Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 6
Sigurður Stefánsson skrýddur kórkápu Jóns biskups Arasonar. djörfungar um frávik frá fyrri trúmálaskoðunum, en fleiri sáu í þessari framtakssemi aðeins löngun ungra manna til að vinna eitthvert gagn kirkju sinni og þjóð, og sú held ég hafi verið ætlun okkar allra, hvernig sem það hefur tekizt.“ Alun slíkt ekki ofmælt, því að það hefur sýnt sig um allan þorra þeirra Straumamanna, að þeir hafa verið vakandi menn, bæði innan kirkjunnar og í öðrum rnenn- ingarmálum þjóðarinnar. Ekki skrifaði síra Sigurður mikið í Strauma, en í því, sem hann á þar, kemur ljóst fram sú stefna, sem hann síðan hefur trúr verið, víðsýni, birta og mannúð. Skömrnu eftir að síra Sigurður kom frá prófborðinu, var hann kosinn prestur til Alöðruvalla í Hörgárdal, og tók hann vígslu þangað 13. maí 1928. En nokkrum dög- unt síðar, 19. maí, kvæntist hann bekkjarsystur sinni, A'Iaríu Agústsdóttur heilbrigðisfulltrúa Jósefssonar í Reykjavík. Fluttust þau hjónin þá þegar norður að Möðruvöllum og reistu þar bú. \rafalaust hefur ýmsum ókunnugum komið það nokk- uð á óvart, þegar síra Sigurður, öllum sóknarmönnum ókunnugur Reykjavíkurkandídat, vann kosninguna með miklum yfirburðum. En til þess lágu mörg rök. Ungur prestur hafði þá ekki verið á Möðruvöllum svo langt aftur sem menn mundu. Fyrirrennari síra Sigurðar, síra Jón Þorsteinsson, var ágætismaður, virtur og elskaður af sóknarbörnum sínum sakir mannkosta og prúð- mennsku, en hann hafði aldrei tekið verulegan þátt í félagsmálum eða lífi fólksins utan kirkjunnar. Enda roskinn maður, er hann kom til brauðsins og háaldraður, er hann lét af prestsskap, og löngum heilsuveill. Það var því eigi að undra, þótt fóík hygði gott til, er kostur gafst á ungum, glæsilegum kennimanni, enda sigraði hann hugi fólksins með fagurri framkomu og því, að hann flutti þann boðskap, sem fólkið vildi heyra, lifandi og bjartsýnan kristindóm. Það er og löngu alkunnugt, að síra Sigurður er kennimaður nteð ágætum. Fer þar saman efni og flutningur ræðu hans. Raddmaður er hann góður, og setur það svip sinn á guðsþjónustur hans. Má með sanni segja, að fáum fari prestsverk fegur úr hendi, enda gæðir hann þau sérstökum hátíðarblæ. Fáir munu betur kunna að semja líkræður en hann. Þar fara saman glöggskyggnar og sannar mannlýsingar og huggunarrík orð syrgjandi ástvinum. Kemur honum þar að haldi mannþekking og áhugi að kanna mannlega sál, sem öðru fremur gefur prestum styrk í störfum þeirra. En síra Sigurður gerðist ekki einungis sálusorgari í prestakalli sínu. Hann kunni því ekki að sitja sem hús- mennskumaður á hinu fagra og söguríka höfuðbóli. Mun honum og einnig hafa verið það ljóst, að prestur í sveit kemst nær hjörtum sóknarbarna sinna með því að deila sem mest kjörum þeirra. Þó að þau hjón væru bæði kaupstaðarbörn, hófu þau þegar í stað búskap á prestssetrinu, hálfum Möðruvöllum. Ráku þau stórbú um tuttugu ára skeið og gerðu miklar umbætur. En nú fyrir nokkru létu þau af búskap, einkum sakir erfiðleika á að afla starfsfólks. Fyrir miklum hnekki urðu þau, er íbúðarhúsið á Möðruvöllum brann 1937. Frá biskupsvigslunni á Hólum. 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.