Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 25
komin á leiðarenda í þetta sinn. Hún færir sig út af götunni og virðir hinn ókunna mann fyrir sér nokkur andartök, og henni finnst hann einnig horfa á sig. Af hverju stendur maðurinn þarna hreyfingarlaus í bitrum vetrarkuldanum, þegar allir aðrir virðast þurfa að flýta sér svo mjög? Ef til vill er hann að bíða eftir ein- hverju. En það skiptir engu máli. Hún ætlar að hafa tal af honum. Frú Eygló gengur hröðum skrefum til ókunna manns- ins, nemur staðar hjá honum og segir glaðlega: — Góðan daginn! Maðurinn lítur undrandi á ókunnu, vel klæddu kon- una, sem stendur hjá honum og ávarpar hann svo hlý- iega. — Góðan daginn, svarar hann lágt, og kuldahrollur fer um tötralega klæddan líkama hans. — Það er kalt í dag, segir frú Eygló. Finnst þér það ekki eins og mér? — Þú átt við frostið? — Já. Hann brosir raunalega gegnum úfið skeggið. — Jú, það er að vísu kalt úti, en þó er til annar kuldi, sem er enn naprari. — Hefur þú kynnzt þeim kulda? — Já, þann kulda þekki ég vel. — Hvert er nafn þitt? — Ég hciti Grímur. — Nafn mitt er Eygló. — Það er fallegt nafn og minnir á sólina og ylinn. — Hvar áttu heima, Grímur? — Alls staðar og hvergi, til dæmis hérna á þessum stað núna. — Ekki heldur þú jólin hérna? — Jú, því ekki það. Frú Eygló er ekki í neinum vafa um það lengur, hvaða hönd hefur leitt hana hingað á þennan stað. Hér er jólagestur handa henni, og hún segir hlýtt og ákveð- ið: — Þú gerir svo vel, Grímur, að koma heim með mér og halda jólin þar. Grímur starir í djúpri undrun á ungu, velklæddu konuna og svarar engu strax, því að hann trúir naumast sínum eigin eyrum. Hún að bjóða honum heim til sín til að halda jólin þar? Nei, þetta hlýtur að vera draum- ur en ekki veruleiki. Hann hlýtur að liggja einhvers staðar úti á víðavangi og vera að dreyma svona fallega. Hann er búinn að halda svo mörg jól úti, og enginn hefur boðið honurn inn á heimili sitt. Nei, þessi fallega kona er ekki jarðnesk vera, heldur góður andi frá öðr- um betri heimi. Frú Eygló leiðist að bíða eftir svari og segir að nýju: — Þú gerir svo vel að koma heim með mér. — Ég get ekki þegið það góða boð, frú mín. — Flvers vegna ekki? — Þú hlýtur að skilja það, hlýtur að sjá, hvaða mann- tegund ég tilheyri í þjóðfélaginu. — Ég flokka ekki fólk í neinu þjóðfélagi, til þess hef ég hvorki þekkingu né vald. En við erum öll bræður og systur á þessari jörð, það veit ég. — Skoðar þú mig þá sem bróður þinn? — Já, Grímur, það geri ég. Hún réttir honum hönd- ina. Hér er hönd mín því til staðfestingar, segir hún hlýtt. Hann réttir hikandi fram kalda og holdgranna hönd sína, og frú Eygló þrýstir hana innilega. Bágstaddur einstæðingurinn stenzt ekki hlýju hennar, hann hefur svo lengi þráð samúð og kærleika. — Hvar áttu heima? spyr hann. — Ég bý hér skammt frá. Maðurinn minn er prestur hér í borginni. — Svo þú ert þá prestsfrú. Kona í þinni stöðu getur ekki verið þekkt fyrir að ganga með manni eins og mér á götum borgarinnar. — Jú, Grímur, það er mér sönri gleði að fylgja þér heim á heimili mitt, og nú skulum við einmitt koma þangað. — Er ég vakandi, eða er mig að dreyma? Eru slíkar mannperlur til á þessari jörð? hvíslar hann lágt fyrir munni sér. Hann gangur af stað með frú Eygló, fylgist með Iienni eins og í leiðslu. Hún ræður ferð þeirra og gengur hiklaust um stræti borgarinnar við hlið hins ókunna manns og heim að húsi sínu. Heit, ólýsanleg gleði streymir um sál prestskonunnar ungu. Hún fær nú tækifæri til að þjóna Meistaranum, sem sagði: — Það, sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Frú Eygló býður gesti sínum fyrst inn í hlýtt og bjart eldhúsið, en þar er Gréta vinnustúlka hennar fyrir. Hún lítur undrandi á hinn óvænta gest og óttast hálf- vegis útlit hans, en frú Eygló kynnir þau og segir glað- lega við Grétu: — Hann verður jólagestur okkar. Hún býður síðan Grími sæti og framreiðir sjálf handa honum heitan drykk og smurt brauð, en sú næring telur hún að muni henta honum bezt til að byrja með. Grímur sezt við eldhúsborðið og neytir góðgerðanna af innilegri lyst. Það er orðið langt síðan hann hefur notið slíkrar ágætis máltíðar, og enn finnst honum allt þetta líkara fallegum draumi en veruleika. Meðan gesturinn situr að snæðingi, gengur frú Eygló fram úr eldhúsinu í leit að manni sínum. Hún má ekki draga það lengur að segja honum frá gestinum. Séra Astmar situr á skrifstofu sinni og er að ljúka við að lesa yfir ræðu sína, sem hann ætlar að flytja í kirkjunni á hinu helga jólakvöldi. Frú Eygló kemur inn í skrif- stofuna, nemur staðar við hlið manns síns og segir blíðlega: — Fyrirgefðu, vinur minn, er ég að gera þér ónæði? Séra Ástmar snýr sér að konu sinni og brosir ástúð- lega til hennar. — Nei, Eygló mín, þú gerir mér aldrei ónæði. Koma þín er mér alltaf jafn kær. Hún leggur hendur um háls honum og segir lágt en brosandi: — Það er kominn jólagestur til okkar. — Jólagestur? Hver er það? — Hann heitir Grímur. Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.