Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 22
TÓLFTI HLUTI — Ég ráðlegg |)ér samt að gera það, Kristín. Ég vil þér allt hið bezta eins og öllum mínum sóknarbörnum. Þess vegna kem ég til þín nú sem vinur og ráðgjafi í þeirri von, að þú takir orð mín til greina. — Ég efast ekki um góðan tilgang þinn, séra Einar, en heim að Austurhlíð get ég ekki farið. — Jú, Kristín, þú getur það. Við verðum oft að stíga óljúf spor á lífsleiðinni, en þau verða okkur ekkert síð- ur til blessunar. Ég veit að nábýlið hefur verið miður gott, en hver á þar mesta sök, veit ég ekki, enda hef ég ekkert vald til að dæma aðra. Dómurinn tilheyrir honum einum, sem allt sér og þekkir, og fyrir hans dómstól verðum við öll að mæta um síðir, því megum við aldrei gleyma. — Ég óttast um líf litlu stúlkunnar, þess vegna ráðlegg ég þér að draga það ekki lengur að sjá hana. Deyi barnið án þess að þú lítir á það, mun samvizka þín vakna, og þú iðrast sárlega, en þá er það orðið um seinan. Hin föðurlegu orð prestsins vekja nýjar tilfinningar í brjósti Kristínar. Ef til vill reynast þau sönn, því sam- vizkulaus er hún ekki. Hún hefur í blindu hatri heitið því að afneita þessu barni, en nú getur hún það ekki fyrir dómstóli sinnar eigin samvizku. Dómsvald sam- vizkunnar er hatrinu yfirsterkara. Presturinn finnur, að orð hans eru að vinna sigur, og hann segir: — Ég ætla ekki að tefja þig lengur, Kristín mín. Ég vona að þú farir að mínum ráðum, þau eru fram borin af einlægum bróðurhug. — Vertu nú bless- uð og sæl! — Vertu sæll, séra Einar. — Ég þakka þér fyrir komuna. Hann stígur á bak gæðingi sínum og ríður á brott, en Kristín gengur inn aftur í bæinn. Örð séra Einars óma stöðugt í sál Kristínar: — Sjáðu litlu stúlkuna, áð- ur en það er um seinan. Þig mun iðra þess sárlega, ef þú gerir það ekki. — Kristín hefur hvergi ró. Eitthvert nýtt afl og voldugt knýr hana áfram. Hún klæðir sig í yfirhöfn og gengur heim að Austurhlíð. Kristín sér engan úti og heldur rakleitt inn í baðstofuna. Þangað ratar hún enn þá, þótt mörg ár séu liðin, síðan hún hef- ur komið á þennan bæ. Jónatan og Lilja eru tvö ein í baðstofunni ásamt barninu. Kristín gengur beina leið að vöggunni og nem- ur þar staðar, án þess að mæla orð. Lilja og Jónatan horfa um stund á Kristínu, orðvana af undrun. En svo bendir Lilja henni á stól við vögguna, og Kristín sezt. Hún starir lengi þögul á barnið, sem auðsjáanlega er mjög sjúkt, og undarlegar tilfinningar flykkjast fram í vitund hennar. Þessi litla stúlka er hluti af henni sjálfri, um það getur hún ekki efazt lengur. Hún sér skýrt sitt eigið ættarmót á andliti hennar. Barnið rýfur þögnina og gefur frá sér veikt, en sker- andi hljóð. Kristín hrekkur ósjálfrátt við. Þetta ömur- lega hljóð snertir hana eins og ásökun. — Því sækið þið ekki lækni, segir hún titrandi röddu. Lilja rís upp í rúminu og hagræðir barninu. Svo lít- ur hún á Kristínu og segir lágt: — Við erum búin að sækja lækni. Hann þekkir ekki þennan sjúkdóm, en ég veit hvað hann heitir. — Veizt þú? — Já, það er hatrið. Hatrið á milli bæjanna. Litla saklausa barnið okkar Jónatans verður að þjást og jafn- vel deyja fyrir það. — Lilja hnígur aftur niður á kodd- ann, Jónatan tekur þétt um hönd hennar, en segir ekki orð. — Hatrið! — Kristín hefur orðið upp eftir Lilju. Hún situr eins og í leiðslu, og nýjar hugsanir gagntaka hana. Getur það verið, að hin illu, óguðlegu öfl í henn- ar eigin sál séu orsök þjáninga þessa litla saklausa barns. Getur máttur hatursins orðið svo víðtækur og ægileg- ur? — Nei, barnið má ekki deyja. Hún gæti ekki af- borið það. Rödd samvizkunnar hefur þegar kveðið upp sinn dóm.... Hún getur engan hatað lengur. Anna kemur inn í baðstofuna til að vita um líðan barnsins. Hún sér Kristínu í Vesturhlíð við vögguna, en Anna er svo niðurbeygð af þreytu og örvæntingu, að hún sinnir því engu. EÍún gengur að vöggunni og lýt- ur niður yfir barnið. Það dregur enn þá andann, en mjög veikt. Sárt andvarp stígur frá brjósti Önnu, alger örvæntingar-stuna. — Það er hatrið, hvíslar Kristín drafandi röddu. Anna lítur á grannkonu sína, en skilur ekki við hvað hún á, og svarar því engu. En Lilja rís skyndilega upp í rúminu og hrópar ásakandi: — Já, það er hatrið, hatrið á milli ykkar, sem barnið okkar Jónatans verður að líða fyrir og líklega deyja. 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.