Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 17
um dali, heiðar og fjöll, eiga marga óvini. Vorhretin geta verið þeim hættuleg, eins og að framan er sagt. Nú eru þó allir hættir að ræna eggjum smáfugla, en kettir og ránfuglar drepa mikið af þessum yndislegu vorboð- um. Fyrir tveimur eða þremur áratugum fluttist hér til landsins eitt grimmasta rándýr veraldar, minkurinn, sem er skæður óvinur fuglalífs í landinu. Og þótt miklu fé sé nú eytt til útrýmingar minknum á íslandi, þá veit enginn, hversu sú útrýming tekst. Vorið og sumarið eru íslendingum ástfólgnari árs- tíðir en flestum öðrum þjóðum vegna þess, hve tíðar- far landsins er breytilegt eftir árstíðum. En hvenær, sem okkur verður hugsað til vorsins á köldurn haust- og vetrardögum, þá minnumst við vorfuglanna. Fuglarnir, folöldin og lömbin ásamt blómperlunum, er vorsins mesti unaður og yndisauki. ' Stefán Jónsson. Fyrir framan mig liggur allstór bunki af sendibréf- um. Sum eru nýkomin, en önnur hafa legið hjá mér um hríð. Aldrei get ég fullnægt óskum allra, en þó fá nokkrir óskir sínar uppfylltar í þessum þætti. í getraunaþætti útvarpsins nýlega var leikinn Fíreða- vatnsvalsinn, og minnir mig að ungu keppendurnir, annar eða báðir, þekktu ekki lagið. Um þetta ljóð hefur verið beðið, og mun ég nú grípa tækifærið og birta það. Við Flreðavatn er umhverfi fagurt, enda fjölsótt þang- að af ferðafólki. í Atlavík við Lagarfljót og við Hreða- vatn í Norðurárdal tel ég fegurst á okkar sumarfagra landi. Ef til vill minnir Hreðavatnsvalsinn einhvern lesenda þessa þáttar á draumljúfar stundir á þessum fagra skemmtistað. Erla Þorsteinsdóttir hefur sungið þetta ljúfa ljóð og lag inn á hljómplötu. Lagið er eftir Reyni Geirs, en Ijóðið eftir Atla S. Þormar. Og hér birtist þá ljóðið: Uti við svalan sæinn syng ég mín ástarljóð. Dýrðlegum dagsins draumum í dvel ég við forna slóð. Þú varst minn æskuengill. Ást mín var helguð þér. Þegar ég hugsa um horfna tíð, hugur minn reika fer. Alanstu hve gaman, er sátum við saman í sumarkvöldsins blæ? Sól var setzt við sæ, svefnhöfgi yfir bæ. Við hörpunnar óma í hamingjuhljóma, þá hjörtu okkar börðust ótt, allt var orðið hljótt, yfir færðist nótt. Dreymandi í örmum þér, alsæl ég undi mér, unaði fylltist mín sál. Brostirðu blítt til mín. Blikuðu augu þín. Birtu mér huga þíns mál. Manstu, hve gaman, o. s. frv. Laufey í Hléskógum, Hvannársystur, Reykjanesi, og Lilla E. biðja um Ijóðið LilLi Jóns. Guðbergur Auðuns- son hefur sungið ljóð og lag inn á hljómplötu: Það segja margir að ég hafi verið heppinn að ná í Lillu Jóns. Og satt er það, að enginn er líkt því eins kát og Lilla Jóns. Eg veit aldrei hvert hún fer eða hjá hverjum hún er, mér til tjóns, hún Lilla Jóns. Því þó hún fengi hjá mér hring, er hún með hinum og þessum hvert sinn. O" és veit aldrei hvort hún fer með Ola eða O O Bjarna út eða inn. En vanti hana aura, alltaf laumast hún í vasa minn. Við munum gifta okkur seint í september og sjá til, hvernig þetta fer, því ég skal halda henni hjá mér, hvernig sem hún barmar sér. Lilla Jóns, Lilla Jóns, seg mér, hvert ætlar þú nú. Ég vildi gera hvað sem er, ef aðeins þú ert mér trú, því áður en langt urn líður mun þig langa að eiga börn og bú. S. S. í Vopnafirði, Sigga, Gunna á Hóli og fleiri hafa beðið um Ijóðið Við fljúgnm. Haukur Morthens hefur sungið lag og ljóð inn á hljómplötu: Við fljúgum svo hugglöð til framandi landa, sem fuglar um heiðloftin blá. Við fljúgum til laðandi ljósgullnra stranda, hvar lífið sinn töframátt á. Á Loftleiðavængjum við geisumst um geiminn. Heima er bezl ] 25

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.