Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 20
Og svo koma botnarnir:
1) Um fjöll og dal, um fen og leir
fvrstir iögðu veginn.
2) Upp á fjalla efsta tind
yngstu grös að tína.
3) Þarna er æskan, eins og fyrr,
með ærsl og kæti.
4) Yngismeyjum ertu lík,
elsku litla vinan mín.
Sigríður Valg. Finnsdóttir,
Skriðu í Hörgárdal.
1) Þó grafnir séu í linan Ieir,
lenda þeir hinum megin.
2) Hugsar um |)á helgu mynd,
sem hennar hug vill pína.
3) Eru það aumu bjálfarnir,
eg því við bæti.
4) Unz gref ég þig sem liðið lík,
þú lætur óma gelt til mín.
5) Frísar og kafar fönn með oss
fyrir allar kindur.
6) Öllum er hún einkar kær,
ekki sízt að vori.
7) Inni í fjósi alltaf býr,
ekki er hún borin.
8) Þarna ertu, asninn þinn,
alltaf skaltu liggja.
Aðalsteinn Arnason,
Árbót, Aðaldal.
2) En hún drýgir enga synd
urn ævidaga fína.
3) Þetta eru meiri álfarnir,
en sú mikla kæti.
4) Værirðu orðin voða rík,
vildirðu ekki gerast mín?
5) Það er eins og falli foss
fram úr augum sindur.
7) Kolfinna í kvæðum dýr,
kona goðum borin.
8) Leggstu svo við ofninn inn
áður en fer að skyggja.
Björn Ófeigsson,
Reykjaborg, Skagafirði.
1) Glaðir hérna ganga tveir,
grænu éta heyin.
6) Góða, litla gimbur fær
glöð á hverju vori.
7) Kannske hún í kofa býr,
kvígan mín er borin.
8) Maulaðu nú matinn þinn,
mest hann þarf að tyggja.
Sigríður ívarsdóttir,
Forsæludal, Vatnsdal.
2) Alveg laus við alla synd,
þó ævin fari að dvína.
6) Lömbin hennar létt og spræk
leika sér að vori.
8) Hvíldu kroppinn þreytta þinn,
þér er gott að liggja.
Svava Ingimarsdóttir,
Hróarsstöðum, Skagahr.
2) Það væri bæði skömm og synd
slíkan grip að pína.
3) Býsn þeir stökkva, bjálfarnir,
og baula af kæti.
7) Þegar hún úr fjósi flýr,
fín eru hennar sporin.
8) Býð ég þér í bæinn inn,
bezt er þar að liggja.
Vigfús Andrésson,
Berjanesi, Eyjafjöllum.
6) Hún eignaðist hrút í gær,
og hann var nefndur Mori.
Svanhvít Jónasdóttir,
Kjóastöðum, Biskupst.
5) Að sitja á henni er sældarhnoss
að smala og elta kindur.
8) Hjarta kær er hesturinn,
hann vil ég aldrei styggja.
Sigrún A. Bárðardóttir,
Hvammi, Skaftártungu.
3) Alltaf sörnu álfarnir
með ærsl og kæti.
6) Eina gimbur átti í gær
— eins á hverju vori.
8) Farðu síðan fram í Kinn,
því farið er að skyggja.
Oddbjörg Sigfúsdóttir,
Krossi, Fellum.
1) Eina hryssu á hann Geir,
oft hún bragðar deigin.
2) Hún hugsar bæði um vötn og
er veðrið fer að hlýna. [vind,
3) Þeir bruna áfram, bjálfarnir,
og bægslast um af kæti.
5) Oft á baki ber hún oss,
þá bjástrað er við kindur.
6) Þótt ei úr fjöllum fari snær,
fer hún þangað að vori.
7) Er velli strýkur vindur hlýr,
villt hún tekur sporin.
8) Eg vil halda í hestinn rninn,
og hann vil ég ei styggja.
Hlíf Kristjánsdóttir,
Lambastöðum, Laxárdal, Dal.
1) Ég veit yndi ekkert meir,
er þeir skeiða veginn.
2) Hún sést oft við litla lind
lystug grös að tína.
3) Sendast yfir stein á stræti,
stirðir eru þó á fæti.
4) Trúlynd bæði og tryggðarík,
temur þig að vilja mín.
5) Sú er dýrast hesta hnoss,
hugann yndi bindur.
6) Eflaust henni enginn nær
inn á næsta vori.
7) Henni finnst sem heimur nvr
hreint sé endurborinn.
8) Vit þú, kæri vinurinn,
ég vil þig aldrei hryggja.
Rósmundur Númason,
Gilsstöðum, Hólmavík.
1) Orðið langar meir og meir
mig að þeysa veginn.
2) Fær sér dropa úr læk og lind
og lambagrös að tína.
3) Brölta áfram bjálfarnir
busalegum fæti.
4) Alltaf áttu fína flík,
fagra, litla tátan mín.
5) Á henni fór ég upp að foss
og elti margar kindur.
6) Engar betri eru þær
eg fullyrða þori.
7) En á túnið oft hún knýr
og ekki telur sporin.
8) Flann er vitur, hesturinn,
og herðir sig að tvggja.
Ásdís E. Hallgrímsdóttir,
Kringlu, Torfalækjarhr.
1) Okkur þéna eitthvað meir
aftur hinurn megin.
2) Fótviss eins og fríðust hind
með fagra lokka og síða.
3) Þeir eru bæði fráir á fæti
og finnst heimurinn tómt
eftirlæti.
5) Öruggasta ekta hnoss
að elta styggar kindur.
6) Yndi vekur, eins og mær
æsku lífs á vori.
7) Ekki er nytin úr henni rýr
eftir að hún er borin.
8) Eg skal vera vinur þinn
og vil þig ekki styggja.
Steinunn Guðjónsdóttir,
Lyngum, Meðallandi.
(Framhald).
128 Heima er bezt