Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 12
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Smælki um Káin
Sumarið 1958 dvfaldist ég nokkra daga í sveit
O O
v'estur-íslenzka kímniskáldsins Káins í Garðar-
og Aíowwíam-byggðum í Norður-Dakóta. Hitti
ég þar margt manna, er mundi hann vel og kom
meðal annars á Geir-heimilið, þar sem hann dvaldist
lengst ævi sinnar vestanhafs. Ekki gat hjá því farið, að
hann bæri oft í tal. Var það hvort tveggja, að mig fýsti
að heyra kunnuga menn segja frá honurn, og að öllum
virtist ljúft um hann að tala. Og oft gægðust stökur
hans fram í hugann á þeim slóðum, þar sem heita mátti
að hann hefði helgað Itvert fótmál með nærveru sinni.
Kristján Níels Jónsson, en svo hét hann fullu nafni,
eða K. N. Júlíus, eins og hann kallaðist eftir að til Am-
eríku kom, var fæddur á Akureyri 7. apríl 1860. Aldar-
afmæli hans er því um þessar rnundir, og er þess að
vænta, að þess verði rninnzt að maklegleikum, jafnmikil
ítök og Káinn á í hugum Islendinga austan hafs og vest-
an. Káinn var eyfirzkrar ættar, en fluttist til Ameríku
18 ára að aldri. Fyrstu árin eftir að vestur kom, dvaldist
hann í Winnipeg, og síðan um skeið í borginni Duluth
í .Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Öll þau ár var hann
á hálfgerðum hrakningi og mun aldrei hafa átt fast
heimili stundinni lengur. — Til íslenzku byggðanna í
Norður-Dakota kom hann 1893 og settist næsta ár að á
Geir-heimilinu við Eyford, og þar átti hann heima til
dauðadags 25. okt. 1936.
Dakotabyggðir Islendinga urðu þannig heimasveit
hans vestra, og mun hann hafa unað hag sínum þar vel,
enda þótt hugurinn hafi stundum hvarflað heim til
Eyjafjarðar, svm sem sjá má af vísunni:
Kæra foldin kennd við snjó,
hvað ég feginn yrði,
rnætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
En mörgum fleirum mun hafa orðið tíðhugsað heiin
til garnla landsins á þeirn árum og lengi síðan.
Það var raunar ekkert undarlegt, þótt K. N. yndi sér
allvel í Dakota-byggðunum. Þær eru, og hafa lengstum
verið, meðal blómlegustu byggðarlaga íslendinga vest-
an hafs. Mikill hluti byggðarinnar, en þar eru aðal-
byggðarlögin Mountain og Garðar, liggur uppi við
rætur hinna svonefndu Pembinafjalla, en þótt þau rísi
ekki hátt, er þaðan víðsýni mikið yfir sléttur Rauðár-
dalsins, sem á sumrin eru samfelld „lifandi kornstanda
móða“. „En þá er fögur sjón að sjá sólina skína á hveit-
ið,“ kvað K. N. einu sinni.
Afkoma íslendinga í byggðum þessurn varð snemma
góð, þar risu upp myndarleg býli og þorp, en félagslíf
og menning blómgaðist þar með ágætum. Hefur svo
haldizt fram að þessu, að þar lifa íslenzkar venjur og
tunga, þótt vitanlega sæki enskan á, enda er slíkt óhjá-
kvæmilegt. En lengi munu þó íslenzkar erfðir geymast
þar, og þá ef til vill ekki sízt vegna þess, að þar dvald-
ist K. N. og orti hinar fleygu stökur sínar. Þarna í
byggðunum eignaðist hann marga vini, sem mátu hann
að verðleikum og tóku vægt á brestum hans. En hann
virðist einnig hafa kunnað vel að meta kosti sveitar
sinnar og sveitunga.
Eins og fyrr getur, barst K. N. oft í tal meðan ég
dvaldist þar á slóðum hans. Eitt hið fyrsta, sem athygli
mína vakti í þeim viðræðum, var sú hlýja, sem hvar-
vetna kom fram í máli manna og svipbrigðum, er um
hann var rætt. Gleðibjarma brá á andlit manna, er þeir
minntust hans, og öll þau orð, sem um hann féllu, voru
á eina lund, hlýleg og mælt af vinsemd og virðingu.
Þótti mér þetta einkum merkilegt fyrir þær sakir, að
margir eru þeir, sem illa þola glettni í orðum og svíður
sárt undan skeytum, þótt þau í sjálfu sér séu meinlítil,
ef gert er að gamni sínu á kostnað þeirra. Það hefur og
sjaldan verið vænlegt til vinsælda eða virðingar, að vera
síyrkjandi gaman og glettni um náungann, ekki sízt
ef skáldið þá samtímis er snautt að veraldarauði og
hirðir lítt um borgaralegar siðvenjur. En svo er að sjá,
sem ekkert af þessu hafi bitið á sambúð K. N. við urn-
hverfi sitt. Hann sendi skeyti sín á báða bóga oft mein-
fyndin og ætíð svo að í mark var hitt. En það fullyrti
nákunnugur maður, sem dvalizt hefur nær alla ævi í
byggðum þessum, að ekki vissi hann nema aðeins eitt
dæmi til þess, að menn hefðu þykkzt af vísum eftir
K. N. Var vísa sú þó ótrúlega meinlaus.
Á þessu er naumast nema ein skýring, og hún er sú,
að mönnum var kunnugt um, að skeyti K. N. voru ekki
Minnisvarði K. N. við Eyfordkirkju.
120 Heima er bezt