Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 11
METÚSALEM J. KJERÚLF:
Páttur Jóns Andréssonar Kjerúlfs o
Aéalbjargar Metúsalemsdóttur
r
Arið 1847, þann 8. apríi, fæðist faðir rninn, Jón
Andrésson Kjerúlf. Hann var sonur Andrésar
v Hermanns Jörgenssonar, bónda á Melum.
Jörgen, faðir Andrésar, var læknir á Brekku,
danskur að ætt.
Móðir Jóns en kona Andrésar var Anna Jónsdóttir
Þorsteinssonar, er báðir voru bændur á Melum (Mela-
ætt). Æskuheimili föður míns var í fremstu röð að bú-
sæld, þrifnaði og allri menningu. Átti Andrés góðan
bókakost, og tók hann mikinn þátt í stjórn búnaðar-
mála og stjómmála. Árið 1874 var bústærð Andrésar
56 hundruð á landsvísu og heimilismenn 23.
Á þessu heimili ólst faðir minn upp í 10 systkina
hópi, sem upp komust, en þá voru berklarnir að magn-
ast og höggva skörð í systkinahópinn þar og víðar.
Aldrei heyrði ég föður minn minnast æskunnar öðru
vísi en með æskugleði og virðingu, og eins var með
öll hin systkinin, sem ég kynntist. Kom þar til minn-
ing um fagurt útsýni og helga dóma, svo sem Álfa-
stein, en þar var sagður álfabær. Bjargið er á sandmels-
kolli, ferkantað eins og hús, 12—14 metrar að ummáli,
tveggja metra hátt og að mestu slétt að ofan. Á bjargið
er raðað 2000 sauðarvölum og grjóti raðað í kring.
Melar standa hátt. Var löngum gengið ofan á Mela-
hólinn. Blöstu þá við nesin, þurr og slétt, engjarnar og
dalurinn inn til landsins. Hin lárétta, grasigróna heiðar-
brún er 500 metra há, með grænar hlíðar og Hengi-
foss, en ofar hæðarbrúninni er heiðin, kostaland. Þar
var setið yfir kvíánum. Þaðan voru margar góðar minn-
ingar. Saga æskumannsins var saga daglegs lífs. Það eru
skyldustörfin, sem æfa þrekið og eru um leið skóli lífs-
ins, þar sem kjarni menningarinnar birtist í góðum ár-
angri starfsins, sem ekki má bregðast, því ekkert annað
varð til bjargar.
Sveitamenning í mótuðum málsháttum og spakmæl-
um, sem var í notkun eins og ljóð sem aldrei fyrnist.
Faðir min var 68 þumlungar á hæð, þykkvaxinn og
réttvaxinn, röskur á velli, mikill göngu- og skautamað-
ur. Hafði hann mætur á þeim íþróttum, sem þá voru
iðkaðar. Hann stökk hæð sína yfir streng, skaut stein-
flögu vel í mark og var langskeyttur.
Séra Sigurður Gunnarsson, þá prestur á Valþjófs-
stað, sagði mér, að hann hefði verið einn örðugasti
glímumaður hér um slóðir. En Árnabjörn sterki, sem
verið hafði vinnumaður hjá foreldrum mínum, — en
Árnabjörn var af öllum talinn sterkari en aðrir, — sagði
þegar um átök var að ræða: „Ætli Jón geti þetta ekki.
Ef Jón ekki getur það, þá geta ekki aðrir það.“
Faðir minn hafði snemma á hendi fjallgöngur, lesta-
ferðir, torfskurð, heybinding og aðra erfiðisvinnu.
Saga er um það, að 5 göngumenn komu úr síðustu
göngum. Höfðu þeir kindur að reka og voru að hvíla
þær og fá sér bita. Þetta voru ungir og röskir menn.
Vill einn þeirra, Sigurður Sveinsson, fara að glíma. Var
hann búinn að leggja þrjá göngumenn, og vildi nú
glíma við föður minn, en hann var lasinn og hafði ekki
haft lyst á að fá sér bita, og lá með göngupokann á
bakinu. Hann sagðist vera máttlaus og ekki geta glímt,
en Sisrurður lét hann ekki í friði osr ætlaði að hafa
heiður af því að fella þá alla. Endirinn varð sá að fað-
ir minn stóð upp með göngupokann, tók Sigurð glímu-
tökum, og skaut honum á fyrsta bragði í hvarf bak við
þúfu, en afsagði með öllu að glíma meira, hann hefði
nú legið ærlega, hann skyldi láta það nægja.
Faðir minn var ljóðelskur og kunni margt af þeim.
Elann hafði yndi af söng og söng þar sem sungið var.
Hann hafði mikinn og fullkominn róm, og bar löngum
yfir aðra, þegar heyrt var úr fjarlægð. Málrómur hans
var skýr svo af bar, mátti löngunr heyra hvert orð er
hann sagði, þó ekkert heyrðist af því er samferðamenn
hans sögðu.
Faðir minn var þekktur á Fljótsdalshéraði og víðar
fyrir hnyttin tilsvör. Hann las allt, sem hann náði í af
heimspeki og stjörnufræði, sem voru hans uppáhalds
bækur. Kunni hann utanbókar mikið af þeim fræðum.
Eitt sinn voru þeir samnátta á Hákonarstöðum á
Jökuldal séra Haraldur Þórarinsson, sem þá var prestur
í Hofteigi, og faðir minn. Sváfu þeir í sama herbergi.
Varð þeim skrafdrjúgt og vöktu alla nóttina. Sagði
prestur að morgni, að hann hefði aldrei hitt fyrir mann
betur að sér. Sjálfur hefði hann verið yfir 20 ár í skóla,
en Jón hefði víða vitað meira og alls staðar mildð.
Foreldrar mínir giftust 1878. Tóku þau við búskap á
Melurn af Andrési og Eiríkur, bróðir föður míns, og
Sigríður Sigfúsdóttir frá Skriðuklaustri, kona hans.
Bjuggu þeir bræður á Melum árin 1878 og 1879, að
Eiríkur fer, en faðir minn bjó þar til vors 1904. Þá
deyr móðir mín.
Faðir rninn var stórskorinn í andliti, ennið hátt, nef-
ið stórt og svipurinn karlmannlegur. Mönnum fannst
sein þeir hlýddu á viðhafnarhúslestur, þegar hann las,
(Framhald d bls. 1-/1).
Heirna er bezt 119