Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 4
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
iPuröur
Ste
uígslubiskup
ansson
Nf orðlenzkur síðsumardagur, 30. ágúst 1959.
Haustfölva er tekið að slá á hlíðar og grundir.
Engjar og tún slegin, en víða allntikil hey úti.
Suðvestangola, hálfhráslagaleg, með skúraleið-
ingum í fjöllum. í sjálfu sér ósköp venjulegur sunnudag-
ur á hallandi sumri. En — eitt er þó til nýlundu. Urn
allan Skagafjörð er mannaferð mikii. Bílar koma úr öll-
um áttum, austan um Öxnadalsheiði, vestan yfir Vatns-
skarð og utan úr Fljótum og frá Siglufirði. Eitthvað
hlýtur að standa til, fyrst Norðlendingar stefna svo
mjög til Skagafjarðar. Slíkt hefur að vísu gerzt áður,
og eins og löngum fyrr stefna allir „heim að Hólum“.
Þar heima á staðnum var ljóst, að eitthvað óvanalegt
var að gerast. Margt stórmenni var þar saman komið
og stefndi til hinnar virðulegu, öldnu dómkirkju, eftir
hljómþungu kalli klukknanna miklu, arftaka Líkabang-
ar. Þar voru fjórir biskupar í fullum skrúða, nær allir
klerkar úr Norðlendingafjórðungi og allmargir utan
hans, kirkjumálaráðherra og fjöldi fólks víðs vegar að.
Þarna átti að fara frani biskupsvígsla. Skyldi nú síra
Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, vígður til vígslubiskups í Hólastifti hinu foma.
Aðeins fimm biskupsvígslur hafa frant farið á Elóla-
stað og allar í hinni núverandi dómkirkju. Fyrst var þar
vígður Geir Vídalín til Skálholtsstóls af hinum síðasta
Hólabiskupi, Sigurði Stefánssyni, 1797. — Síðan hafa
vígslubiskupar Hólastiftis verið vígðir þar, Geir Sæ-
mundsson 1910, Hálfdan Guðjónsson 1928, Friðrik J.
Rafnar 1937, og loks var þessi hin fimmta í röðinni, og
var þá tæpu ári fátt í hálfa öld frá því að síra Geir Sæ-
mundsson var vígður fyrstur vígslubiskup til Hóla.
Ekki þarf að rekja hér, hver harmur var kveðinn að
Norðlendingum, þegar stóll og skóli var lagður niður
á Hólurn 1801, né hvílík menningarspjöll voru þá unn-
in íslenzkri þjóð. Það hefur víða verið rakið og mun
standa sæmilega ljóst fyrir hverjum þeim, sem málið
hugsar. En hins er vert að geta, að þegar vígslubiskups-
embættin voru stofnuð, og á ný skyldi vígja biskup til
Hóla 1910, þá fögnuðu menn því norðanlands almennt
og meira en búast hefði mátt við í fljótu bragði, þar sent
vígslubiskupinn hvorki fékk kirkjuleg völd né sat á
Hólum. Þórhallur biskup lýsir þessu svo í vígsluræðu
þeirri, sem hann hélt við það tækifæri: „Ég hef alls stað-
ar rekið mig á svo ósvikinn fögnuð hér norðanlands yfir
því, sem hér á fram að fara í dag. Það er áreiðanlega
meira en forvitnin ein og augnagamanið, sem safnað
hefur saman þessum afarmikla mannfjölda. Hjartaslög-
in eru örari. Hlýr andvari leikur unt vanga sem á blíð-
um vordegi. Og hingað hnígur í dag til vígsluathafnar
þessarar, bæði frá viðstöddum og fjarstöddum, innilegur
samfagnaðarhugur, með óskum og vonum um vaxandi
endurreisn þess, sem var og Norðurland var svo illa og
ómaklega svipt.“
Vera má, að ekki hafi rætzt allar þær vonir, sem
tengdar voru við vígslubiskupsembættið árið 1910. Að
minnsta kosti ekki sú von, að því mætti bráðlega fvlgja
fullkomin endurreisn hinna fornu biskupsstóla. Engu
að síður áttu þó ummæli hins vitra biskups við hinn 30.
ágúst 1959. Hjörtu vor Norðlendinga slá örar hverju
sinni, sem einhver hátíð er tengd við Hólastað og forna
helgi hans. Og allir þeir, sem unna kirkju og kristni-
haldi, fagna hverju því atviki og athöfn, sem þeir sjá,
að er stuðningur hugsjón þeirra og til framgangs kristni-
haldinu í landinu. Og því fær enginn neitað, að það eitt
að vera viðstaddur jafn hátíðlega athöfn og biskups-
vígsla er, orkar á hugann og lyftir honum yfir hvers-
dagsleikann og færir hann nær hinum helgu öflum. Þess
má einnig minnast, að ágætir menn hafa gegnt embætti
vígslubiskups á Hólum þá hálfa öld, sem það hefur
staðið. Og enn fundu menn, að til hins virðulega starfs
hafði valizt maður, sem kirkja og kristni í landinu mættu
fagna í þá stöðu. Af þessurn sökum öllum sóttu svo
margir heim að Hólum þennan síðsumardag, að því
viðbættu, að vinir og velunnarar biskupsefnis komu
þangað til að samfagna honum á þessum hans heiðurs-
degi.
Síra Sigurður Stefánsson vígslubiskup er fæddur 10.
nóvember 1903 að Bjargi við Skerjafjörð. Foreldrar
hans voru Stefán Hannesson, ættaður af Hvalfjarðar-
strönd, og Guðrún Matthíasdóttir frá Fossá í Kjós. Ólst
hann upp að mestu undir handleiðslu móður sinnar, og
var mjög ástúðlegt með þeim mæðginum og náið sam-
band í hvívetna. Hafði móðir hans mikil áhrif á lífs-
stefnu hans alla. En Guðrún var mikilhæf kona, trúkona
rnikil, hjálpsöm og dugandi að standa straum af allum-
svifamiklum atvinnurekstri. Studdi hún son sinn mjög
112 Heima er bezt