Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 31
Geirlaug sér til að bera þig með mér,“ sagði yfirsetu-
konan. „Það er búið að læsa húsinu, hver sem hefur
gert það.“
„Hún hefur líklega gert það, kerlingarskepnan. Það
má helzt enginn stíga inn á gólfið í þessu hjónahúsi.
Það er eins og það sé heilagur staður,“ sagði Ásdís.
„Já, ég skil það vel,“ sagði yfirsetukonan. „Það hefur
gengið nærri henni að missa Rósu. Hún var henni svo
handgengin.“
Hún var búin að skipta á hvítvoðungnum og lagði
hann við hlið Ásdísar og flýtti sér frarn til Geirlaugar.
„Það hlýtur að vera eitthvað inni í tauskápnum, sem
má taka í bleiur. Hún hefur ekki hugsað fyrir neinu
utan á litla angann. Hugur hennar er allur við vinnu-
brögðin,“ sagði yfirsetukonan, þegar hún hafði hresst
sig á mat og kaffi hjá Geirlaugu.
„Eg á náttúrlega ekkert með að taka úr tauskápn-
um,“ sagði Geirlaug. „Það er Kristján sem á það.“
„Hann þarf sjálfsagt ekkert um það að vita, þó að
tekið sé svo sem eitt gamalt lak eða koddaver. Það
stendur víst engum nær en honum að klæða þennan
blessaðan barnskropp,“ sagði yfirsetukonan. „En ég
þykist sjá að hann muni vera gestur, sem .að enginn
hefur óskað eftir nema móðir hans. Það er hræðilegt,
þegar svoleiðis kenrur fyrir. Eina bótin er, að Ásdís er
viljasterk kona, sem líklega lætur ekki sinn hlut.“
Geirlaug fór með henni inn í hús og lét hana enn
einu sinni gramsa í tauskápnum. Hún tók þar heilt
sængurver og tvö koddaver og tvær ullarskyrtur af
Jóni litla. Þetta ætlaði hún állt utan á þennan ný-
fædda son.
Geirlaugu ofbauð alveg slíkt ráðríki. Þó að þetta
væru næstum gatslitnar spjarir, sá hún eftir þeirn til
Ásdísar.
Yfirsetukonan fór á þriðja degi. Þá var kominn
þurrkur, en fáliðað heima hjá henni. Hún ætlaði að
koma um kvöldið og búa um sængurkonuna og þvo
barninu.
Eftir að hún fór, mátti heita að sængurkonan væri
ein allan daginn. Geirlaug kom aðeins með matinn
handa henni og fötin og bleiurnar af barninu þvegið
og strokið og lagði það ofan á sængina hjá henni. Hún
þvoði fötin frammi í hlóðaeldhúsi og sauð þau í stór-
um þvottapotti.
Ásdís var sífellt að spyrja hana eftir, hvað hún gæti
sagt sér af vinnubrögðunum á engjunum. Þar var all-
ur hugur hennar.
En Geirlaug sagðist lítið vita hvað þar gerðist. Hún
sæi ekki svo vel. Það eina, sem hún vissi, var að það
var komín ný kaupakona utan úr kaupstað.
„Eleldurðu að það sé komin mikil ljá hjá þeim?“
spurði hún Gcirlaugu.
Það vissi Geirlaug ekki..
„Ég hlakka til, þegar ég get farið á engjarnar aftur,“
sagði hún við sjálfa sig oft á dag, því að enginn var til
að hlusta eða anza, enda voru andsvörin heldur köld og
stuttorð.
Hún klæddi sig á sjötta degi og kom fram í maskínu-
húsið þegar setið var að miðdagsverði, ánægjuleg á svip.
„Sæl verið þið öll,“ sagði hún. „Hér er ég nú komin
á skrið aftur og gæti áreiðanlega farið í heyband strax í
dag. Þvílíkur vesaldarháttur í konunum, að þurfa að
liggja hálfan mánuð í rúminu og surnar lengur!“
„Það lítur út fyrir að þér ætli að heilsast vel,“ sagði
Kristján. „Það hefur rnunað um að tapa þér frá hey-
skapnum. Hann hefur gengið lítið þessa dagana, enda
hefur vantað þurrkinn.“
„Ég er nú bara alveg þreyjulaus yfir því að liggja
í rúminu en sjá aðra hamast við heyskapinn. Mér þykir
ólíklegt að það líði margir dagar, þangað til þú sérð mig
koma út með hrífuna,“ sagði hún.
Geirlaugu og Kristjáni datt báðum það sama í hug,
að þegar Rósa kom fyrst fram úr húsinu sínu eftir
sængurleguna, þá var hrin boðin velkomin á fætur af
öllu heimilisfólkinu. En nú var eins og enginn vildi líta
í þá átt sem Ásdís stóð, og kaupakonan glotti háðslega
ofan í diskinn sinn.
Bogga hló kjánalega eins og vanalega og sagði svo:
„Hvað ætlarðu þá að gera við strákinn? Fá honurn orf
og Ijá og láta hann fara að slá?“
Þetta var nógu fyndið, en samt datt engum í hug að
brosa að því.
„Ég læt hann nú líklega sofa í rólegheitum heima.
Geirlaug sér um hann. Hún er alltaf í bænum hvort eð
er,“ svaraði Ásdís.
„Það er alveg óþarfi að ætla mér það,“ flýtti Geirlaug
sér að svara. „Ég hef aldrei snert á ungbarni og kann
það ekki.“
„Skárri væri það bölvuð ómyndin, ef þú ætlar þér að
láta mig hanga inni í bæ með þér yfir barninu dauð-
spöku,“ svaraði Ásdís og var mikið niðri fyrir. „Nenia
þú hugsir þér að fara að ganga út á engjarnar. Varla
yrði mér mikið fyrir því að gera bæjarverkin með barn-
inu. Hitt er annað mál, hvort Kristján yrði ánægður
yfir þeim skiptum,“ bætti hún við og horfði bænaraug-
um til húsbóndans.
Það var hans að tala. En hann þagði.
„Ég er ráðin til þess að hugsa um matinn og annað,
sem þarf að gera innanbæjar. Hitt tekur ekki svörum,“
sagði Geirlaug.
„Þá segi ég bara að þú getir farið,“ sagði Ásdís fok-
reið.
„Ég býst ekki við að þú hafir neitt vald til að vísa
mér í burtu,“ sagði Geirlaug. „Það er Kristján, sein
ræður því.“
Ásdís leit til Kristjáns í annað sinn. Hann var orðinn
æði svipþungur._
„Þú hugsar urn innanbæjarverkin eins og þú hefur
gert, Geirlaug. Svo er ekki meira um það að tala,“ sagði
hann og fór út með allt vinnufólkið á hælununr.
Ásdís hló kuldahlátur: „Það má heita gott að borga
hátt kaup fyrir slíka snúninga. En það er víst ekki ó-
vanalegt á þessu heimili að tveir kvenmenn snúist í bæn-
um. En ég er hrædd um að ég verði ekki ánægð yfir því
háttalagi.“
Heima er bezt 139