Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 5
Fjórir biskupar: Asmundur Guðmundsson, Sigurður Stefánsson, Sigurbjörn Einarsson, Bjarni Jónsson.
til náms og frama. Um skeið í bemsku hvarf Sigurður
þó frá móður sinni og dvaldist í fóstri suður við Skerja-
fjörð, en móðir hans var þá flutt inn í Reykjavík, en
þar undi hann ekki og leitaði því suður að sjónum, þar
sem heita mátti sveit í þá daga. Og sá er grunur minn,
að oft verði síra Sigurði hugsað suður til Skerjafjarðar
æsku sinnar, þótt hann sé löngu rótgróinn norður við
Eyjafjörð.
Síra Sigurður gekk í Menntaskólann í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi þaðan 1924. Fór síðan beint í háskól-
ann og lauk guðfræðiprófi í febrúar 1928, en á háskóla-
áram sínum dvaldist hann eitt kennslumissiri í Kaup-
mannahöfn og hlýddi þar kennslu í háskólanum. Telur
hann Hafnardvölina hafa orðið sér til gagns á margan
hátt.
Engin tilviljun réð því, að síra Sigurður gerðist guð-
fræðingur og síðan prestur. Hann segir sjálfur, að mjög
snemma hafi hann heitið sjálfum sér því að verða prest-
ur, ef þess yrði nokkur kostur. Hann hreifst þegar á
unga aldri af helgi guðsþjónustunnar, og auk þess þakk-
ar hann það mjög áhrifum móður sinnar, að hugur hans
tók þessa stefnu. Er það raunar eitt dæmi af mörgum,
er sýnir hin heillavænlegu áhrif góðra mæðra, og hversu
ríkan þátt mæðurnar eiga í því að skapa framtíð barna
sinna. En þess má líka minnast, að um þessar mundir
hafði guðfræðideild Háskóia íslands mikið aðdráttarafl
fyrir unga menn. Þar hafði þá Haraldur Níelsson um
langt skeið öðrum fremur varpað ljóma á stofnunina
með trúarhita sínurn, víðsýni, spámannlegri andagift og
svo kröftugri boðun orðsins að af bar. Hafði hróður
hans og áhrif farið sívaxandi og voru aldrei meiri en
hin síðustu starfsár hans við háskólann. En eigi má
gleyma því, að ágætir kennifeður störfuðu þar við hlið
hans, þeir Sigurður P. Sívertsen og Magnús Jónsson.
Guðfræðideildin var arinn víðsýni, frjálslyndis og rann-
sóknar, sem vermdur var af einlægum trúarhita og
studdur haldgóðri þekkingu. Ég minnist þess frá þeim
árum, að einn skólabræðra minna sagði við mig, að eftir
þeim kynnum, sem hann hefði fengið af guðfræðideild-
inni þá, væri engin deild háskólans jafnmenntandi, en
þess skal getið, að hann lagði þar stund á önnur fræði.
Það sá og á, að menn þóttust hafa eitthvað þangað að
sækja, því að aðsókn var mikil og náði hún hámarki
með stúdentsárgangi síra Sigurðar, því að af 41 stúdent,
sem brautskráðust 1924, hófu 18 nám í guðfræði, og
luku þeir allir, nema einn, guðfræðiprófi, en hann hvarf
að öðru námi. Langflestir þeirra gengu í þjónustu kirkj-
unnar, og eru í þeim hópi þjóðkunnir klerkar í fremstu
röð meðal kennimanna landsins.
Allmikill gustur stóð af þessum ungu mönnum, og
stofnuðu þeir, ása'mt nokkrum eldri stúdentum og
kandídötum mánaðarritið Strauma, sem út kom í fjög-
ur ár. Segir síra Sigurður svo um það í æviágripi sínu:
„Þótti þó ýmsum, sem þar kenndi helzti mikillar
Heima er bezt 113