marzmánuði, þrír bláfátækir bændur í nágrenni Háagerðis og gera út lítið skip til hákarlaveiða, og var Davíð Davíðsson fjórði maður- inn í þeim leiðangri. Fyrstu dagana virðast þeir hafa fengið sæmilegt veður og orðið allvel ágengt með veiði. En um framhald fararinnar segir í Annál 19. aldar (4. bindi): „18. s. m. (marz) varð skipstapi á Skagaströnd og fórust fjórir menn. Höfðu þeir verið í hákarlalegu dag- inn áður, en um kvöldið gerði vestan hroðaveður. Hafa þeir þá að líkindum ætlað í land, en farizt í briminu, því að þegar á eftir fannst rekið, auk skipbrotanna, nokkuð af hákarli, og tveir mennirnir sáust í botninum um 100 faðma frá landi og voru slæddir upp. Formað- urinn var Sigurður Guðmundsson frá Finnsnesi og einn hásetinn var bróðir hans Björn á Finnsstöðum báðir bláfátækir og áttu 8 börn ung. Annar háseti var Davíð í Háagerði, ættaður úr Eyjafirði, bróðursonur Jóns timburmanns á Saurum, og þriðji Kristján Guðlaugs- son, ókvæntur, búandi á Finnsstöðum.“ Þannig segist séra Pétri Guðmundssyni í Grímsey frá endalokum Davíðs Davíðssonar og hinna fátæku félaga hans. Eftir þennan atburð dvaldi Margrét Jónsdóttir, „bú- stýra“ Davíðs Davíðssonar, rúm 2 ár í Háagerði en fór þá að Harastaðakoti á Skagaströnd og var talin „sjálfr- ar sín“. Hún dó ógift og barnlaus í Harastaðakoti 11. júní 1886, 50 ára gömul. Hið síðasta, sem skráð er um Davíð Davíðsson er, að hann er grafinn í Spákonufellskirkjugarði 8. apríl 1870, með yfirsöng séra Eggerts Sigfússonar sóknarprests. Þar hvíla bein Eyfirðingsins Davíðs Davíðssonar frá Eitla-Hamri í týndri gröf. En vestanvindurinn bylgjar gróðurinn á gröfinni, um leið og hann æsir brimið við ströndina, sem fyrir tæpri öld síðan söng æðisgenginn líksöng vfir fjórum fátæklingum, sem hugðust sækja björg í bú í greipar Ægis, en hlutu allir leg í kirkju- garðinum að Spákonufelli. Þannig er saga Davíðs Davíðssonar, sem byrjaði síð- ari kafla ævinnar með glæstum vonum á góðum grunni, en endaði með snöggum hætti sem harmsaga. Og eins og moldin á Skagaströnd hylur bein hans, þannig hefur glevmskan hulið minningu hans á æskuslóðum meðal frænda og sveitunga í Eyjafirði. Athugasemd Arni og Þúrdís. Þátturinn „Duga eða drepast“ í síðasta blaði var tek- inn saman á árinu 1958, áður en Árni dó. Vegna mistaka hefur hann ekki verið prentaður fyrr en nú. Hann er því ekki stílaður sem minningarorð um Árna látinn, þó að hann mætti jafnvel að nokkru leyti koma þar í óút- fvllta eyðu. Árni Einarsson hefur nti runnið sitt skeið á enda og aflokið sínu dagsverki með sæmd. Hann andaðist hinn 17. júlí síðastl. og var jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju 24. sama mánaðar. Sýndu sveitungar hans honum verð- skuldaðan heiður með því að fjölmenna við jarðarför- ina. Með Árna er horfinn mætur maður, sem aldrei dró sig í hlé eða hopaði á hæl fyrir erfiðleikum sínuin, heldur stríddi við þá eins og sterkur lax í straumi, þar til sigur vannst. Halldór Ármannsson. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.