Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 8
HOLMGEIR ÞORSTEINSSON: Davíá sson f , I • 11 m rra L dtla-rlamri Iangflestir Islendinga, fyrr og síðar, eiga sér enga sögu skráða né heldur í minnum manna. Þeir j hafa lifað kyrrlátu lífi og lítt eða ekki verið til mála kvaddir á opinberum vettvangi. Samt hafa |)eir átt sína Iífssögu, fyrir sig, langa eða skamma. Þeir hafa lifað sína sigra og ósigra, unnið hörðum höndum á frumstæðan hátt fyrir lífsafkomu sín og sinna, hnig- ið svo í valinn og eiga svo að lokum ekkert annað en einhvers staðar nafnlausa gröf, gleymdir og týndir. Margir eru þeir líka, sem ekki einu sinni eiga nokkra gróna gröf, heldur hefur hafið orðið þeirra hinzti beð- ur þar, sem aldan syngur þeim vögguljóð sín ár og aldir. Það eru þeirra einu eftirmæli. Það lítur því næstum út fyrir að þessu fólki, körlum og konum, hafi verið ofaukið í þjóðfélaginu, hafi af einhverju handahófi verið slöngvað inn í jarðvistina, í algjöru tilgangsleysi. En svo er þó eigi, þegar betur er að gáð, því segja má að einmitt þessir nafnlausu, óþekktu og gleymdu menn hafi, öllu öðru fremur, með kyrriæti sínu og seiglu, sem einkennt hefur íslenzkan kvnstofn, og þraukað hafa af ís og eld, áþján og okur, orðið til að mynda burðarhlekkinn í þeirri keðju, sem bjargað hefur tilveru íslenzkrar tungu og þjóðerni fram á þennan dag. Einn þessara gleymdu manna er Davíð Davíðsson frá Litla-Hamri í Eyjafirði. Saga hans var að vísu stutt og eigi viðburðarík. En svo fljótt og gjörsamlega er hann gleymdur, að nánir núlifandi ættingjar hans hafa aldrei svo mikið sem heyrt hann nefndan á nafn. Þessi ein- kennilega þögn um þennan mann, kom mér til að skyggnast um eftir æviferli hans. Ævin var stutt, aðeins 30 ár, og þegar henni lauk mátti segja, að þá fyrst væri undirstaða fundin að frarn- haldssögu hans í nýju umhverfi, sögu, sem vonir og efni stóðu til að verða rnundi merkileg á ýmsa lund. Fer hér á eftir það, sem fundizt hefur í skjallegum heimildum um Davíð að segja og með lestri milli lína. Davíð Davíðsson er fæddur í Kristnesi í Hrafnagils- hreppi 3. maí 1839. Foreldrar hans voru Davíð Jónsson og Sigríður Davíðsdóttir. Davíð Jónsson var fæddur í Hvassafelli 11. apríl 1807, og dáinn sama stað 14. júní 1898, 91 árs. Móðir Davíðs Jónssonar var Sigríður Davíðsdóttir Tómassonar bónda í Hvassafelli. Faðir hans var Jón bóndi í Kristnesi og Víðimýri í Skaga- firði Jónsson bónda á Grund í Þorvaldsdal Jónssonar. Sonur þeirra var og séra Magnús prestur í Laufási, Jónsson. Kona Davíðs Jónssonar var Sigríður Davíðs- dóttir bónda í Holti í Hrafnagilshreppi Davíðssonar Tómassonar bónda í Hvassafelli. Þau hjónin Davíð Jónsson og Sigríður Davíðsdóttir (fædd 1795) voru því systkinabörn. Davíð og Sigríður hófu búskap í Kristnesi 1832 í skjóli við Jón Jónsson, föður Davíðs, en í Litla-Hamar fara þau 1840, og þar býr Davíð síðan til 1869. A öðru ári flyzt Davíð Davíðsson með foreldrum sínum að Litla-Hamri og ólst þar upp. Fyrsta sunnu- dag eftir trínitatis 1853 er Davíð fermdur að Munka- þverá af Hallgrími prófasti Thorlacius að Hrafnagili. Prófastur gefur honum þennan vitinisburð: „Skikkan- iegur. Agætlega vei að sér.“ Davíð var talinn gáfumaður eins og hann átti kyn til. Eina heimildin, sem til er um hann, eftir að hann varð fulltíða maður, er að finna í gjörðabók „Styrktar- sjóðs Öngulsstaðahrepps“. Sá sjóður var stofnaður 1865 af nokkrum ungum bændasonum og vinnumönnum í Ongulsstaðahreppi, og var Davíð Davíðsson á Litla- Hamri einn af stofnendum sjóðsins. Tilgangur sjóðs þessa var að styrkja fátæka frumbýlinga í Öngulsstaða- hreppi, og er hann enn til í hreppnum. Þegar ungir menn á þeim árum staðfestu ráð sitt og kvonguðust, var æskilegasta úrræðið til heimilisstofn- unar, venjulegast, að útvega sér jarðnæði til ábúðar, þó lítið væri. En oft voru efnin til þess smá og úrræð- in fá. Úr þessari þörf til aðstoðar, vildi Davíð Davíðs- son og samherjar hans bæta að nokkru með sjóðsstofn- un þessari. En eins og oft vill verða, njóta sjaldnast eld- anna, þeir sem fyrstir kyntu þá. Svo fór og um Davíð Davíðsson að ekki naut hann styrks úr sjóði þessum, þar eð hlutskipti hans varð að stofna heimili á fjarlæg- um slóðum, langt utan við garð frænda og sveitunga. Hann virðist hafa verið hneigður til lesturs fornra fræða, og hefur orðið vel að sér á þeim sviðum, eink- um ættfræðum. Ber þess ijósan vott það, sem hann hef- ur skrifað um ættir Eyfirðinga, og eftir hann liggur. Bróðir Davíðs Davíðssonar hét Jón og var tveimur árum eldri. Báðir ólust þeir upp í föðurgarði á Litla- Hamri, til 1869. Var þá Jón Davíðsson orðinn 32 ára og Davíð Davíðsson 30 ára, báðir ókvæntir. Litli- Hamar var fremur lítil jörð og því sýnilegt að þar gátu ekki báðir bræðurnir búið, en þröngt var um jarðnæði í Eyjafirði um þær mundir. Þegar hér var komið sögu, hafði Jón Davíðsson fastnað sér konu. Var það heimasætan á Tjörnum í Eyjafirði, Rósa, fædd 1850, dóttir Páls hreppstjóra á Tjörnum Steinssonar, hinn álitlegasti kvenkostur. Ekki var sýnilegt að Jón Davíðsson gæti fengið ábúð á 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.